Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| skipio
| 
Skráður þann: 14 Des 2004 Innlegg: 4972
Ricoh GRD
|
|
Innlegg: 21 Apr 2005 - 22:35:33 Efni innleggs: Myndir á spjalli - leiðbeiningar |
|
|
Eitt það algengasta sem fólk virðist lenda í veseni með er hvernig setja skuli myndir á spjallið hér á ljosmyndakeppni.is.
Slíkt er í raun þræleinfalt - það helsta sem ber að athuga er að myndir sem viljum setja á spjallið þurfa að vera þegar staðsettar á vefþjóni á netinu (nánar að því síðar hvernig við komum mynd á vefþjón).
Í stuttu máli berum við okkur svona að við að pósta myndum á spjallið:
1. Þegar við sendum inn nýjan póst á spjallið höfum við nokkra hnappa fyrir ofan textaboxið sem við skrifum sjálfan póstinn í. Einn af þessum hnöppum heitir Img.
2. Til að setja inn mynd smellum við einfaldlega á Img hnappinn einu sinni.
Við það að smella á hnappinn breytist hann í Img* og textinn [img] kemur aftast í textasvæðinu. Slóðina að myndinni okkar getum við svo skrifað beint fyrir aftan [img] í textasvæðinu líkt og er á myndinni hér að neðan.
4. Þegar við höfum slegið inn slóðina að myndinni smellum við svo aftur á Img* hnappinn og bætist þá textinn [/img] við aftast í textanum og Img hnappurinn breytist aftur til fyrra horfs.
Við sjáum að útkoman er semsagt þannig að til að mynd birtist á spjallinu þarf að vera [img] og [/img] utan um slóðina að myndinni.
(Það má líka minnast á að það er þessvegna hægt að slá inn [img] sjálfur í stað þess að nota Img-hnappinn.)
Eins og fyrr segir þurfa myndir að vera þegar til staðar á vefþjóni til að hægt sé að pósta þeim á spjallið. Til að komast að því hver er slóðin að mynd á vefsíðu er hægt að smella með hægri hnappnum á myndina í vefráparanum og smella á Properties. Þá fáum við upp glugga eins og að neðan:
Hér er best að velja með músinni slóðina sem stendur fyrir aftan Address, smella á valda textann með hægri músarhnappum og velja Copy. Hægt er að framkalla textann annars staðar með því að hægrismella á textasvæði og smella á Paste. (Þ.e.a.s. við myndum gera Paste fyrir aftan [img] þegar við erum að setja skilaboð á spjallið.)
ATH: Til þess að hægt sé að pósta myndum á spjallið þarf slóðin að þeim að enda á .jpg, .jpeg, .gif eða .png. Ef slóðin endar ekki á þessum viðskeytum birtist myndin ekki á spjallinu.
Aðal vesenið sem margir eiga við að etja er hvar hægt er að geyma sjálfar myndirnar á vefnum. Hér eru nokkrar tillögur:
- Margar netveitur bjóða upp á vistun fyrir þá sem hafa netáskrift hjá þeim. Þetta er til dæmis í boði fyrir áskrifendur hjá Símanum og Og Vodafone. Venjulega þarf að hafa samband við netveituna til að virkja vefsvæðið.
- Hægt er að fá ókeypis vistun á ljósmyndum á fjölmörgum stöðum á netinu. Margir fá sér til dæmis aðgang á nulleinn.is en þar er hægt að halda úti nk. dagbók og geyma myndir í henni sem aftur er hægt að vísa í úr spjallinu. Á photo.net er einnig boðið upp á vista nokkrar myndir á án endurgjalds og loks má minnast á albumtown.com sem eitt af fjölmörgum ókeypis vefalbúmum.
Eflaust munu einhverjir minnast á fleiri ókeypis vefalbúm hér að neðan. Það ber hinsvegar að hafa sérstaklega í huga að til að hægt sé að birta myndir hér á spjallinu verða myndirnar í albúminu að enda á .jpg, .jpeg o.s.frv og eins verður að vera opið fyrir að hægt sé að vísa á myndina utanfrá. Þetta er því miður ekki þannig hjá ýmsum aðilum, t.d. Yahoo.
