Sjá spjallþráð - Mynd úr gleði II keppninn :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Mynd úr gleði II keppninn

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
maddi


Skráður þann: 13 Feb 2006
Innlegg: 1617
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 13:45:49    Efni innleggs: Mynd úr gleði II keppninn Svara með tilvísun

hæ.

Ég var með þessa mynd í Gleði II keppninni, og fékk mjög lélega einkun, margir gáfu 2 ,3 og 4 finnst mér.

Nú spyr ég þá, - Hvað gerir þessa mynd svona misheppnaða?, - mig langar að vita hvað veldur svo maður geti gert betur næst.

http://www.ljosmyndakeppni.is/resultimage.php?imageid=23615&challengeid=602

Finnst ykkur hún ekki ná þemanu?, eru einhverjir stórir gallar eða óeðlileg myndbygging , - hvað erþað sem ekki er að heppnast.

ég er ný byrjaður að taka svona myndir með heimastúdíinu og vill endilega læra af mistökum og fá ábendingar.

kv
Maddi
_________________
http://www.maddinn.net - Canon 5D Mark II, - Linsur frá 14-200mm og alskonar
Flickerí flikkið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 13:53:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæll Maddi

Það fyrsta sem ég myndi benda á er að þessi mynd er ekkert að dansa með þemanu. Vissulega er fólk þarna brosandi. En þegar ég horfi á þessa mynd og reyni að sjá hvað hún túlki, þá kemur gleði svosem ekki beint upp í kollinum.

Hún er líka bara frekar óspennandi. Portrait mynd af þremur einstaklingum og grár bakgrunnur. Það vantar eitthvað til að gera hana spennandi og skemmtilega.

Nú af því þú ert að spyrja, þá held ég áfram, þó ég vilji alls ekki hljóma leiðinlegur...

Lýsingin er heldur ekkert skemmtileg, hún er allavega ekki að bæta neinu við myndina, til að réttlæta leiðinlegann stúdíóbakgrunninn... Svarta peysan lokast algjörlega og verður 100% svört og myndin er eilítið undirlýst.

Myndbyggingin er stórskrítin. Þú ert með þrjá einstaklinga sem allir eru bara að sinna sínu. Það er ekkert sem tengir þá saman, eða réttlætir veru þeirra þarna sem einhver heild. Það er ekkert augnkontakt við tvo þeirra, samt er heldur ekkert samspil þeirra á milli. Þetta er sennilega veikasti punkturinn við myndina í heild sinni.Að mínu mati er semsagt ástæðan fyrir slæmu gengi sú, að myndin hvorki hentar vel í þeman, né er tæknilega mjög góð.En það er margt gott við hana líka, en þú baðst um að fá að heyra hvað væri ekki að gera sig. Vonandi verðuru ekki reiður Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
maddi


Skráður þann: 13 Feb 2006
Innlegg: 1617
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 5D MKII
InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 13:56:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hæ.

jú núna er ég brjálaður!,

hehe, - nei, takk fyrir þetta, - þegar ég les þetta yfir þá er ég algjörlega sammála þér, - ég þarf bara að gera betur næst Smile, og takk fyrir að koma með hreinskilnislega punkta í staðinn fyrir eitthvað yfirborðskennt Smile

kv.
Maddi
_________________
http://www.maddinn.net - Canon 5D Mark II, - Linsur frá 14-200mm og alskonar
Flickerí flikkið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
birkirj


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 844

Svona með takka...
InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 16:24:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Sæll Maddi

Það fyrsta sem ég myndi benda á er að þessi mynd er ekkert að dansa með þemanu. Vissulega er fólk þarna brosandi. En þegar ég horfi á þessa mynd og reyni að sjá hvað hún túlki, þá kemur gleði svosem ekki beint upp í kollinum.

Hún er líka bara frekar óspennandi. Portrait mynd af þremur einstaklingum og grár bakgrunnur. Það vantar eitthvað til að gera hana spennandi og skemmtilega.

Nú af því þú ert að spyrja, þá held ég áfram, þó ég vilji alls ekki hljóma leiðinlegur...

Lýsingin er heldur ekkert skemmtileg, hún er allavega ekki að bæta neinu við myndina, til að réttlæta leiðinlegann stúdíóbakgrunninn... Svarta peysan lokast algjörlega og verður 100% svört og myndin er eilítið undirlýst.

Myndbyggingin er stórskrítin. Þú ert með þrjá einstaklinga sem allir eru bara að sinna sínu. Það er ekkert sem tengir þá saman, eða réttlætir veru þeirra þarna sem einhver heild. Það er ekkert augnkontakt við tvo þeirra, samt er heldur ekkert samspil þeirra á milli. Þetta er sennilega veikasti punkturinn við myndina í heild sinni.Að mínu mati er semsagt ástæðan fyrir slæmu gengi sú, að myndin hvorki hentar vel í þeman, né er tæknilega mjög góð.En það er margt gott við hana líka, en þú baðst um að fá að heyra hvað væri ekki að gera sig. Vonandi verðuru ekki reiður Wink


Ég vildi eiginlega segja það sem Óskar sagði.

Það er ekki bara að fá sér ljós og smella af.

Ég myndi kíkja á:
http://www.youtube.com/watch?v=6lsRu90jE88

Ölll myndböndin. Gamall skratti en með fullt af góðum ráðum og myndum sem hann sýnir.
_________________
Flickrið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
DNA


Skráður þann: 25 Feb 2005
Innlegg: 1540


InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 16:26:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mikið sammála Óskari hér með áherslu á myndbyggingu og að þetta er uppstillt fólk og tilbúin gleði.
_________________
Myndasafnið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 27 Jún 2011 - 17:03:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mundi segja til að byrja með, að fólkið sé frekar klaufalega stillt upp, til að mynda of langt bil á milli einstaklinganna og staðsetning módelana ja.. ekki alveg eins og best verður á kosið.

Spurning með hæðina líka. Öll eru frekar neðanlega í rammanum, en stráksi er að ólmast á einhverju sem ekki sést..

Allavega, hafa þau þéttar saman, láta sjást í hendur og jafnvel á fleiri en einu módeli og ekki síst, hafa uppstillinguna með tillit til hæðar módela og hæðar á mynd í einhverju synki.

Lýsing er hins vegar með ágætum en finnst samt dökku svæðin ívið of dökk.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group