Sjá spjallþráð - Maskar fyrir byrjendur á auðveldan hátt :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Maskar fyrir byrjendur á auðveldan hátt

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndvinnsla
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
steinib


Skráður þann: 13 Jan 2008
Innlegg: 238
Staðsetning: Reykjavík
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 13:52:43    Efni innleggs: Maskar fyrir byrjendur á auðveldan hátt Svara með tilvísun

Ég hef stundum séð hérna inni á L.M.K. fólk að velta því fyrir sér hvernig eigi að fara að því að skipta út himni (eða öðru) með maska en eins og þeir sem hafa einhverja þekkingu á Myndabúllunni vita eru maskar afar öflug tól. Eins og reyndar flest tólin í PS, þeir hjá Adobe hafa staðið sig ágætlega í að grisja gagnslausa fídusa út úr forritinu enda komin útgáfa 10 og það hefur margt breyst í téðu forriti síðan það kom fyrst fram.
Maskar hafa þó alltaf verið til staðar og alltaf verið hægt að nota þá til að eyða hlutum myndar eða breyta en í sinni eiföldustu mynd má líkja maska við mynd sem maður hengir á vegg heima hjá sér til að fela síðustu sprunguna í húsinu sem kom akkúrat í skjálftanum um daginn.
Einfaldast er að gera Layermask sem er þá læstur við viðkomandi Layer og táknið fyrir það er lítil keðja á milli Layer og Maska. Ef maður hinsvegar smellir á keðjuna rífur maður læsinguna og getur gert það sem manni sýnist við Maskann.
En hvernig er einföld leið til að klippa t.d. himininn frá öðru landslagi þannig að það sjáist ekki? Jú, við förum í Channels og skoðum þá hvern fyrir sig. Þann Channel þar sem er mestur kontrast milli himins og jarðar (oftast Blue af því himinninn er blár) veljum við og gerum af honum kópíu með því að draga hann niður á New Channel táknmyndina neðst á Channelspalette.Þá förum við í Dodge og Burn tólið og veljum annaðhvort, Burn fyrir jörðina og Dodge fyrir himininn. Stillum Dodge fyrir Highlight uppi í valblaðsröndinni og Exposure svona u.þ.b. 50%. Rennum yfir himinninn þar til við erum ánægð, veljum þá Burn og stillum það fyrir Shadow, sami Exposure eða eftir smekk og tilfinningu.Þegar við svo erum ánægð með útkomuna veljum við allt (Select All), gerum Copy og skiptum yfir á Layerspalettuna. Muna bara að afhaka við Channelkópíuna og haka við RGB efst í Channelspalette.Í Layerspalettunni smellum við á Layermask táknmyndina neðst og gerum Paste.Hei, kúl! Við erum komin með alveg fullkominn maska. Og þennan maska getum við svo „Invertað“ og breytt í Mode og stillt Opacity og í raun og veru gert hvað sem okkur langar til og hentar okkur. Oft er ekki vitlaust ef við sitjum uppi með of skörp skil að velja maskann og fara í Select og velja þar Feather og mýkja skilin um það sem hentar. Mér hefur reynst það nokkuð vel að velja 1 pixel fyrir hverja 100 pixla. 300 dpi er þá sett á 3 pixels og 72 dpi á 1 pixel. Það er líka hægt að fara í Blur eða jafnvel Gaussian Blur og ná sama effekt þar. Þá er ekki síður mikilvægt að við getum notað hvaða Channel sem er við maskagerð og ef við erum að gera flókinn maska getum við þessvegna notað „bits and pieces“ úr ólíkum Channelum en muna bara að vinna alltaf með kópíur.
Það sem gerir þessa aðferð svo sniðuga er að við getum stillt Exposure og til dæmis skilið eftir þoku- og skýjaslæðing á fjallsbrúnum.
Muna bara að vinna alltaf á Layerum! O.K?
_________________
Difficult things can take a long time, the impossible
takes a little longer.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
hkvam


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 4287
Staðsetning: Svalbarðsströnd
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 14:29:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábært!!! Setti þetta sem Límmiða/Sticky, svo að þetta helst núna efst í Myndvinnsluflokknum.
_________________
http://www.hkvam.com/
http://www.flickr.com/photos/hkvam/
http://www.stuckinphotos.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 14:50:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta er algjörlega kúl. Væri samt gaman að hafa upphaflegu myndina efst. Gott Gott
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
steinib


Skráður þann: 13 Jan 2008
Innlegg: 238
Staðsetning: Reykjavík
Pentax K20D
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 15:47:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Æ, hún var bara kontrastlaus og typikal döll. Óbreytt útgáfa af henni í greininni um history bröshinn http://ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=30294
_________________
Difficult things can take a long time, the impossible
takes a little longer.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Vala Run


Skráður þann: 11 Apr 2006
Innlegg: 4876
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 15:50:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Frábærar leiðbeiningar, takk kærlega fyrir þetta Very Happy
_________________
Kveðja, V@la®un™
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
irismjoll


Skráður þann: 31 Júl 2006
Innlegg: 501
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon 400D
InnleggInnlegg: 25 Júl 2008 - 19:29:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Verð að prufa þetta við fyrsta tækifæri. Hef verið að prófa History brush skv. leiðbeiningum þínum og er þakklát fyrir leiðbeiningarnar.
_________________
Íris Mjöll

http://flickr.com/photos/irismjoll

Canon EOS 400d. Linsur 17-85mm f/4-5,6 og 60mm f2,8.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Örninn92


Skráður þann: 31 Jan 2010
Innlegg: 311

40D
InnleggInnlegg: 22 Jan 2011 - 15:24:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

big like á þetta meira svona Very Happy
_________________
http://www.flickr.com/photos/54862522@N03/ flickr síðan mín endilega skoðaðu og commentaðu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Myndvinnsla Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group