- Nokkur fyrirtæki bjóða einnig upp á hýsingu á vefalbúmum gegn vægu gjaldi. Þarna er maður oft að fá meira geymslurými, fleiri möguleika, þægilegra viðmót (t.d. hægt að setja inn margar myndir í einu með zip skrá) og svo aukið öryggi (ólíklegra að fyrirtækið fari á hausinn eða eyði myndum úr albúmum). Tveir vinsælir staðir eru pbase (ársáskrift kostar $23) og smugsmug (árið á $29,95). Hægt er fá „trial“-áskrift í stuttan tíma hjá báðum þessum fyrirtækjum. dpchallenge býður líka upp á þann möguleika að vista albúm en ársáskrift hjá þeim kostar $25 fyrir árið.
Hlekkjaðar myndir:
Einnig er hægt að láta mynd vísa sem hlekk á aðra vefsíðu á Netinu. Það er gert á eftirfarandi hátt: Kóði: | [url=http://www.mittLen.is][img]http://www.mittLen.is/myndin.jpg[/img][/url] | Sumir notfæra sér þetta þannig að þeir pósta lítilli thumbnail mynd á spjallið sem vísar svo aftur á þá stóru. Til að það sé hægt þarf litla útgáfan af myndinni auðvitað fyrst að vera til staðar. Hér er dæmi um slíkt.
Kóði: | [url=http://www.andri.org/stormynd.jpg][img]http://www.andri.org/litilmynd.jpg[/img][/url] | Afraksturinn er þá þessi:
Einhverjar spurningar? _________________ „Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Huntress
| 
Skráður þann: 03 Júl 2007 Innlegg: 41 Staðsetning: Ísland Sony A100
|
|
Innlegg: 03 Júl 2007 - 15:51:13 Efni innleggs: |
|
|
Já ein spurning.
Hvar finnur maður urlið í Makkanum?
 _________________ Sony Alpha 100.
18mm-70mm, 75mm-300mm
http://www.flickr.com/photos/mammadreki/
An ye harm none, do what ye wilt. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| hkvam
| 
Skráður þann: 05 Jan 2005 Innlegg: 4287 Staðsetning: Svalbarðsströnd Canon EOS 5D
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| HjaltiVignis
| 
Skráður þann: 09 Ágú 2007 Innlegg: 1515
Canon EOS-1Ds Mark II
|
|
Innlegg: 22 Ágú 2007 - 21:10:42 Efni innleggs: |
|
|
Það má kannski líka bæta við að ef slóðin er svert með því að draga músina yfir hana, þá er nóg að ýta bara einu sinni á Img takkan  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| sje Stjórn | 
Skráður þann: 04 Sep 2004 Innlegg: 14460
Canon 5D Mark II
|
|
Innlegg: 17 Feb 2009 - 22:35:19 Efni innleggs: |
|
|
Við þetta má bæta að hægt er að vísa í myndina með html kóða
Kóði: | <a href="Slóðin á myndina"> |
Virkar oft þegar hitt klikkar. _________________ Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| garrinn
| 
Skráður þann: 06 Jan 2008 Innlegg: 3619 Staðsetning: Akureyri Canon EOS 5D
|
|
Innlegg: 17 Feb 2009 - 23:14:33 Efni innleggs: |
|
|
sje skrifaði: | Við þetta má bæta að hægt er að vísi í myndina með html kóða
Kóði: | <a href="Slóðin á myndina"> |
Virkar oft þegar hitt klikkar. |
Og ekki gleyma að loka skipuninni með
Kóði: | <a href="Slóðin á myndina"> </a> |
_________________ Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| bolti2
|
Skráður þann: 09 Jan 2010 Innlegg: 8
Canon EOS 1000D
|
|
Innlegg: 11 Jan 2010 - 18:55:14 Efni innleggs: |
|
|
það virkar aldrei hjá mér, er ekki hægt að setja myndir frá flickr ? |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Saxi
|
Skráður þann: 01 Júl 2009 Innlegg: 167
|
|
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| kristín guðmunds
| 
Skráður þann: 01 Jan 2009 Innlegg: 2
Canon Ixus 860 IS & Canon EOS 350D
|
|
Innlegg: 02 Ágú 2011 - 23:24:29 Efni innleggs: :) |
|
|
sorry varð bara að prufa hvort þetta virkaði og það gerði það
takk fyrir góðar leiðbeiningar! |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|