Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði |
Höfundur |
Skilaboð |
| Árni Tr
|
Skráður þann: 24 Ágú 2006 Innlegg: 2037
Það sem hendi er næst
|
|
Innlegg: 19 Sep 2007 - 18:19:52 Efni innleggs: |
|
|
Ef þið eruð með þunga linsu, ekki á þrífæti en viljið hámarks stöðugleika.
Nú nýlega rakst ég á í eh. blaði aðferð til að halda á myndavél með þungri linsu. Haldið henni á venjulegan hátt með hægri hendi en látið linsuna hvíla á olnboga vinstri handar. Haldið svo vinstri hendi um hægri upphandlegg.
Með þessari aðferð verður linsan mun stöðugri og titringur verður mun minni.
Ég reyndi þessa aðferð fullur tortryggni í sumar, en viti menn, þetta svínvirkaði. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| DIN
| 
Skráður þann: 26 Júl 2006 Innlegg: 2627 Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron... Leica M10
|
|
Innlegg: 19 Sep 2007 - 19:04:33 Efni innleggs: |
|
|
Önnur varíasjón af þessu sem ég nota gjarna er að láta vinstri olnbogann hvíla á velmegunarístrunni og halda svo með vinstri hendinni undir linsuna. Þetta er ótrúlega stabíl uppsetning.
Annað sem ég vil nefna og hefur verið margnefnt er að tékka á ISO um leið og þið kveikið, og að taka alltaf amk eina histogram mynd til að skanna aðstæðurnar áður en farið er að fást við meistaraverkið sjálft.
Þetta er góður þráður. _________________ Myndirnar hans DIN
Gæðavottaður skv. ISO6400
Tek að mér öll stærri verk, hef yfir að ráða mjög fullkominni 3.1MP myndvél með sjálfvirkri ljósstýringu. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oae
| 
Skráður þann: 14 Jún 2005 Innlegg: 268 Staðsetning: Hafnarfjörður Canon
|
|
Innlegg: 19 Sep 2007 - 21:06:51 Efni innleggs: Góð ráð... |
|
|
Kunna/skilja DOF (dept of field - dýptarskerpa) og hvernig hún er á mismunandi brennivíddum getur jafnvel verið gott að búa sér til DOF spjald fyrir þær brennivíddir sem maður er að nota en það er hægt að fá frí forrit á netinu til að búa til svoleiðis.
Ekki stækka bara ljósopið til að fá meiri hraða og komast undan því að nota þrífót, stærra ljósop = minni dýptarskerpa
Skilja hvernig X brennivídd virkar á mismunandi formötum (filmu/sensor stærðum) (sem dæmi 85mm aðdráttarlinsa er alltaf 85mm aðdráttarlinsa sama hvort hún er á vél með crop factor, 35mm vél eða mediumformat vél)
Skilja síðan við náttúruna eins og þú komst að henni!
Kv.
Óskar Andri |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Ibsen
| 
Skráður þann: 18 Maí 2007 Innlegg: 49 Staðsetning: Hafnafjörður Nikon D70
|
|
Innlegg: 02 Okt 2007 - 0:13:16 Efni innleggs: |
|
|
Ef þú ert nýfæddur ljósmyndari (eins og ég) farðu á YouTube og skrifaðu inn leitarorð eins og Photoshop, eða how to take a great photo Rambar inná endalaus hjálpleg video (reyndar mishjálpleg). Google er líka gott hjálpartæki.
Farðu inná ljósmyndasíður eins og þessa og lestu þræði nákvæmlega eins og þennan, skrifaðu niður stikkorð á því sem þér finnst vera gagnlegt í litla bók og geymdu hjá myndavélinni, getur hjálpað þér mikið. Ekki hika við að biðja um hjálp, flestir reyna að hjálpa þér.
