Sjá spjallþráð - Námskeið - að mynda prjónaflíkur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Námskeið - að mynda prjónaflíkur

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
panski


Skráður þann: 09 Mar 2005
Innlegg: 33

Canon 40D
InnleggInnlegg: 06 Okt 2011 - 10:29:31    Efni innleggs: Námskeið - að mynda prjónaflíkur Svara með tilvísun

Námskeið sem er sérstaklega ætlað prjónurum (og ekki-prjónurum) sem vilja læra að taka fallegar myndir af prjónaflíkum með græjunum sem þeir hafa aðgang að.

Franklin Habit er ofurvinsæll ljósmyndari, prjónahönnuður, kennari, bloggari og prjónateiknimyndahöfundur - hann kemur nú til landsins sem gestakennari í ferðinni Knit to the Music sem Knitting Iceland stendur fyrir í kring um Iceland Airwaves hátíðina.

Þátttakendur koma með eigin myndavélar (þær þurfa alls ekki að vera flottar) og prjónaflíkur til að mynda. Kennd verða grunnatriði sem varða lýsingu, fókusdýpt og myndbyggingu og fjallað um algeng vandamál í ljósmyndun prjónaflíka s.s. að ná réttum lit, að ná að sýna lykkjumunstur og að mynda útprjón. Franklin sýnir líka hvernig búa má til gott ljós úr hlutum sem eru til á hverju heimili. Það þarf ekki rándýran búnað til að taka góðar myndir - hér verður áhersla á að ná sem bestum árangri með þeim búnaði sem þegar er til.

Engrar sérstakrar þekkingar á ljósmyndun er krafist.

Mætið með:
Myndavél (helst stafræna)
Bækling með myndavélinni (sé hann til)
Amk. 2 prjónaflíkur til að mynda
Glósubók og skriffæri

Skráningar: ragga@knittingiceland.is
Verð: 10500 kr.
ATH. fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 15

Nánari upplýsingar:

https://www.facebook.com/event.php?eid=144489855647382
_________________
"Everyone has a photographic memory, some just don't have film." - Dilbert

http://www.flickriver.com/photos/bergur/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 06 Okt 2011 - 13:04:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vantar ekki að taka fram hvar námskeiðið er haldið?
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
panski


Skráður þann: 09 Mar 2005
Innlegg: 33

Canon 40D
InnleggInnlegg: 06 Okt 2011 - 13:22:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta Sigurður.
kemur fram ef smellt er á linkinn. Hér eru annars nánari upplýsingar:

Knitting Iceland
Laugavegur 25, 3h // 3rd floor
Reykjavík, Iceland
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Nám Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group