Sjá spjallþráð - Viðtal: Daníel Sigurðsson (DanSig) :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðtal: Daníel Sigurðsson (DanSig)

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Daníel Starrason


Skráður þann: 18 Apr 2006
Innlegg: 6369

Canon EOS 5D Mark-III
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 16:42:30    Efni innleggs: Viðtal: Daníel Sigurðsson (DanSig) Svara með tilvísun

Hver er maðurinn á bak við notendanafnið DanSig?
Ég heiti Daníel Sigurðsson, 38 ára og 3 barna faðir og á einn hund. Í augnablikinu er ég nemi og stefni á að vera það alveg til 2016, langtímaplön hjá mér í fyrsta skipti um ævina.

Ég fæddist í Reykjavík 1972 og flutti snemma til Svíþjóðar og var þar til 6 ára aldurs en kom þá til Íslands og gekk í skóla í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fór svo í Fjölbrautarskóla Suðurnesja að læra húsasmíði eftir grunnskólann, náði að klára allt nema síðustu önnina því þá eignaðist ég mitt fyrsta barn svo skólinn varð að víkja tímabundið. Biðin varð lengri en ég átti von á því ég fór ekki í skóla fyrr en 5 árum síðar í VMA á Dalvík en þar var fiskvinnsluskólinn, ég náði heilli önn þar áður en skólanum var lokað og ég gat ekki haldið áfram með það nám sem ég ætlaði að taka svo ég fór á sjóinn.

1999 lenti ég í slæmu bílslysi og skaddaðist á baki og hálsi sem varð til þess að ég varð að hætta á sjónum, fór ég þá að vinna fyrir pípara en þá vissi ég ekkert um pípulagnir, lá mér það svo vel í hendi að 2003 skráði ég mig í pípulagnanám og lauk því ásamt sveinsprófi 2004 með eina hæstu einkunn sem gefin hefur verið í pípulagnanámi. Nú var ég kominn á bragðið, mér gekk vel að læra og því meira álag því hærri einkunnir svo ég hélt áfram að taka 30-35 einingar á önn næstu árin og lauk listnámsbraut, upplýsinga- og fjölmiðlafræði með ljósmyndun sem sérsvið og meistaraskólanum, svo lauk ég stúdentsprófi síðastliðið vor, í heildina lauk ég 276 einingum með rétt tæplega 9 í meðaleinkunn.

Í dag er ég í kennslufræði í Háskóla Íslands og útskrifast úr henni í sumar, næsta haust er stefnan á nám í kínversku við HÍ og stefni ég á BA gráðu í kínversku 2013, svo fer ég í íþróttafræði í HÍ á Laugarvatni og lýk vonandi BS þaðan 2016.

Þrátt fyrir þær þjáningar sem ég þurfti að þola eftir slysið þá lít ég á það sem jákvætt í dag, ef ég hefði ekki lent í þessu slysi væri ég sennilega enn sjómaður og ómenntaður í dag en vegna slyssins þá hef ég ekki bara menntað mig í skóla heldur fór ég að æfa karate til að auka hreyfigetuna og er í dag með 1. dan og rek mitt eigið karatefélag undir merkjum Leiknis, einnig æfi ég Brazilískt Jiu Jitsu í Mjölni og Kettlebells hjá kettlebells.is sem eru með aðstöðu í Mjölni.Við hvað starfar þú?
Í dag starfa ég mjög lítið í pípulögnum en tek að mér smáverk eins og að skipta um blöndunartæki og annað smálegt en ég kenni karate hjá Leikni og er það aðalvinnan núna með skólanum.

Hvaða áhugamál hefur þú önnur en ljósmyndun?
Ég hef mörg áhugamál, bardagaíþróttirnar og líkaminn eru efst á blaði núna en í bardagaíþróttum er ekki nóg að vera í góðu formi líkamlega því bardaginn fer jafn mikið fram í huganum og þarf maður að vera í góðu andlegu jafnvægi og halda því þrátt fyrir gífurlegan líkamlegan sársauka, köfnunartilfinningu og annað sem maður lendir í þegar maður er að berjast, því um leið og maður reiðist eða reynir að nota vöðvaafl í staðin fyrir tækni þá gerir maður mistök sem enda venjulega með því að maður tapar bardaganum.