Ef þú notar Photoshop, fiktaðu og lærðu á Curves, Shadow/Highlight og Hue/Saturation (allavega til að byrja )
Og síðast en ekki síst, ekki gefast upp! Jafnvel þó svo að illa gangi í smá tíma, myndirnar líti ekki eins út og hjá þeim allrabestu og þér finnist þú ekkert góð/ur, enginn fæðist með alla þá kunnáttu sem þarf til að vera frábær ljósmyndari.
ps. Já gleymdi því alveg, reyndu að hafa myndavélina alltaf með þér, (þegar hægt er) er með nokkur bitför í handarbakinu eftir að hafa bitið fast þegar vélin var heima... en frábært myndefni til staðar.
pps. Veit að þetta er ekki 1 ráð  |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| plammi
| 
Skráður þann: 05 Jan 2005 Innlegg: 985
Nikon
|
|
Innlegg: 02 Okt 2007 - 0:54:30 Efni innleggs: |
|
|
Smá ráð:
Þegar þú ætlar að mynda eitthvað mótíf þá skaltu gefa þér góðan tíma til að spá í það frá hvaða sjónarhorni þú tekur myndina. Innrömmun mynda (í tökunni sjálfri) skiptir verulega máli.
Farðu nógu nálægt myndefninu (þó ekki of nálægt)
Birta / skuggar skipta miklu máli.
Afstaða sólar: Ef þú tekur mynd í sömu átt og sólin fellur þá er hættt við því að myndin verði frekar flöt.
það eru auðvitað til fullt að góðum ráðum.... _________________ Ljósmyndanámskeið - Lightroom námskeið
www.ljosmyndari.is
www.fjarnamskeid.is
www.imageree.com/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Micaya
| 
Skráður þann: 17 Des 2009 Innlegg: 5015
|
|
Innlegg: 03 Jún 2010 - 23:54:21 Efni innleggs: |
|
|
Vá, þessi þráður er FRÁBÆR !! Ég er búin að lesa allt, og þetta er meiriháttar, af hverju hef ég ekki séð þetta áður?
Einhver talaði um að skrifa sína eigin ljósmyndabók - þetta geri ég, og mér finnst dýrmætt að eiga svoleiðis. Ég skrifa ráð, punkta, tilvisanir, netsíður, hugmyndir...
Eitt ráð frá mér: TAKTU "BEAN BAG" MEÐ Í FERÐIR eða önnur tækifæri.
Ég keypti mér smá púða í Tiger, það eru hvítar litlar kúlur í (eins og í böngsum). Þetta hefur bjargað svo mörgu!! Stundum er það ekki hægt að nota þrífót (t.d. í Grjótagjá nálægt Mývatni) en "bean bag" bjargaði deginum. Og svo kemur hann sér vel fyrir sem venjulegur púði í bílnum... |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| jongud
| 
Skráður þann: 20 Jan 2007 Innlegg: 687
Nikon D300
|
|
Innlegg: 04 Jún 2010 - 9:22:03 Efni innleggs: Fókus |
|
|
Við vorum að ræða um íþróttaljósmyndir á Babalú um daginn.
Eitthvað var verið að ræða um hvað það er erfitt fyrir vélar að fókusa innanhúss á íþróttamótum.
Hvernig haldið þið að það hafi verið áður en sjálfvirkur fókus var í almennri notkun?
Ráðið er þetta. Reynið að sjá fyrir hvar einhver hlutur kemur til með að gerast.
Því betur sem þið þekkið einhverja íþróttagrein því betra.
Hástökk; fókusið á miðja slána og bíðið eftir stökkvaranum.
Langstökk: sáraeinfalt, flestar myndir (og bestar) teknar þvert á stökkstefnuna og fókusið á planið.
Kastgreinar; fókusið á "sleppipunktinn"
Handbolti; stillið fókusin ca. á línuna eða aðeins aftanvið. _________________ Bakið ykkur ekki reiði guðanna
http://www.flickr.com/photos/rustarotta
http://picasaweb.google.com/jong204 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| oskar
| 
Skráður þann: 25 Nóv 2004 Innlegg: 9607
Canon 5D Mark III
|
|
Innlegg: 18 Okt 2010 - 20:10:41 Efni innleggs: |
|
|
Þrífa vel skjáinn sinn áður en farið er í klóneríngar eða sensor hreinsanir ... |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Regnbogastelpa
| 
Skráður þann: 27 Sep 2009 Innlegg: 766 Staðsetning: Undir regnboganum ;P Canon 30D
|
|
Innlegg: 24 Jún 2011 - 14:17:33 Efni innleggs: |
|
|
Þessi þráður er algjör snilld og mig langar að bæta við hann að ljósmyndarar mega ekki hræðast að vera asnalegir. Ef þú þorir að leggjast niður, príla upp á næsta stól, pikka aðeins í ókunnugu konuna o.s.frv. ertu mun líklegri til að ná áhugaverðri mynd.
