Sjá spjallþráð - Risaprentun (2-3m) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Risaprentun (2-3m)

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Flugufrelsarinn


Skráður þann: 04 Jan 2010
Innlegg: 453

....
InnleggInnlegg: 25 Sep 2012 - 15:42:31    Efni innleggs: Risaprentun (2-3m) Svara með tilvísun

Ég elska stórar myndir. Aðrir líka örugglega.

Heima hjá mér er ég með eina sem er ca 2x3m og aðra sem er meira 2x2m. Núna er ég að velta fyrir mér að bæta þriðju og jafnvel fjórðu við sem yrðu í svipuðum stærðarflokki en ég hafði hugsað mér að myndin myndi ná frá gólfi til lofts, við erum því að tala um 2-3 metra á hæð og um 1.5-2 metra á breidd.

Efnislega hafði ég hugsað mér að sleppa sem ódýrast. Hinar myndirnar voru einfaldlega nokkrir tugir A3 blaðsíðna sem voru veggfóðraðar á masonít plötur sem voru boltaðar í veggina. Boltarnir voru þar dýrasti parturinn af myndunum. Gæðin eru auðvitað ekkert svakaleg en þau hentuðu vel og pappírinn mátti alveg krumpast og bólast á nokkrum stöðum, sem gerði myndirnar eiginlega bara betri fyrir vikið.

Efnislega væri pappírinn því alveg góður möguleiki. Hvort og hvernig hann yrði svo settur á masonít, mdf eða plast væri svo aukavalmöguleiki.

Ástæðan fyrir þessari hugleiðingu er sú að núna vil ég auka gæðin aðeins. Þessvegna vil ég ekki hafa banding eða línur í prentinu og hafa þetta samskeytalaust. Litir þyrftu að vera nokkuð nærri lagi líka.

Er samt tilbúinn að skoða svarthvítt ef það hefur mikil áhrif á verðið Smile

Hefur einhver gert eða kannað svipað?
_________________
Operation XZ
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 26 Sep 2012 - 19:12:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta er nú lítið vandamál... einhverntíman séð strætó í umferðinni ?

fyrirtæki sem sjá um bílamerkingar geta prentað þetta fyrir þig, hvort sem er á pappír, sjálflímandi filmu eða hreinlega framkallað myndina beint á vegginn hjá þér...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 26 Sep 2012 - 19:53:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Merking á að geta prentað þetta fyrir þig á eitt blað myndi ég halda.

http://merking.is/index.php

Ég held reyndað að þú sleppir ekki ódýrt frá því...
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Zoli


Skráður þann: 13 Feb 2011
Innlegg: 618

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2012 - 21:01:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Prófaðu að tala við Nýprent á Sauðárkróki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
pall


Skráður þann: 20 Jan 2005
Innlegg: 679
Staðsetning: Selfoss
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2012 - 22:18:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hefurðu athugað með segldúk hjá Samskiptum?
_________________
Ljósmyndablogg: www.palljokull.com
Flickr: www.flickr.com/photos/palljokull
Zenfolio: www.palljokull.net
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Harry


Skráður þann: 25 Nóv 2008
Innlegg: 840
Staðsetning: Akureyri
Canon 5D
InnleggInnlegg: 27 Sep 2012 - 23:10:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Við höfum látið prenta fyrir okkur á segl 3x2 með ótrúlegum árangri. Strengdum það síðan á Tré ramma og heftuðum fast. Þetta stndur úti og heldur ótrúlega vel.
Því miður þá er ég ekki klár á því hver það var sem prentaði en það var gert fyrir sunnan.
_________________
Hörður Finnbogason Akureyringur og áhugaljósmyndari.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group