Ég fékk byssuleyfið síðastliðið vor og fékk mér loftriffill og hef mjög gaman af skotfimi og á eftir að eyða miklum tíma í hana í framtíðinni en þetta er mjög krefjandi en um leið góð leið til að slaka á og gleyma öllu í kringum mann. Einnig stunda ég keilu og pool þegar ég hef tíma, og útivistin hefur líka sinn tíma þar sem ég er með hund sem þarf sína hreyfingu. Einnig hef ég gaman af því að prófa extreeme sports eins og fallhlífastökk, paragliding, bungee jumping ofl.

Þessi mynd er tekin í paragliding í Ölpunum í ca 2.5km hæð, þarna hljóp ég fram af klettunum með fallhlíf á bakinu og hafði aldrei prófað svona áður.Eiga þessi áhugamál góða samleið með ljósmyndaáhuganum?
Flest mín áhugamál eiga góða samleið með ljósmyndun, bardagaíþróttir eru mjög myndvænt sport, myndefnið er takmarkað við mjög lítið svæði svo það er auðvelt að koma sér í góða stöðu og mynda án þess að viðfangsefnið hlaupi úr færi. Útivistin og göngutúrarnir með hundin henta vel til myndatöku enda myndavélin alltaf meðferðis þegar ég fer út að labba. Skotfimin er ekki mjög myndræn en ef maður fer á veiðar tekur maður myndavélina líka, þá er hægt að mynda bráðina áður en hún er felld og svo auðvitað landslagið.

Hér er mynd sem ég tók í Laugardalnum í einum af göngutúrunum mínum með hundinn.Hér er önnur tekin við tjörnina í Reykjavík.Hvenær fékkstu áhuga á ljósmyndun?
Áhuga á ljósmyndun fékk ég um 1991 þegar dóttir mín fæddist, þá keypti ég einhverja ódýra filmuvél til að mynda hana og fékk bakteríuna upp frá því, fyrstu SLR vélina fékk ég samt ekki fyrr en 1998 en þá keypti ég EOS 500N með 28-80mm linsu og átti ég þá vél alveg til 2006 að ég seldi notanda hér á LMK hana þegar ég fékk mér EOS 1V.

Fyrsta Digital vélin mín var Canon G1 vél, frábær myndavél sem ég sé enn eftir, ég seldi hana þegar ég keypti mér 300D og svo uppfærði ég í 20D en sami aðilinn keypti G1 vélina og 300D vélina af mér. Eftir að hafa verið með 20D í ár og keypt mér flestar L linsurnar sem gott þótti að eiga, svo uppfærði ég í 5D, þá var ég í ljósmyndanáminu í IR, keypti mér stúdíóljós og lét góðærið gjörsamlega fara með mig.

Árið 2008 seldi ég allt ljósmyndadótið mitt og var án myndavélar í smá tíma, keypti svo 450D og lét hana duga, en var aldrei sáttur við hana og seldi hana fljótlega aftur og fékk mér Olympus mju vasavél sem dugði mér alveg fram á síðasta haust þegar ég fékk mér mína fyrstu Nikon vél D7000 og er ég mjög ánægður með þá vél og ætla að láta hana duga mér á meðan ég er í námi.

