Sjá spjallþráð - Hvernig gráskalaspjald getur bætt ISO og lýsingu.... :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvernig gráskalaspjald getur bætt ISO og lýsingu....

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
totifoto


Skráður þann: 11 Des 2004
Innlegg: 6860


InnleggInnlegg: 24 Nóv 2012 - 18:21:15    Efni innleggs: Hvernig gráskalaspjald getur bætt ISO og lýsingu.... Svara með tilvísun

Gróf upp úr skúffu hjá mér í dag gráskalaspjald frá Lastolite og ákvað að prófa að nota það frekar en að taka í RAW og laga allt eftirá, á það til að vera latur og hugsa " æi ég laga þetta bara eftirá"

Þetta er græjan... http://www.lastolite.com/ezybalance.php

Börnin voru að jólaföndra og ég ákvað að prófa þetta á meðan.

Lýsingin er ekki sú besta í stofunni hjá mér, einhver halogen lýsing úr IKEA og ef ég set vélina á AUTO WB þá verður allt frekar gult og jafnvel misgult eftir því hvernig lýsingin kemur inná myndina. Lýsingin er ekki sterk heldur og þurfti ég því að vera með hátt ISO.

Vélin sem ég er með er Canon 450D með kit linsunni, vél og linsa sem margir myndu telja vera ónothæft drasl Smile

Það sem ég gerði var að setja gráspjaldið á borðið hjá krökkunum og mældi lýsinguna með vélinni á manual, endaði í ljósopi 3.5, shutter um 1/30 og ISO í botni á vélinni eða ISO 1600.

Þar næst snéri ég spjaldinu við en það er hvítt þeim megin, setti linsuna á manual fókus og smellti mynd af því þar sem það fyllti 100% í ramman. Stillti svo white balancinn eftir þeirri mynd. Síðan var byrjað að smella af.

Í stað þess að vera með vélina á RAW ákvað ég að hafa hana á jpg L og picture style á faithful svo að allt var í raun stillt á 0.

Þessi mynd er beint úr vélinni og eins og sést eru litirnir nokkuð réttir og annsi fínir miðað við ISO 1600 á svona gamalli vél.Hér er svo 100% crop úr þessari mynd. Kom mér á óvart hversu grainið verður mun minna ef maður er rétt lýstur og með réttan WB strax úr vélinni.

Vona að þetta info gagnist einhvejrum Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Benni S.


Skráður þann: 27 Mar 2009
Innlegg: 2177
Staðsetning: Akureyri
Canon
InnleggInnlegg: 24 Nóv 2012 - 18:39:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Fínar pælingar hjá þér og við þetta má bæta að litasuð á háu ISO má laga (ens og má sjá bera fyrir á kroppinu hér að ofan) og verða myndirnar oft mun betri eftir það, skiptir talsverðu máli.

Hér er smá video stubbur um hvernig má laga litasuð (er á íslensku):

http://www.youtube.com/watch?list=UU18AYEjLghSJH32ov5sqUOQ&feature=player_detailpage&v=2PoB-TvYd60
_________________
Fullt nafn: Benedikt H. Sigurgeirsson S:896 6001
http://www.flickr.com/photos/benni-akureyri
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
halli1


Skráður þann: 28 Mar 2006
Innlegg: 350

iPhone 5
InnleggInnlegg: 25 Nóv 2012 - 12:23:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott videó Benni, takk fyrir þetta Smile

Benni S. skrifaði:
Fínar pælingar hjá þér og við þetta má bæta að litasuð á háu ISO má laga (ens og má sjá bera fyrir á kroppinu hér að ofan) og verða myndirnar oft mun betri eftir það, skiptir talsverðu máli.

Hér er smá video stubbur um hvernig má laga litasuð (er á íslensku):

http://www.youtube.com/watch?list=UU18AYEjLghSJH32ov5sqUOQ&feature=player_detailpage&v=2PoB-TvYd60
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group