Sjá spjallþráð - canon 5d mark II- fókusspurning :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
canon 5d mark II- fókusspurning

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
gudbjorg36


Skráður þann: 19 Jún 2009
Innlegg: 72

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 11:42:28    Efni innleggs: canon 5d mark II- fókusspurning Svara með tilvísun

Sæl veriði, ég er í vandræðum með stillingar þegar kemur að fókus. Ég er að nota canon 5d mark II. Mig langar að vita hvaða metering mode þið eruð að nota og hvort þið notið einn fókuspunkt eða alservo. Ég er aðallega að lenda í vandræðum þegar ég tek myndir af nokkrum saman í stúdíó, finnst myndirnar ekki verða nægilega skarpar og oftar en ekki lendir einhver úr fókus. Ég er aðallega að nota 24-105 linsuna. Með von um svör..
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 12:16:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvaða ljósop ertu að nota?
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
raggos


Skráður þann: 01 Feb 2009
Innlegg: 605
Staðsetning: Kópavogur
....
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 12:19:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Metering mode er fyrir ljósmælinn í vélinni og hefur því ekkert að gera með fókus. Ég persónulega nota mismunandi metering mode eftir því hvað ég er að gera. Spot metering er þó oftast notað hjá mér.

Hvað fókus varðar þá nota held ég lang flestir hér miðjupunktinn til að fókusa en það er jafn mismunandi og linsuval. En almennt nota fæstir AI servo nema þeir séu að taka myndir af sporti eða hlutum á mikilli hreyfingu. Í öðrum tilfellum er notað One shot focus mode.

Ljósopið sem þú notar hefur líka mikið að segja varðandi hversu mikið af myndefninu er í fókus. Ef þú ert að taka myndir af mörgum þarf oft að nota ljósop f/11.0 til að fá alla í fókus en stundum dugir það ekki einu sinni.

Þegar ég tek stúdíómyndir af mörgum þá er ég yfirleitt að nota miðjupunktinn til að fókusa, nota one shot af mode og nota ljósop f/8-f/11. Ef ég nota stærra ljósp t.d. f/4 þá verð ég að vanda uppstillingu mun meira svo fólk sé saman í fókus.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
gudbjorg36


Skráður þann: 19 Jún 2009
Innlegg: 72

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 13:50:12    Efni innleggs: fókusvandræði Svara með tilvísun

Ég hef verið að nota ljósop frá f6,7-f11. En er frekar óörugg þegar kemur að því að nota einn fókuspunkt þegar það eru margir í stúdíóinu. Hvar á hann þá að lenda? takk fyrir svörin.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
raggos


Skráður þann: 01 Feb 2009
Innlegg: 605
Staðsetning: Kópavogur
....
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 14:18:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú fókusar með punktinum á það sem þú vilt að sé í fókus. Ef það eru margir sem þú ert að taka mynd af þá er stundum sniðugt að taka að spila með fókussviðið og fókusa á það sem er í miðjunni á fókussviðinu svo það sem er fyrir framan sé í fókus jafnt og það sem er fyrir aftan.
En almenna reglan er að fókusa á augu fólksins sem þú vilt að sé í fókus. Endurramma svo myndina eftir að fókusinn er festur.

En það er líka mikilvægt að þekkja myndavél og linsu með þessu samhengi því fókussviðið er misdjúpt eftir því hvort þú ert nálægt eða fjarri þeim sem þú ert að taka mynd af
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 30 Apr 2012 - 16:26:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er alveg óþreytandi í að benda á dýptarskerpureikninn Dofmaster, ef þú áttar þig á því út á hvað það gengur, þá er mikið unnið.

http://www.dofmaster.com/dofjs.html
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Ljósmyndatækni Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group