Sjá spjallþráð - Ónafngreindar myndir í blöðum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Ónafngreindar myndir í blöðum

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Ljósmyndarinn


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 433
Staðsetning: Eskifjörður
Ég á nokkrar vélar
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 18:20:34    Efni innleggs: Ónafngreindar myndir í blöðum Svara með tilvísun

Ég lenti í því um daginn að sjö myndir í Morgunblaðinu voru notaðar sem ég átti, en engin af þeim var merkt mér. Svona var atburðarrásin.

Ég var að vinna sem sjálfboðaliði á Unglingalandsmótinu um helgina. Þar kom upp að mér maður á sunnudeginum og spurði mig að því hvort ég væri að mynda fyrir landsmótið. Ég sagðist gera það, og hann sagðist þá vera að vinna hjá UMFÍ. Hann spurði mig svo hvort að hann gæti ekki fengið myndir hjá mér af íþróttagreinum á landsmótinu til þess að birta með grein sem hann var að skrifa sem átti að fara í Morgunblaðið á þriðjudaginn, sem þær gerðu síðan.

Hann hringdi í mig tvisvar á þessum tíma, s.s. frá sunnudegi til þriðjudags, til þess að biðja mig um myndir og láta mig vita af einhverju deadline sem ég þyrfti að vera búinn að skila fyrir. Hann hét mér því einu sinni, ef ekki tvisvar að myndirnar yrðu nafngreindar í blaðinu, og merktar mér. Það yrði þar af leiðandi ágætis auglýsing fyrir mig. Ég var sáttur með það og fór að vinna myndirnar.

Hann vildi fá þær fyrir sunnudagskvöldið. Ég sá ekki fram á það að vera búinn að velja, og vinna þær fyrir kvöldið þannig ég ákvað að sleppa lokakvöldinu þarna á Neistafluginu til þess að skila mínu af mér, því ég var að sjálfsögðu beðinn um það. Ég hugsaði með mér að það væri svosem allt í lagi, því að myndirnar mínar myndu koma í blaðinu og yrðu nafngreindar.

Síðan á þriðjudaginn, þegar blaðið var komið, rauk ég út í búð til þess að tryggja mér eintak. Ég opnaði blaðið fullur eftirvæntingar og fletti í flýti á íþróttasíðurnar. Þar rakst ég á fréttina, og myndirnar mínar. Ég skimaði eftir nafninu mínu út um alla blaðsíðuna, en ég fann bara merkingar UMFÍ. Myndirnar höfðu því allar verið merktar UMFÍ. Hann átti eina mynd í greininni, en ég átti hinar sex. Svo hafði ein af þessum sex verið notuð aftur fremst á íþróttasíðunum.

Mín spurning er. Get ég krafist einhvers af manninum, eða Morgunblaðinu fyrir það að mínar myndir voru ekki merktar mér, heldur UMFÍ?
Ætli hann geti sagt það að ég hafi verið sjálfboðaliði á Landsmótinu og þar af leiðandi á ég engan rétt gagnvart þessu?
_________________
http://www.flickr.com/photos/gardar94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
superarimar


Skráður þann: 27 Apr 2007
Innlegg: 652

Fuji x100
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 18:25:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég get því miður ekki svarað því sem þú ert að spyrja um því ég hef enga þekkingu á því...

En það sem mig langar að segja samt sem áður er . . . djöfulsins leiðindi í kauða Smile
_________________
/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 18:32:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

úff, þetta verður æ algengara. Maður hefur rekist á myndir sem eru merktar internetinu!
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 18:37:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er eðlilegast að setja sig í samband við Morgunblaðið segja þeim að myndir frá þér hafi verið notaðar án leyfis (enda var leyfið gegn birtingu á nafninu þínu við myndirnar) og spyrja þá hvort þeir hafi greitt fyrir greinina/myndirnar einhverja peninga og þá helst hversu mikið og hverjum.

Ef UMFÍ skaffaði þetta efni frítt til Morgunblaðsins þá greiddu þeir pennanum sjálfsagt fyrir bæði grein og myndir enda maðurinn varla sjálfboðaliði. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 18:55:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Það er eðlilegast að setja sig í samband við Morgunblaðið segja þeim að myndir frá þér hafi verið notaðar án leyfis (enda var leyfið gegn birtingu á nafninu þínu við myndirnar) og spyrja þá hvort þeir hafi greitt fyrir greinina/myndirnar einhverja peninga og þá helst hversu mikið og hverjum.

Ef UMFÍ skaffaði þetta efni frítt til Morgunblaðsins þá greiddu þeir pennanum sjálfsagt fyrir bæði grein og myndir enda maðurinn varla sjálfboðaliði. SmileOg hverjar eru líkurnar á því að Mogginn gefi þessar upplýsingar upp?
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 19:38:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

tomz skrifaði:
kgs skrifaði:
Það er eðlilegast að setja sig í samband við Morgunblaðið segja þeim að myndir frá þér hafi verið notaðar án leyfis (enda var leyfið gegn birtingu á nafninu þínu við myndirnar) og spyrja þá hvort þeir hafi greitt fyrir greinina/myndirnar einhverja peninga og þá helst hversu mikið og hverjum.

