Sjá spjallþráð - Fréttir úr ráðuneyti? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fréttir úr ráðuneyti?
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 16:11:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DaXes skrifaði:
HjaltiVignis skrifaði:

Ég bara spyr því ég hef hvergi séð það orðað svona.


http://hphotos-snc4.fbcdn.net/hs585.snc4/56286_171319999555404_161763463844391_428329_7644860_o.jpg

Ef linkurinn virkar án þess að vera skráður inn á facebook

3 málsgrein, 3 lína.
nei þarna stendur að ef vilji sé til þess að hálfu iðnaðarráðuneytis þá þurfi að fara fram heildstæð skoðun á lögverndun iðngreina. Ekki að þess ÞURFI eins og hér hefur verið haldið fram. Það þarf að vitna í alla setninguna en ekki taka hana úr samhengi eins og gjarnan er búið að gera hér. Hvergi hef ég séð í nokkrum svörum úr ráðneyti að það sé verið að fara að gera eitt né neitt eins og hér er haldið fram.

Hefur fundist og finnst enn að þessi umræða sé á algjörum villigötum og það standi ekki steinn yfir steini í nokkru því sem fram kemur. Málflutningur hefur verið drifinn fram af reiði í garð löggjafarinnar og því verið farið yfir öll rök og hugsanir á þvílíku hundavaði að lítið var pælt í öðru en að koma því að að spilliefni séu farin að mestu úr þessari iðngrein.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 16:17:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í þessari þriðju málsgrein kemur fram alveg kýrskýrt að það er skoðun MMR að ekki sé hægt að fella niður löggildingu ljósmyndunar eingöngu, en sé það vilji IðnaðarRN þá verði að fara fram heildstæð skoðun á löggildingu allra iðngreina.

IðnRN getur alveg verið á annarri skoðun en MMR.
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 16:21:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DaXes skrifaði:
Í þessari þriðju málsgrein kemur fram alveg kýrskýrt að það er skoðun MMR að ekki sé hægt að fella niður löggildingu ljósmyndunar eingöngu, en sé það vilji IðnaðarRN þá verði að fara fram heildstæð skoðun á löggildingu allra iðngreina.

IðnRN getur alveg verið á annarri skoðun en MMR.
SJE sagði að MMR hafi sagt að það ÞURFI að endurskoða löggjöfina. Þeir hafa hvergi sagt að þess þurfi eftir minni bestu getu. Í bréfinu er talað um það að eigi að endurskoða löggjöfina, þá verði að gera það í heild sinni en ekki bara með tilliti til ljósmyndundar einsog þú réttilega segir. Það merkir ekki það sama og það VERÐI að endurskoða lögin.

Fyrir utan það að IR er tæpast að fara að endurskoða löggjöf allra starfa sem flokkast undir lögverndun iðngreina í þessu árferði. Það kostar bæði mikinn tíma og mikinn pening sem varla er til miðað við allan niðurskurð.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 17:56:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég skil svar MEME þannig að það hafi aldrei verið athugað hvernig iðngreinar, ein eða fleiri, standi gagnvart áskilnaðarreglu 75. greinar stjórnarskrárinnar. Það kosti því heilstæða skoðun á því hvort lögverndun allra iðngreina þjóni almannahagsmunum sem heild. Þá væri skoðað hvort það ætti líka við einstaka iðngreinar.

Hér hefur verið leitað logandi ljósi að þeim almannahagsmunum sem löggilding á ljósmyndun sem iðngrein á að tryggja en þeir hafa hreinlega ekki fundist. Ágiskunin um hættuleg efni skutu þeir sjálfir niður.

Þessir meintu almannahagsmunir voru varðir nýverið með málaferlum nímenninga gegn Brosbörnum og Gamanmyndum. Árangurinn varð sá að viðskiptamenn Brosbarna og Gamanmynda geta ekki lengur leitað eftir þjónustu þeirra. Það er oft sagt að almannahagsmunir og sérhagsmunir fari saman. En er það svo? Mér sýndist nímenningarnir hafa varið sína sérhagsmuni með því að koma keppinautum sínum út af markaði og við það fórnað almannahagsmunum viðskiptavina þeirra í leiðinni. Engin fagleg sjónarmið hafi ráðið ferð.

Mér finnast svör MEME og LÍSI kalla á að Hæstiréttur taki málefnalega afstöðu í þessu máli og þá verður það vonandi með 75. grein stjórnarskrárinnar og Brosbörnum gegn nímenningunum sem leiðir þá sjálfsagt til þessarar heildarendurskoðunar sem bæði MEME og LÍSI kalla eftir.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile


Síðast breytt af kgs þann 12 Des 2010 - 18:09:28, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 18:05:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Ég skil svar MEME þannig að það hafi aldrei verið athugað hvernig iðngreinar, ein eða fleiri, standi gagnvart áskilnaðarreglu 75. greinar stjórnarskrárinnar. Það kosti því heilstæða skoðun á því hvort lögverndun allra iðngreina þjóni almannahagsmunum sem heild.

Það hefur verið leitað hér logandi ljósi að þeim almannahagsmunum sem löggilding á ljósmyndun sem iðngrein á að tryggja en þeir hafa hreinlega ekki fundist.

