|
Innlegg: 11 Jan 2011 - 2:35:04 Efni innleggs: Breyting á innsendingu í keppnir |
|
|
Gott fólk, linktrúðar og trommuheilar!
Tvær litlar breytingar hafa verið gerðar á innsendingarforminu í keppnir, þegar mynd er send í keppni þarf að haka við á tveim stöðum.
Fyrir breytingu þurfti að taka við eftirfarandi skilyrði:
Ég hef fylgt reglum keppninnar og notendaskilmálum vefsins.
Ég tók myndina sjálf(ur) á tímabilinu 10.01.2011 til 16.01.2011.
Eftir breytingar þarf að haka við þessi skilyrði:
Ég hef fylgt reglum vefsins og er reiðubúinn að skila inn upprunalegri mynd að lokinni keppni.
Ég er höfundur myndarinnar og tók hana innan tímamarka keppninnar.
Með þessu móti vonumst við eftir því að minna fólk á að eiga upprunalegar skrár af þeim myndum sem það sendir til keppni og jafnframt leiðrétta misskilning sem gjarnan hefur orðið á innsendingum í keppnir með annan innsendingartíma en keppnistímabilið sjálft, eins og t.d. árskepppnina.
Endilega komið með spurningar eða athugasemdir.
f.h. stjórnar vefsins,
Daníel Starrason |
|