Sjá spjallþráð - Grunge - Purple Haze :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Grunge - Purple Haze

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 9:55:53    Efni innleggs: Grunge - Purple Haze Svara með tilvísun

Jæja, ég held bara áfram að standa við gefin loforð og babbla eitthvað um myndir sem ná borðasætum hjá mér.

001

Á þessu stigi bikarkeppninnar ákvað ég að vera ekki að taka neitt rosalega sénsa. Ég vildi vera algjörlega innan þemans og höfða til sem flestra. Ég hugsaði því bara um almennastann skilning á "Grunge". Ef maður einfaldaði þetta soldið þá var pælingin hjá mér eiginlega bara subbuleg mynd af smá subbulegum tónlistartöffara. Það varð því útgangspunkturinn. Ég þekkti hann Ísak soldið og fannst hann fullkominn í þetta hlutverk. Ég hringdi því í kauða og gabbaði hann í smá vitleysu með mér. Ég var ekkert að stjórna einu eða neinu varðandi stíliseringu, heldur langaði mig soldið bara að mynda hann, eins og hann er. Án þess að vera eitthvað að fokka í honum. Mér fannst það skila sér í tökunni, hann var afslappuð og leið vel í eigin skinni.

Ég keyrði soldið um borgina að leyta að location fyrir þetta. Skoðaði soldið að mynda þetta í bílakjöllurum og svona. Ég áttaði mig á því að til að myndin sem ég var með í huga gengi upp, þá þyrfti þetta að vera tekið í smá myrkri og úti var hábjartur dagur. Það endaði með því að ég fann akkúrat location sem ég vildi nota í Hamraborginni.

Ég var búinn að vera leyta að pípuhatt í nokkra daga, og fékk svo þennan geðveika hatt nánast í miðri töku, það varð því úr að hann fékk stórt hlutverk í tökunni.

Lýsingin er alveg eins og ég var búinn að ákveða fyrirfram. Frekar dökkt umhverfi sem býr til djúpa og mikla skugga, svo er ég með eitt 550ex flass og regnhlíf sem lýsir Ísak upp.

Ég laggði talsvert upp úr því að þvinga hann ekkert, hann fékk sér rettu þegar hann langaði til og spilaði lög sem hann kunni.

Myndin er síðan talsvert unnin. Hún er með auka noise og slatta vignettu. Það er smá grænn tónn, sérstaklega á bakgrunninum og svona. Í raun barðist ég við að reyna að gera myndina soldið subbulega bara.

Hér eru nokkur outtakes sem rötuðu ekki í keppnina:


002003004005
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
gummio


Skráður þann: 12 Maí 2008
Innlegg: 908
Staðsetning: Reykjavík
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 14:07:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Snilld að venju hjá þér Óskar.

Ég fail-aði alveg á þessu, átti svo innilega ekki von á að komast upp úr "ofurhetjuriðlinum" þ.a. þú fékkst enga mynd á móti þér hehe.

En nóg um það, þetta er fantavel gert hjá þér!
_________________
Kveðja,
Guðmundur Ólafs.
http://www.flickr.com/photos/gummio/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tryggvi Már


Skráður þann: 24 Mar 2005
Innlegg: 702
Staðsetning: Kópavogur
Canon EOS 60D
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 15:03:49    Efni innleggs: Re: Grunge - Purple Haze Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
Lýsingin er alveg eins og ég var búinn að ákveða fyrirfram. Frekar dökkt umhverfi sem býr til djúpa og mikla skugga, svo er ég með eitt 550ex flass og regnhlíf sem lýsir Ísak upp.


Frábær mynd Óskar og skemmtilegir og fræðandi pistlar. Í senn fræðandi skemmtipistlar og skemmtilegir fræðipistlar.

Værirðu samt nokkuð til í að lýsa aðeins betur þessari lýsingu og þá aðallega staðsetningunni á flassinu, það hefur varla verið á vélinni...eða hvað?

Kv. Tryggvi
_________________
Tryggvi Már Gunnarsson - Canon EOS 60D - flickrið mitt - photowalk.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 15:17:39    Efni innleggs: Re: Grunge - Purple Haze Svara með tilvísun

Tryggvi Már skrifaði:
oskar skrifaði:
Lýsingin er alveg eins og ég var búinn að ákveða fyrirfram. Frekar dökkt umhverfi sem býr til djúpa og mikla skugga, svo er ég með eitt 550ex flass og regnhlíf sem lýsir Ísak upp.