Ef UMFÍ skaffaði þetta efni frítt til Morgunblaðsins þá greiddu þeir pennanum sjálfsagt fyrir bæði grein og myndir enda maðurinn varla sjálfboðaliði. SmileOg hverjar eru líkurnar á því að Mogginn gefi þessar upplýsingar upp?
Litlar. Kannski sterkast að senda inn kröfu fyrir afnotunum og sjá hvað kemur út úr því.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 19:49:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hvað með að setja sig bara í samband við umræddann mann. Þú samdir við hann, ekki morgunblaðið. Nú stendur hann ekki við gerðan samning (sama hvort það er hans handvömm eða mbl).

Rukkaðu hann bara gagnvart myndstefs gjaldskránni þar sem hann stóð ekki við gerða samninga gagnvart þér. Það er svo hans að áframrukka blaðið ef þetta var þeirra sök...


Þannig myndi ég líta á málið, það er, ef ég ætlaði mér að fara með þetta eitthvað lengra.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 21:30:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er nákvæmlega sú virðing sem ljósmyndurum eru sýnd í dag.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Ljósmyndarinn


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 433
Staðsetning: Eskifjörður
Ég á nokkrar vélar
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 22:24:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Hvað með að setja sig bara í samband við umræddann mann. Þú samdir við hann, ekki morgunblaðið. Nú stendur hann ekki við gerðan samning (sama hvort það er hans handvömm eða mbl).

Rukkaðu hann bara gagnvart myndstefs gjaldskránni þar sem hann stóð ekki við gerða samninga gagnvart þér. Það er svo hans að áframrukka blaðið ef þetta var þeirra sök...


Þannig myndi ég líta á málið, það er, ef ég ætlaði mér að fara með þetta eitthvað lengra.


Já, ég sendi honum email í gær eftir að ég var búinn að sjá þetta, og hann hefur ekki haft fyrir því að svara. Þannig ég ákvað að spyrja hér á meðan að ég bíð eftir svarinu.
Eitthvað segir mér samt að hann forðist það að svara ..

Ég var að skoða gjaldskrána hjá myndstef, og ef ég myndi taka allar myndirnar saman á eina síðu, myndu þær covera ca 80% af síðunni. Miðað við myndstef ætti ég þá að rukka 45.571 krónu?

Hvað meinarðu með það ef að þú myndir fara með þetta lengra, finnst þér þetta vera óþarfa bras í mér að standa í þessu? Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/gardar94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 22:35:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég sé reyndar núna að þessi gjaldskrá er margfalt hærri en það sem dagblöð myndu borga haha.

En jaaa, spurning bara hvernig fólk tæklar svona mál. Sumir berjast fyrir öllu sínu, á meðan aðrir brosa bara og bíða eftir næsta tækifæri sem vonandi er bara fyrir handan þröskuldinn.

En hikstalaust að tuða allavega Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Ljósmyndarinn


Skráður þann: 09 Feb 2008
Innlegg: 433
Staðsetning: Eskifjörður
Ég á nokkrar vélar
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 22:48:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Ég sé reyndar núna að þessi gjaldskrá er margfalt hærri en það sem dagblöð myndu borga haha.

En jaaa, spurning bara hvernig fólk tæklar svona mál. Sumir berjast fyrir öllu sínu, á meðan aðrir brosa bara og bíða eftir næsta tækifæri sem vonandi er bara fyrir handan þröskuldinn.

En hikstalaust að tuða allavega Wink


Já mér leist ekkert á þessa gjaldskrá, þetta var eitthvað sem maður vildi aldrei lenda í ef maður væri sjálfur að gefa út svona blöð.

En maðurinn hringdi áðan, og bauð mér aldeilis maklegar sárabætur, þannig ég get ekki verið sáttari.

Tuðið skilaði allaveganna einverju, þótt ég gerði ekki mikið af því. Very Happy
_________________
http://www.flickr.com/photos/gardar94
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 03 Ágú 2011 - 22:57:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Geggjað, plús á þig fyrir að standa á þínu og á hann fyrir að bregðast við því!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Gúrúinn


Skráður þann: 02 Júl 2007
Innlegg: 280
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 70D
InnleggInnlegg: 04 Ágú 2011 - 6:59:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég myndi tala við Morgunblaðið. Ef myndirnar fara í myndabankann þeirra þá verða þær kannski notaðar seinna án þess að þeir viti hver tók þær. Amk láttu þá fá þær upplýsingar.
_________________
Flickr
500px.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group