Sjá spjallþráð - Næturmyndataka :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Næturmyndataka

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Sossa


Skráður þann: 09 Ágú 2006
Innlegg: 38

Canon EOS 450D
InnleggInnlegg: 04 Maí 2012 - 0:55:33    Efni innleggs: Næturmyndataka Svara með tilvísun

Góða kvöldið

Ég ætlaði að athuga hvort þið gætuð veitt mér smá aðstoð eða bent mér á góðar leiðbeiningagreinar eða þræði um næturmyndatöku?

Ég las einhvern tíma grein þar sem mig minnir að hafi verið sagt að það ætti að stilla á one shot, nota timer til að forðast hristing, hafa fókusinn manual stilltan á infinity og stilla svo shutter og ljósop eftir hentugleikum.

Ég er með 85mm f1,8 linsu og ætlaði að stilla á þetta infinity á linsunni minni en það var eins og fókusinn kæmist aldrei alveg á þann stað heldur rétt við ef þið skiljið hvað ég meina... svo fór ég út og tók mynd og sjóndeildarhringurinn var allur úr fókus og asnalegur...

Getið þið bent mér á hvað ég er að gera vitlaust eða einhverjar góðar greinar um svona myndatöku?

Með kveðju
Sigríður
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 04 Maí 2012 - 14:00:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Býrðu á Íslandi? Það er nefnilega smá skortur á myrkri núna, en þetta lagast eftir sumarið... Smile

Stillingar sem þú nefnir eru góðar. Þú ert eiginlega með þetta þegar Cool Varðandi ljósop, þá viltu sennilega stærsta ljósopið sem linsan býður upp á.

Varðandi Infinity. Prófaðu núna bara, að degi til. Fókusaðu á e-ð langt í burtu (fjöll...) og þá sérðu alveg á linsunni hvert hún fer með Infinity merkið. Vélin þín (ef þú ert með 450d) er með LiveView. Þú getur stilt á LiveView og fundið fókus við borgarljós í fjarska. Þetta er mjög niðugt.

Ein spurnig: þú ert að spá í landslags myndatöku... eða hvað? Linsan þín 85mm er ekki hentug fyrir landslag. Þá þartu breiða linsu, á bilinu 10mm - 24mm (sem mest og minnst) - þó að engar reglur séu til um þetta. Segðu mér að þú ert með þrífót...

Geggjaðar greinar um næturmyndatöku:
http://icelandaurora.com/blog/2009/11/27/night-photography-2-overcoming-the-darkness

Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sossa


Skráður þann: 09 Ágú 2006
Innlegg: 38

Canon EOS 450D
InnleggInnlegg: 05 Maí 2012 - 6:12:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Já ég er á Íslandi Smile getur kannski verið að þetta sé eitthvað af því að ég var að taka mynd af sólsetri en ekki bara myrkri? Mér fannst nefnilega að norðurljósamyndir sem ég var að prófa í vetur hefðu verið skýrari.

Ég var með 85mm linsuna því ég hélt ég þyrfti svo stórt ljósop en það er kannski betra að taka á meiri tíma í staðinn? Hún er náttúrulega mjög þröng. Það er þá bara kit linsan sem er í boði hjá mér innan þessa mm bils, hvernig virkar hún í svona?

Á ég þá að prófa infinity með auto focus kannski til að sjá hvert vélin fer með fócusinn?? Er með 450d Smile

Og já ég var með þrífót - fékk hann í jólagjöf, er lítið búin að nota hann en ógurlega ánægð með hann Smile

Takk fyrir að svara Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
annajonna


Skráður þann: 10 Ágú 2010
Innlegg: 37

Pentax K-5
InnleggInnlegg: 11 Jún 2012 - 13:06:01    Efni innleggs: Næturljósmyndun Svara með tilvísun

Ég datt inn á þennan áhugaverða þráð meðan ég var að leita að allt öðru. Svo ég leggi eitthvað til málanna langar mig að nefna The Nocturnes http://thenocturnes.com/about.html . Þau hafa verið mér fyrirmyndir að ýmsu leyti.
Hvað finnst ykkur t.d. um http://thenocturnes.com/gallery/mchugh.html

Bestu kveðjur, Anna.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 11 Jún 2012 - 14:02:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sossa skrifaði:
Það er þá bara kit linsan sem er í boði hjá mér innan þessa mm bils, hvernig virkar hún í svona?

Á ég þá að prófa infinity með auto focus kannski til að sjá hvert vélin fer með fócusinn?? Er með 450d Smile

Sæl ! Kitlinsan EF-S 18-55mm IS (ath, IS útgáfan!) er mjög fín linsa í þetta.

Já, það er ekki verra að prófa að sjá hvar infinity lendir þegar fókusað er t.d. á fjöll að degi til. Þá gætirðu merkt það á linsuna (kitlinsan sýnir þetta ekki - hún er ekki með þennan lítinn glugga utaná sem segir til um fjarlægð). En það eru aðrar aðferðir til að finna fókus í myrkri. Sem betur fer er 450d með LiveView. Lestu þessar greinar vel hjá honum Tony. Og bíddu bara eftir myrkri, hehehe...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group