Hefurðu áhuga á að starfa við ljósmyndun?
Eftir að hafa tekið ljósmyndanámið og verið með stúdíó sem var fullbókað öll kvöld mánuðum saman þá missti ég áhugann á að vinna við ljósmyndun og fór því ekki í sveinspróf, ljósmyndun er áhugamál og ef einhver vill kaupa af mér myndir þá sel ég þær en ætla samt ekki að markaðssetja myndirnar sem söluvöru og mun ekki taka að mér að mynda nema fyrir vini og fjölskyldu og þá venjulega sem greiði gegn greiða. Eitt fyrsta verk mitt eftir að ég setti upp stúdíó var að mynda Seth Sharp fyrir Prince tribute tónleika sem hann ætlaði að halda, var á endanum ákveðið að herma eftir einu plötuumslagi Prince. Var þessi mynd sett á postera og auglýsingar bæði í fjölmiðlum og límd um allan bæinn.Hvort er betra, Nikon eða Canon?
Er ekki bara bæði betra? Nikon og Canon eru mjög sambærileg merki að gæðum, þegar Nikon kemur með vél sem toppar allt frá Canon þá líður ekki langur tími þar til Canon kemur með vél sem toppar Nikon og öfugt. Ég held samt að Nikon haldi örlitlum yfirburðum í gæðum linsa, þó Canon séu með mjög góðar linsur þá virðist Nikon fá betri dóma fyrir sínar.

Hvað þarf til að búa til góða mynd?
Til að búa til góða mynd þarf nokkur atriði sem spila saman, en þau eru lýsing, línur, texture og perspective.

Lýsingin skapar stemmninguna í myndina, án skugga eru flestar myndir frekar flatar, skuggar skapa dýpt en það skiptir samt máli hvar þeir eru og hversu áberandi. Línurnar þjóna ýmsum tilgangi, láréttar línur leiða okkur inn í myndina og skálínur skapa spennu í myndinni, rétt samsetning af línum geta gert mynd mjög áhrifamikla þó myndefnið sjálft sé verulega óáhugavert. Texture er nauðsynlegt, án áferðar er allt slétt og óáhugavert. Perspective, eða sjónarhorn skiptir líka miklu máli, eitt skref til hliðar getur haft úrslitaáhrif hvort mynd sé góð eða slæm.

Hér er mynd af samskipshúsinu, þarna er leikur að línum, symmetría og andstæður allt að spila saman, þessi mynd var notuð á forsíðu BS ritgerðar.Til að búa til góða mynd þarf ekki góða myndavél eða dýrar linsur, en það skemmir ekki fyrir að hafa góðan búnað sem maður getur treyst til að gera það sem maður er að hugsa. Í upphafi digitalvæðingarinnar hélt ég að búnaðurinn skipti máli og keypti allt það flottasta, en eftir ljósmyndanámið þá var ég búinn að læra það að búnaðurinn skiptir engu máli, ef vélin er ekki sú besta eða linsan ekki sú bjartasta þá aðlagast maður búnaðnum, breytir stillingum og uppsetningu þangað til að búnaðurinn ræður við að gera það sem maður vill gera.

Hversu mikilvæg er myndvinnslan?
Myndvinnslan er jafn mikilvæg og myndatakan sjálf, ef mynd er tekin í .jpg þá fer stór hluti myndvinnslunnar fram í myndavélinni og hægt að stilla margt í vélinni eins og liti, birtu, contrast ofl. En sé mynd tekin í .raw þá á eftir að vinna myndina og er hún í raun eins og óframkölluð filma, það þarf að skilgreina hversu björt myndin á að vera, stilla lithita, litmettun, skerpu ofl. Án þessarra stillinga er myndin verulega flöt og óáhugaverð sama hvert myndefnið er.

Hinsvegar er munur á myndvinnslu og myndbreytingum, myndvinnsla í mínum huga er eitthvað sem er gert við alla myndina í einu, ef það er hinsvegar verið að eiga við hluta myndar þá hefur það ekki afgerandi áhrif á upprunalegt myndefni, td. Að lagfæra smáatriði í bakgrunni, hreinsa ryk o.þ.h.

Myndbreytingar er annað listform, það tengist ekki ljósmyndun sem slíkt þó notaðar séu ljósmyndir, myndbreytingar eru betur flokkaðar með grafískri vinnslu, þá eru engin takmörk fyrir því hvað gera má við myndina en það er þá mynd en ekki ljósmynd.