Frábær mynd Óskar og skemmtilegir og fræðandi pistlar. Í senn fræðandi skemmtipistlar og skemmtilegir fræðipistlar.

Værirðu samt nokkuð til í að lýsa aðeins betur þessari lýsingu og þá aðallega staðsetningunni á flassinu, það hefur varla verið á vélinni...eða hvað?

Kv. Tryggvi


Haha, takk kærlega fyrir þetta...

Best er eiginlega að skoða mynd númer tvö. Skugginn af Ísaki lýsir rosalega vel hvar flassið er. Það er vel til vinstri frá mér séð og lýsir aðeins niður á hann, á standi með regnhlíf og triggerað með transmitter.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Kox


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1341
Staðsetning: Egilsstaðir
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 16:05:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

eins og alltaf.... bravó meistari.
þú ert snillingur !
_________________
Með myndavél í hönd og allan heiminn til afnota.
Þannig á lífið að vera!

Myndirnar mínar: http://www.flickr.com/photos/kormakur
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
RACER-LMK


Skráður þann: 14 Ágú 2010
Innlegg: 273


InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 17:13:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kick ass !

Öll vinnsla gerð í LR ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 20:21:52    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Grunnvinnslan í LR, ég datt svo smá í að vinna bakgrunninn sér, þá þurfti ég að henda henni í photshop og tróð þar smá áferð á hana í leiðinni...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 20:41:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er gott og prýðilega vel gert.
Ég sé hvers vegna þú valdir fyrstu myndina. Hatturinn er eiginlega of litill fyrir hann, og það sést á sumum mydun. Og flott að þú tekur sigurmyndina þína svolítið frá hægri, og nær.
Mér finnst hægri hönd hans aðeins of fjólublá, samt....

Þú ert með uppskriftina, Óskar Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
gr33n


Skráður þann: 20 Ágú 2006
Innlegg: 1987
Staðsetning: Breiðholt City
Canon 5d
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 20:50:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hefðir þú valið mynd nr 003 þá hefði hún fengið 10 frá mér!

En vinningsmyndin þín var mjög flott, en það var ekkert við hana sem öskraði grugg fyrir mér ((eins og ég sagði í commentinu) Getur lesið af hverju á þessum þræði http://www.wikihow.com/Be-Grunge ), á meðan mynd nr 3 gerir það algjörlega.

Aftur á móti fer ég ekki frá því að þessir þræðir þínir eru ein sú mesta snilld sem komið hefur á þennann spjallvef! Og þú átt feitasta hrósið skilið fyrir það
_________________
Gísli Baldur Bragason
FlickR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Jón Heiðar


Skráður þann: 15 Júl 2009
Innlegg: 964

svona svört
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 22:48:53    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög flott, set reyndar pínu spurningamerki við þá athöfn að vera að spila á ótengdan rafmagnsgítar Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 23:00:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög flott mynd og flottur sigur, fékkst 10 frá mér.

Langar að spurja út í nafnið, er það vísun í fjólubláa hattinn?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 23:04:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Heyrðu, frábært að þú spurði, því ég ætlaði að hafa það með í pistlinum...

Ég steingleymdi að skíra myndina eitthvað, purple haze var bara vinnuheiti (já vegna hatts) sem hún var með.

Oft hendi ég myndum inn og fer svo að pæla í nafni, það hreinlega gleymdist í þetta skiptið og var aldrei nein ætlun að tengja þetta við Hendrix, eins er ég oftast á móti erlendum titlum. Þannig þetta truflaði mig talsvert...
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 30 Maí 2011 - 23:05:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jón Heiðar skrifaði:
Mjög flott, set reyndar pínu spurningamerki við þá athöfn að vera að spila á ótengdan rafmagnsgítar Smile


Stundum þarf maður að hætta að spyrja sig spurninga hehe... módelið skyldi líka ekki alveg hvað hann var að gera þarna magnaralaus hehe
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Keppnisúrslit Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group