| HPHelgason
| 
Skráður þann: 10 Feb 2008 Innlegg: 416 Staðsetning: Kópavogur Sony SLT A99
|
|
Innlegg: 16 Maí 2012 - 18:06:34 Efni innleggs: Timelapse |
|
|
http://www.flickr.com/photos/hphson/7209979686/
Fæ ekki videoið til að birtast hérna.
Uppsetning á sleðanum tók minna en 5 mínútur og hér er uppsetningin skotin sem Timelapse (raðmyndir), 100 rammar með 3 sek. bili. Sýningartími er 12 sek.
Ég mældi tímann fyrir 2 m. og reyndist hann vera ca. 40 min. Ég get jafnvel farið enn hægar og auðveldlega mun hraðar.
Svo það ætti að vera auðvelt að skjóta 500 allt að 1000 raðmyndum.
Ég er ekkert að finna upp hjólið hér, heldur að smíða eitt sjálfur og láta það virka.
Sleðinn er upphaflega grill sem ég gerði fyrir nokkrum árum fyrir lambaskrokka og það virkar ljómandi vel sem slíkt.
Transformers eru svo vinsælir í dag og þetta verkefni passar þeim flokki vel, og það tekur aðeins nokkrar mínútur að breyta sleðanum í grill og öfugt.
Hafi enginn betri þýðingu á "timelapse" sting ég upp á raðmynd eða raðmyndir.
Þrælskemmtileg verkefni með hæfilegum heilabrotum.
Vonandi finnur maður svo verðugt myndefni fyrir þetta fljótlega. _________________ Líklega er kúnstin sú að hafa réttu græjurnar og kunna að nota þær.
http://www.flickr.com/photos/hphson/ |
|