Ein þekktasta myndin mín var svona fyrir vinnslu (ekki sami ramminn en ég vistaði óvart yfir orginalinn).Sama mynd eftir vinnslu.Í raun er engin myndbreyting sem slík en óhemju myndvinnsla bæði við að ná fram smáatriðum í konunni og að fela það sem átti ekki að sjást, en ég þurfti t.d. að endurlita alla húð á konunni vegna yfirlýsingar en kastararnir þarna voru full öflugir.

Verðu miklum tíma í að skoða myndir?
Í dag eyði ég ekki miklum tíma í það, en á meðan ég var í ljósmyndanáminu þá skoðaði ég sennilega að meðaltali 1000 myndir á dag, ég fékk eiginlega leið á því þannig að í dag skoða ég einstaka sinnum síðurnar hjá mínum uppáhalds ljósmyndurum ásamt því að kíkja á myndir hér á LMK sem eru í gagnrýni og reyni þá að gefa góð ráð og vera heiðarlegur og sjálfum mér samkvæmur, ég er alveg á móti því að gefa „góð mynd“ komment, þau skila hvorki mér né ljósmyndaranum nokkrum sköpuðum hlut.

Hvað felst í góðri gagnrýni?
Eins og orðið segir „gagn“ „rýni“ eða að rýna til gagns, að skoða myndina út frá listfræðilegu samhengi, myndbygging, form, lýsing, sjónarhorn og annað sem til kemur, einnig myndvinnslu og annarra þátta sem taka þarf tillit til. Hvað verið var að taka mynd af skiptir ekki máli í gagnrýni, allir hafa mismunandi smekk og ef einhver vill mynda gömlu náttfötin sín og finnst það áhugavert þá er það ekki gagnrýnandans að dæma smekk ljósmyndarans heldur myndina sjálfa.

Þessvegna reyni ég að halda myndefninu utan gagnrýninnar hjá mér en þó kemur fyrir að ég nefni myndefnið sjálft, sérstaklega ef það er eitthvað sem vekur áhuga hjá mér.

Áttu þér einhverjar fyrirmyndir eða uppáhaldsljósmyndara?
Ég á engar fyrirmyndir enda álít ég alla jafna en ég á nokkra uppáhaldsljósmyndara, er Jill Greenberg þar efst á blaði ásamt Mary Ellen Mark, Annie Leibovitz og David Lachapelle.

Íslenskir ljósmyndarar sem ég hef fylgst með eru Raggi Th., Rax, Lalli, Sissi og Olgeir. En allir eru þeir mjög færir hver á sínu sviði og með mjög ólíkan stíl þannig að það er alltaf mikil tilbreyting að fara úr albúmi eins yfir í albúm annars.

Hvað hefur þú verið virkur lengi á LMK?
Ég hef verið á LMK frá stofnun síðunnar, var áður á ljósmyndun.tk sem KKK stofnaði en sú síða var lögð niður fljótlega eftir stofnun LMK.

Er vefurinn gagnlegur?
Já þessi vefur hefur gagnast mér, bæði til að læra ljósmyndun, læra um þann búnað sem er í boði og svo til að hitta aðra ljósmyndara en ég var með A-klúbbnum fyrst til að byrja með og fór í nokkrar ferðir með klúbbnum sem voru mjög skemmtilegar. Einnig hefur hann gagnast mér í það að vera gagnrýninn bæði á mig og aðra en það er eitthvað sem maður virkilega þarf að læra, það gagnrýnir enginn gáfulega í fyrsta skipti en með tímanum byggir maður upp sinn eigin stíl í gagnrýni og fer að vera sjálfum sér samkvæmur, vita hvað þarf að gagnrýna og hvað ekki, og kunna að gefa ráð til að laga það sem þarf að laga ásamt því að hrósa því sem vel er gert. Einnig hafa sölusíðurnar og föndurhornið verið mikið notað.

