Sjá spjallþráð - Hvaða skjá skal kaupa ... :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvaða skjá skal kaupa ...

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Lindaola


Skráður þann: 03 Jan 2010
Innlegg: 462
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 13:26:42    Efni innleggs: Hvaða skjá skal kaupa ... Svara með tilvísun

Mig vantar góðan myndvinnsluskjá.
Var að skoða umræðuþræði hér á LMK um þetta efni, en flestir eru orðnir nokkurra ára gamlir.

Nú er hægt að velja um LED og fleiri gerðir og mig vantar ábendingar um hvað er hentugast í myndvinnslu. Þarf samt að taka fram að verðið skiptir máli.

Hvað þarf að varast ? Hvaða fítusum er best að leita eftir ?

Með fyrirfram þökkum ... Linda
p.s. er jafnvel til í að kaupa góðan notaðan ef einhver á ...
_________________
http://www.flickr.com/photos/lindaola/
og
www.fluidr.com/photos/lindaola
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hugi


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 1271
Staðsetning: Reykjavík
Canon AE-1
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 14:05:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

LED lýsir baklýsingunni á skjánum og er eina baklýsing sem maður ætti að skoða í dag. Það er líka til CCFL baklýsing en hún er ekki jafn góð.

Það sem þú vilt raunverulega skoða er panelinn á skjánum. Hann segir til um það hversu nákvæmlega skjárinn sýnir liti. Panelar skiptast aðarlega í tvær tengundir, ódýra TN og dýra IPS.
TN hennta í tölvuleiki en IPS er eina vitið ef maður er að vinna við eitthvað sem krefst réttra lita.

Fyrir um það bil tvemur árum keypti ég mér nýjan Dell skjá sem var fyrirrennari þessara hérna skjás: https://advania.is/vefverslun/vara/?productid=3b2371ba-34ba-4422-8499-8339219cd7bb. Hann var svipaður honum að mestu leyti og mér líkaði ágætlega við hann.

Þegar ég flutti svo búferlum síðasta sumar lét ég skjáinn eftir til móður minnar til bráðabirgðar sem tók ástfóstri við hann og vildi ekki skila honum svo að ég varð að leyta mér að nýjum skjá. Fyrst ætlaði ég að kaupa eins skjá en þeir voru nýuppseldir og voru að bíða eftir þessari nýrri típu svo að ég fór að skoða aðra skjái.

Ég endaði á því að kaupa notaðann 23" Apple Cinama skjá frá 2008. Það eru án efa bestu kaup sem ég hef gert, hann er margfalt betri en Dell skjárinn sem ég var með áður. Mesti munurinn er að hann er með 1200 pixla á hæðina á móti 1080 og það munar gríðarlega miklu þegar maður er að vinna myndir sem eru taknar í portrait formi. Auk þess er hann með LED baklýsingu sem gerir birtuna miklu jafnari og fallegri. Ég keypti minn á 55 þús í alveg frábæru ásigkomulagi en það ætti að vera hægt að fá þá alveg niðrí 45þús á maclantic.com. Það er t.d. einn til sölu á 50 þús hérna. Þessir skjáir eru mattir sem er að mínu mati algert must í ljósmyndavinnslu. Á sínum tíma voru þetta vönduðustu og bestu skjáirnir án þess að maður færi yrir 200 þús.

Maður þarf bara að passa þegar maður er að kaupa svona notað að það séu engir dauðir pixlar og að baklýsingin virki rétt. Annars eru til þokkalega sambærilegir en samt ekki alveg jafn vandaðir Dell skjáir á 90 þús.

Svo skiptir líka mjög miklu máli, bæði þegar maður kaupir notað og nýtt að maður litaleiðrétti skjáinn með réttum græjum. Þú ættir að athuga með að fá þannig lánað eða að kaupa þannig saman í einhverjum hóp.
_________________
hugihlynsson.com - áhugaljósmyndari á ferð
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Lindaola


Skráður þann: 03 Jan 2010
Innlegg: 462
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 14:59:45    Efni innleggs: Tölvuskjáir ... Svara með tilvísun

Hugi !
Þúsund þakkir fyrir allar þessar upplýsingar ...
_________________
http://www.flickr.com/photos/lindaola/
og
www.fluidr.com/photos/lindaola
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 15:54:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugi skrifaði:
LE
Svo skiptir líka mjög miklu máli, bæði þegar maður kaupir notað og nýtt að maður litaleiðrétti skjáinn með réttum græjum. Þú ættir að athuga með að fá þannig lánað eða að kaupa þannig saman í einhverjum hóp.


Mig langar að notfæra mér þennan þráð hjá þér Linda.

Ég keipti mér skjá frá Philips, en hef lítið notað hann því mér finnst litirnir ekki skemmtilegir og hef ekki getað stillt hann eins og ég mundi vilja hafa hann.
Spurningin er: þarf maður einhverjar græjur til að stilla litinn og hvernig græja er það?
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
einhar


Skráður þann: 17 Ágú 2005
Innlegg: 5372
Staðsetning: Á milli Selkóps
Cnn
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 15:58:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

odda skrifaði:
Hugi skrifaði:
LE
Svo skiptir líka mjög miklu máli, bæði þegar maður kaupir notað og nýtt að maður litaleiðrétti skjáinn með réttum græjum. Þú ættir að athuga með að fá þannig lánað eða að kaupa þannig saman í einhverjum hóp.


Mig langar að notfæra mér þennan þráð hjá þér Linda.

Ég keipti mér skjá frá Philips, en hef lítið notað hann því mér finnst litirnir ekki skemmtilegir og hef ekki getað stillt hann eins og ég mundi vilja hafa hann.
Spurningin er: þarf maður einhverjar græjur til að stilla litinn og hvernig græja er það?


Þú getur fengið leigðan skjákvarða hjá Beco á 2.000 kr. á dag.

http://www.datacolor.eu/en/products/display-calibration/spyder4pro/index.html
_________________
Dagskot Rodors

Siððan wæs rodor áræred and ryne tungla, folde gefæstnad - Síðan var himinn settur upp svo og gangur tungls, jörð var sett föst
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
odda


Skráður þann: 24 Apr 2006
Innlegg: 496
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 700D
InnleggInnlegg: 22 Jan 2012 - 16:03:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú getur fengið leigðan skjákvarða hjá Beco á 2.000 kr. á dag.

http://www.datacolor.eu/en/products/display-calibration/spyder4pro/index.html[/quote]

Takk fyrir. En búandi á Akureyri er erfitt að notfæra sér Beco.
_________________
http://www.flickr.com/photos/49634027@N03/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Tölvur og skjáir Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group