Sjá spjallþráð - Notkun á mynd :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Notkun á mynd
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
plammi


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 985

Nikon
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 14:29:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég hef mikla reynslu á sölu á myndum, seldi mínar fyrstu myndir fyrir um 24 árum. Þið eru aðeins að flækja málið með því að tala um atvinnuljósmyndara vs. áhugaljósmyndarar. Það kemur ekki þessu máli við.

Ég er t.d. ekki atvinnuljósmyndari og það vita það allir sem vilja vita og ég hef ekkert verið að fela það. - Ég hef selt myndir í alla hugsanlega bæklinga, tímarit, blöð, og meira að segja í Ríkissjonvarpið í yfir 15 ár. Einnig selt nokkuð margar myndir erlendis. - Aldrei er talað um lærður/ólærður. Myndin sjálf stendur fyrir sínu !

Auðvitað eiga allir að fá greitt fyrir að "lána" myndina sína í verkefni. En þú mátt alveg gefa þínar myndir Smile

Fáðu uppgefið nákvæmlega í hvað myndirnar eiga að fara. Skoðaðu verðskrána hjá Myndstef.is gefðu þeim t.d. einhvern afslátt og komdu með tillögu á verðið. Þeir hafa 3 möguleika: Hafna alfarið, samþykkja alfarið eða reyna að semja/prútta. Svo er bara að þitt að ákveða.

Gangi þér vel !
_________________
Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 14:34:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hilmarfridjonsson skrifaði:
Sæll KGS,
Nú skulum við ekki fara að deila um þetta atriði Smile því þessi þráður er stofnaður í öðrum tilgangi.

Iðnaðarlögin eru óljós í þessu samhengi, sbr: http://www.idnadarraduneyti.is/leyfisveitingar/uppl_um_leyfi/nr/1326

Ráðuneytið viðurkennir að þetta sé frumskógur og vísar m.a. í nokkra dóma (héraðsdóma og hæstarréttardóma) því til stuðnings (sjá neðarlega í viðkomandi tengli).

Ég skil áhyggjur lærðra ljósmyndara af stétt sinni og vil ég ekki gera það að aukaatriði í sjálfu sér. Það er bara ákveðin umræða út af fyrir sig og engan vegin léttvæg.

Það er ekki vilji minn í sjálfu sér að höggva í þá stétt enda á ég gott samstarf við þá ljósmyndara sem eru hér fyrir norðan. Ég styð þá heilshugar í þeirra vinnu og réttindabaráttu sem þeir sinna.

En það breytir því ekki að það hefur verið erfitt að finna leið fyrir venjulega áhugaljósmyndara að finna verð á ljósmyndir sem áhugi er að nota í viðskiptalegum tilgangi.
Oft er það eitthvert útgáfufyrirtæki sem vill nota myndina og hefur samband við ljósmyndarann, en ekki öfugt. Fyrirtækið verður að fá verðmiða á myndina til að hægt sé að bókfæra hana í bókhaldsgrunni þess, og þá oft með vsk. Það er því fyrirtækið sem er að spyra; hvað á að borga fyrir myndina.
Þetta er viss staðreynd og ég sé alveg núningsflötinn í málinu.
En þessi staða er að koma upp hvað eftir annað.

Í mestri vinsemd Smile
Hilmar Friðjónsson
áhugaljósmyndari og kennari

Ljósmyndun sem iðngrein fjallar um óteknar myndir, ekki þær sem búið er að taka.

Iðnaðarlögin eru því skýr í þessu samhengi…þau eiga alls ekki við ljósmyndina sem talað er hér um. Höfundalög eiga við.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
hilmarfridjonsson


Skráður þann: 12 Mar 2008
Innlegg: 20
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 14:55:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Pálmi, þú átt líklega lokasvarið Smile Þú þekkir þetta mjög vel og hefur mun meiri reynslu í þessu en við flest. Líklega lengri en sum okkar í aldri Smile

Frábærar myndir sem þú tekur sem hefðu getað farið framhjá manni. T.d. þær sem birst hafa í RÚV. Hreint magnaðar!

Annars gleðilega hátíð í dag öll sömul Smile
_________________
"Seize the day"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 17 Jún 2012 - 15:15:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hilmarfridjonsson skrifaði:
Pálmi, þú átt líklega lokasvarið Smile Þú þekkir þetta mjög vel og hefur mun meiri reynslu í þessu en við flest. Líklega lengri en sum okkar í aldri Smile

Frábærar myndir sem þú tekur sem hefðu getað farið framhjá manni. T.d. þær sem birst hafa í RÚV. Hreint magnaðar!

Annars gleðilega hátíð í dag öll sömul Smile
Gleðilega hátíð, ungi maður. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 19 Jún 2012 - 13:10:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

*klór í haus*
Hér er póstur sem ég fékk frá fyrirtæki...
Tilvitnun:
Við höfum mikinn áhuga á að nota Ljósmyndina þína sem þú sendir okkur í
markaðsefni fyrir ******. Það gæti verið birting í blöðum, á heimasíðum
og jafnvel öðrum miðlum. Við biðjum þig að staðfesta hvort þú sem eigandi
myndarinnar heimilir okkur að nota myndina án skilyrða, eða látir okkur vita
ef þú setur einhver skilyrði varðandi notkunina.


Ég sagði m.a.
Tilvitnun:
Ég hef svona þumalputtareglu, ef myndirnar eru notaðar í 'commercial' tilgangi, þá rukka ég annars er öllum heimild notkun.
Nú bara veit ég ekki hvort að þið eruð fyrirtæki/stofnun eða samtök.


Þetta er svolítið breitt notkunarsvið, og ég er ekki viss um hvort að þetta er non/for profit fyrirtæki. En hvað ætti ég að segja? Confused
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 19 Jún 2012 - 17:20:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Maður nokkur sótti um í hernum og komst inn eftir að hafa skrifað undir skilyrðislaust.
Fjögur ár af lífi hans fóru í það að þrífa klósett á flugmóðuskipi.

Þeir þurfa að gefa þér nákvæmar upplýsingar um notkun, upplag, tímabil og þessháttar.
Skilyrðislausa notkun má svosem semja um fyrir mjög háa upphæð.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group