Hér er mynd tekin í ferð LMK í Hvalfjörðinn.Hvaða breytingar myndir þú vilja sjá á LMK?
Sú breyting sem ég myndi helst vilja fá inn væri einkunnakerfi á spjallborðið og komment á myndum í keppni, þannig að ef einhver skrifar eitthvað sem fólki líkar illa þá gefur það innlegginu (-) og ef nægilega margir gera það líka þá sjálfkrafa er innleggið falið og ef maður vill lesa það verður maður að smella á (+) við upphaf innleggsins til að birta textann, einnig ef sami aðilinn fær ítrekað (-) fyrir sín innlegg þá er spjallborðsstjóra tilkynnt um það og viðkomandi fær viðvörun eða brottvísun eftir því hversu grófur viðkomandi hefur verið. Svona kerfi er á spjallborði sem ég er virkur á og það heyrir til algjörrar undantekningar að einhver segi eitthvað ljótt um náungann og venjulega eru það notendur sem eru nýjir á síðunni en þeir eru fljótir að læra þegar kerfið sjálft fylgist með þeim.

Hefurðu eignast vini eða óvini í gegn um vefinn?
Ég hef eignast nokkra vini í gegnum síðuna og slatta af kunningjum, ég hef eignast nokkra „net óvini“ hérna en þegar ég hitti þá úti á götu þá heilsumst við og spjöllum og þá er engin óvild þannig að ég held að ég hafi aldrei eignast neina alvöru óvini hérna, enda verður maður að taka öllu með smá fyrirvara sem skrifað er á netinu og alls ekki taka neinu of alvarlega þó fólk sé stundum að rífast hérna og ljót orð fljúgi í hita leiksins þá er þetta allt undir rós og ber ekki að taka alvarlega.

Hefurðu verið bannaður af vefnum?
Já, eins og margir aðrir hérna þá tók ég þátt í rifrildum sem enduðu með því að ég lenti í banni, en maður lærir af því sem miður fer og er ég löngu hættur að nenna að rífast. Ef umræður sem ég er þáttakandi í fara úr böndunum þá fel ég þráðinn og hætti að taka þátt, ég er alveg hættur að nenna að rífast á netinu, það er bara svo tilgangslaust.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Zoli


Skráður þann: 13 Feb 2011
Innlegg: 618

Canon EOS 400D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 17:39:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
zepplinn
Umræðuráð


Skráður þann: 29 Jan 2008
Innlegg: 2249
Staðsetning: Reykjavík
Canon 450 D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 17:47:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
ArnarBergur


Skráður þann: 08 Feb 2009
Innlegg: 7515
Staðsetning: Reykjavík
The Sexy thing - 6D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 18:05:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gott
_________________
Myndasmiður
www.facebook.com/abmyndir
www.flickr.com/arnarbg
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
broddi


Skráður þann: 19 Júl 2007
Innlegg: 893
Staðsetning: Brooklyn
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 18:23:02    Efni innleggs: Re: Viðtal: Daníel Sigurðsson (DanSig) Svara með tilvísun

Daníel Starrason skrifaði:


Ég á ekki orð yfir hversu stórkostleg mynd þetta er!


Takk líka fyrir skemmtilegt viðtal strákar.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
RonniHauks


Skráður þann: 06 Júl 2008
Innlegg: 1590
Staðsetning: Sunnan jökla.
Olympus E-3
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 18:27:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Flott viðtal. Gott
_________________
http://www.flickr.com/photos/ronnihauks/
http://theauroraphotoguide.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Haukur Jo


Skráður þann: 19 Jún 2006
Innlegg: 906
Staðsetning: Danmörk, Óðinsvé
Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 18:41:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að lesa þetta. Gott viðtal!
_________________
http://www.flickr.com/photos/haukurjo/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
bjornae


Skráður þann: 31 Jan 2006
Innlegg: 2238
Staðsetning: Búðardalur
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 08 Apr 2011 - 19:56:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að þessu
_________________
Björn A Einarsson

Það sem ekki drepur mann, styrkir mann

http://www.flickr.com/photos/baeinarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
HoT


Skráður þann: 02 Mar 2010
Innlegg: 80
Staðsetning: Garðabæ
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 09 Apr 2011 - 7:29:36    Efni innleggs: Hver er maðurinn á bak við notendanafnið DanSig? Svara með tilvísun

