Sjá spjallþráð - Að breyta vél fyrir innrauða ljósmyndun :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Að breyta vél fyrir innrauða ljósmyndun

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Frisk


Skráður þann: 17 Jún 2008
Innlegg: 567
Staðsetning: Reykjavík
5D mark III
InnleggInnlegg: 22 Mar 2012 - 14:23:43    Efni innleggs: Að breyta vél fyrir innrauða ljósmyndun Svara með tilvísun

Ég stefni á að uppfæra úr 40D vélinni minni í "full-frame" vél og er að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera við gömlu vélina.

Jú, jú, ég gæti átt hana sem varavél, eða þá reynt að selja hana (en það er sennilega lítill markaður fyrir 4 ára gamlar vélar, þótt þær væru í boði á *mjög* góðu verði - mögulegum kaupendum er samt velkomið að hafa samband)

Það sem ég var hins vegar að velta fyrir mér er að breyta vélinni fyrir innrauða ljósmyndun - þ.e.a.s. í staðinn fyrir að taka svona myndir:Þá tæki hún svona myndir:Það eru ýmsir aðilar sem bjóða upp á þjónustu við að breyta vélum á þennan hátt, eða selja það sem til þarf, en nú spyr ég - eru einhverjir hér sem hafa reynslu af þessu ?
_________________
Flickr: http://www.flickr.com/photos/29986499@N07/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 22 Mar 2012 - 17:21:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er búin að kaupa infrared filter til að setja í staðinn fyrir hot mirror á minni elskuðu EOS 350d. Filterinn er á leiðinni, og hann kostaði 15.000 kr. Svo fer ég með filterinn + vélina til Beco, sem eru einu aðilar á öllu landi sem munu gera þetta (ísetning kemur til að kosta ca. 20 þús). Ath, Fótoval sagðist geta hugsanlega gert þetta með aðrar vélar en Canon.

Ég keypti low pass filterinn á eBay, en það er líka hægt að versla þetta beint. Hér er eBay linkurinn. Eða leita INFRARED LOW-PASS CCD FILTER.
http://www.ebay.com/itm/CANON-EOS-350D-IR-INFRARED-LOW-PASS-CCD-FILTER-/320480697669?pt=Camera_Filters&hash=item4a9e235d45

Fyrirtækið er: www.procamerarepair.com í San Diego, CA. Þeir geta auðvitað líka breytt vélinni fyrir þig (en ég nennti ekki að borga sendingarkostnaðinn fram + til baka)
Þú getur verslað filterinn beint frá þeim. Fyrirspurnir: info@procamerarepair.com

Ég keypti 840nm filter. Þar sem ein vinkona mun koma með filterinn að utan, fæ ég fyrst reynslu á þessu sennilega um miðjan maí. Ég er að deyja úr spennu !! Very Happy Very Happy Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dizus


Skráður þann: 30 Apr 2007
Innlegg: 161
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D700
InnleggInnlegg: 22 Mar 2012 - 22:33:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oo ég er svo skotin í innrauðum myndum!
Endilega leyfið okkur að fylgjast með framvindunni, er með eina gamla sem mig langar að breyta Smile
_________________
Flickr
Íþrótta-Flickr
thordisinga.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
A.Albert


Skráður þann: 01 Okt 2007
Innlegg: 1341
Staðsetning: Akureyri
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 22 Mar 2012 - 23:13:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

afhverju ekki frekar að eiga 40d sem varavél og finna 350d eða svoleiðis fyrir IR ljósmyndun .. þessi 40d selst eins og skot, enda topp vélar og alltaf markaður fyrir þeim ..
.. ja það er allavega mín skoðun að það sé sóun að "skemma" svona flotta vél fyrir IR föndur .. (þó það sé ógeðslega kúl föndur) ..
_________________
Flickr!
"If you're not yourself, who are you?"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group