Svo er klassískt og gott ráð að fara nær myndefninu... láta ekki hálfan rammann vera "vannýttan" (sem er auðvitað smekksatriði eins og allt annað í þessu).
Ding
 _________________ http://www.flickr.com/_rainbowgirl |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Zoli
| 
Skráður þann: 13 Feb 2011 Innlegg: 618
Canon EOS 400D
|
|
Innlegg: 24 Jún 2011 - 15:57:43 Efni innleggs: |
|
|
Micaya skrifaði: | Vá, þessi þráður er FRÁBÆR !! Ég er búin að lesa allt, og þetta er meiriháttar, af hverju hef ég ekki séð þetta áður?
Einhver talaði um að skrifa sína eigin ljósmyndabók - þetta geri ég, og mér finnst dýrmætt að eiga svoleiðis. Ég skrifa ráð, punkta, tilvisanir, netsíður, hugmyndir...
Eitt ráð frá mér: TAKTU "BEAN BAG" MEÐ Í FERÐIR eða önnur tækifæri.
Ég keypti mér smá púða í Tiger, það eru hvítar litlar kúlur í (eins og í böngsum). Þetta hefur bjargað svo mörgu!! Stundum er það ekki hægt að nota þrífót (t.d. í Grjótagjá nálægt Mývatni) en "bean bag" bjargaði deginum. Og svo kemur hann sér vel fyrir sem venjulegur púði í bílnum... |
Ég punkta líka svona hjá mér og er búin að setja alla þá linka sem að þú hefur verið að setja inn með alls konar ráðum og annað í favorite hjá mér.
En já þetta með bean bag er snilldarráð |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Doddi
| 
Skráður þann: 06 Apr 2005 Innlegg: 1237 Staðsetning: Kársnes AGFA Silette - L Prontor 125 Agnar
|
|
Innlegg: 24 Jún 2011 - 23:22:51 Efni innleggs: |
|
|
Lesa þennan þráð hvað eftir annað og fara eftir því sem sagt er.
Gaman að sjá alla gamlingjanna þarna sem hættir eru að kema hér inn. _________________ betur sjá augu en eyru
http://www.flickr.com/photos/30529007@N06/ |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Jonstef
|
Skráður þann: 04 Feb 2011 Innlegg: 176
|
|
Innlegg: 25 Jún 2011 - 2:08:16 Efni innleggs: |
|
|
Ekki taka matarmyndir svangur.Þó það geti verið í lagi að cropa myndir er verra mál að cropa viðfangsefnið. |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| Zoli
| 
Skráður þann: 13 Feb 2011 Innlegg: 618
Canon EOS 400D
|
|
Innlegg: 25 Jún 2011 - 10:50:11 Efni innleggs: |
|
|
Jonstef skrifaði: | Ekki taka matarmyndir svangur.Þó það geti verið í lagi að cropa myndir er verra mál að cropa viðfangsefnið. |
haha góður punktur |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
| dvergur
| 
Skráður þann: 27 Ágú 2007 Innlegg: 3284
|
|
Innlegg: 28 Jún 2011 - 19:36:05 Efni innleggs: |
|
|
stjaniloga skrifaði: | Ansel Adams og fleiri hafa marg sagt frá því að áður en þeir smelltu af, jafnvel áður en þeir stilltu upp myndavélinni sáu þeir fyrir sér loka útkomuna.
Þetta þýðir að þú horfir á viðfangsefnið, ákveður sjónarhorn og lýsingu, smellir af og vinnur svo að því að ná fram í myrkraherbergi/photoshop loka útkomunni sem þú sást í höfði þér.
Að vinna samkvæmt þessu leiðir sjálfkrafa af sér að menn taka færri myndir. Hvort þær verða svo betri er annað mál.
Hin leiðin og þá sérstaklega þegar maður er að byrja að mynda er að mynda mikið. Beina linsunni að öllu mögulegu og stúdera það. Síðan þarf að setjast yfir myndirnar með krítískum augum og velja úr það sem manni þykir flott. Gott er svo að skoða það sem manni þykir ekki flott og spá í hvers vegna það sé. Hvað vantar til að þær myndir séu líka flottar. Þannig getur maður mikið lært. |
Nauhhh... innlegg sem Stjáni eyddi ekki. _________________
 |
|
Til baka efst á síðu |
|
 |
|