Áhugavert Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 09 Apr 2011 - 13:20:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tja... maður er kominn með smá minnirmáttarkennd (djók!) eftir að hafa lesið þennan feril, þó að maður hafu dúxað eitthvað á sínum tíma.
DanSig, börnin þín hljóta að vera mjög stollt af þér Smile

I loved this part...
DanSig skrifaði:
Til að búa til góða mynd þarf ekki góða myndavél eða dýrar linsur, en það skemmir ekki fyrir að hafa góðan búnað sem maður getur treyst til að gera það sem maður er að hugsa. Í upphafi digitalvæðingarinnar hélt ég að búnaðurinn skipti máli og keypti allt það flottasta, en eftir ljósmyndanámið þá var ég búinn að læra það að búnaðurinn skiptir engu máli, ef vélin er ekki sú besta eða linsan ekki sú bjartasta þá aðlagast maður búnaðnum, breytir stillingum og uppsetningu þangað til að búnaðurinn ræður við að gera það sem maður vill gera.

Hversu mikilvæg er myndvinnslan?
Myndvinnslan er jafn mikilvæg og myndatakan sjálf


HVERNIG FELUR MAÐUR ÞRÁÐ???

DanSig skrifaði:
Ef umræður sem ég er þáttakandi í fara úr böndunum þá fel ég þráðinn og hætti að taka þátt, ég er alveg hættur að nenna að rífast á netinu, það er bara svo tilgangslaust.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Flugnörd
Umræðuráð


Skráður þann: 22 Jún 2006
Innlegg: 3332
Staðsetning: BIRK
Canon EOS 5D Mark II
InnleggInnlegg: 09 Apr 2011 - 13:24:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Tja... maður er kominn með smá minnirmáttarkennd (djók!) eftir að hafa lesið þennan feril, þó að maður hafu dúxað eitthvað á sínum tíma.
DanSig, börnin þín hljóta að vera mjög stollt af þér Smile

I loved this part...
DanSig skrifaði:
Til að búa til góða mynd þarf ekki góða myndavél eða dýrar linsur, en það skemmir ekki fyrir að hafa góðan búnað sem maður getur treyst til að gera það sem maður er að hugsa. Í upphafi digitalvæðingarinnar hélt ég að búnaðurinn skipti máli og keypti allt það flottasta, en eftir ljósmyndanámið þá var ég búinn að læra það að búnaðurinn skiptir engu máli, ef vélin er ekki sú besta eða linsan ekki sú bjartasta þá aðlagast maður búnaðnum, breytir stillingum og uppsetningu þangað til að búnaðurinn ræður við að gera það sem maður vill gera.

Hversu mikilvæg er myndvinnslan?
Myndvinnslan er jafn mikilvæg og myndatakan sjálf


HVERNIG FELUR MAÐUR ÞRÁÐ???

DanSig skrifaði:
Ef umræður sem ég er þáttakandi í fara úr böndunum þá fel ég þráðinn og hætti að taka þátt, ég er alveg hættur að nenna að rífast á netinu, það er bara svo tilgangslaust.


Á forsíðunni er takki sem að þú ýtir á. Þá hverfur þráðurinn af forsíðnunni.
_________________
Þórður Arnar - Ljósmyndari... 865-8943

Canon RÚLAR!!! Flickr URRRRR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 09 Apr 2011 - 16:43:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Micaya skrifaði:
Tja... maður er kominn með smá minnirmáttarkennd (djók!) eftir að hafa lesið þennan feril, þó að maður hafu dúxað eitthvað á sínum tíma.
DanSig, börnin þín hljóta að vera mjög stollt af þér Smilebörnin eru stolt af mér og ég af þeim, þau fengu eitthvað af mínum genum og standa sig vel líka Smile

svo hjálpaði smá ofvirknigen... hef aldrei getað setið aðgerðalaus og verð að hafa mörg járn í eldinum í einu Smile
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group