Þessir almannahagsmunir voru varðir nýverið með málaferlum nímenninga gegn Brosbörnum og Gamanmyndum. Árangurinn varð sá að viðskiptamenn Brosbarna og Gamanmynda geta ekki lengur leitað eftir þjónustu þeirra. Það er oft sagt að almannahagsmunir og sérhagsmunir fari saman. En er það svo? Mér sýndist nímenningarnir hafa varið sína sérhagsmuni með því að koma keppinautum sínum út af markaði og við það fórnað almannahagsmunum viðskiptavina þeirra í leiðinni.

Svör MEME og LÍSI kalla eiginlega á það að Hæstiréttur taki málefnalega afstöðu í þessu máli og þá verður það vonandi með 75. grein stjórnarskrárinnar og Brosbörnum sem leiðir sjálfsagt til þessarar heildarendurskoðunar sem bæði MEME og LÍSI kalla eftir.

Get tekið undir þetta.

Þetta atriði ásamt því hvernig þessum málum er háttað í viðmiðunarlöndum okkar, ætti að varða veginn til breytinga.

En eins og málum er háttað hjá okkur í okkar stjórnsýslu og sérstaklega, í hverskonar lobbyisma sem svar MMR kristallar, þá mun þetta taka tíma. Stjórnsýslan vill eðli sínu samkvæmt ekki hrófla við kerfi sem þeim finnst hafa virkað hingað til. Það þarf oftast mikið meira en bara óréttlæti til að menn breyti einhverju.

Í raun er svar LÍSI með fádæmum lélegt og furðulegt að MMR taki það sem málsgagn í þessari stuttu greinagerð sinni.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 18:13:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
kgs skrifaði:
Ég skil svar MEME þannig að það hafi aldrei verið athugað hvernig iðngreinar, ein eða fleiri, standi gagnvart áskilnaðarreglu 75. greinar stjórnarskrárinnar. Það kosti því heilstæða skoðun á því hvort lögverndun allra iðngreina þjóni almannahagsmunum sem heild.

Það hefur verið leitað hér logandi ljósi að þeim almannahagsmunum sem löggilding á ljósmyndun sem iðngrein á að tryggja en þeir hafa hreinlega ekki fundist.

Þessir almannahagsmunir voru varðir nýverið með málaferlum nímenninga gegn Brosbörnum og Gamanmyndum. Árangurinn varð sá að viðskiptamenn Brosbarna og Gamanmynda geta ekki lengur leitað eftir þjónustu þeirra. Það er oft sagt að almannahagsmunir og sérhagsmunir fari saman. En er það svo? Mér sýndist nímenningarnir hafa varið sína sérhagsmuni með því að koma keppinautum sínum út af markaði og við það fórnað almannahagsmunum viðskiptavina þeirra í leiðinni.

Svör MEME og LÍSI kalla eiginlega á það að Hæstiréttur taki málefnalega afstöðu í þessu máli og þá verður það vonandi með 75. grein stjórnarskrárinnar og Brosbörnum sem leiðir sjálfsagt til þessarar heildarendurskoðunar sem bæði MEME og LÍSI kalla eftir.

Get tekið undir þetta.

Þetta atriði ásamt því hvernig þessum málum er háttað í viðmiðunarlöndum okkar, ætti að varða veginn til breytinga.

En eins og málum er háttað hjá okkur í okkar stjórnsýslu og sérstaklega, í hverskonar lobbyisma sem svar MMR kristallar, þá mun þetta taka tíma. Stjórnsýslan vill eðli sínu samkvæmt ekki hrófla við kerfi sem þeim finnst hafa virkað hingað til. Það þarf oftast mikið meira en bara óréttlæti til að menn breyti einhverju.

Í raun er svar LÍSI með fádæmum lélegt og furðulegt að MMR taki það sem málsgagn í þessari stuttu greinagerð sinni.
Já, heildarendurskoðun er þvert á vinnubrögð þeirra sjálfra og það sést í lagabálkum eins og t.d. Iðnaðarlögum og Höfundarlögum. Þar eru smávægilegar breytingar gerðar á lögunum sem hafa talsverð réttarfarsleg áhrif, venjulega á þá leið að þeir hagsmunaaðilar sem að breytingunum vinna standa betur eftir þær.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 18:23:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Ég skil svar MEME þannig að það hafi aldrei verið athugað hvernig iðngreinar, ein eða fleiri, standi gagnvart áskilnaðarreglu 75. greinar stjórnarskrárinnar. Það kosti því heilstæða skoðun á því hvort lögverndun allra iðngreina þjóni almannahagsmunum sem heild. Þá væri skoðað hvort það ætti líka við einstaka iðngreinar.

Hér hefur verið leitað logandi ljósi að þeim almannahagsmunum sem löggilding á ljósmyndun sem iðngrein á að tryggja en þeir hafa hreinlega ekki fundist. Ágiskunin um hættuleg efni skutu þeir sjálfir niður.

Þessir meintu almannahagsmunir voru varðir nýverið með málaferlum nímenninga gegn Brosbörnum og Gamanmyndum. Árangurinn varð sá að viðskiptamenn Brosbarna og Gamanmynda geta ekki lengur leitað eftir þjónustu þeirra. Það er oft sagt að almannahagsmunir og sérhagsmunir fari saman. En er það svo? Mér sýndist nímenningarnir hafa varið sína sérhagsmuni með því að koma keppinautum sínum út af markaði og við það fórnað almannahagsmunum viðskiptavina þeirra í leiðinni. Engin fagleg sjónarmið hafi ráðið ferð.

Mér finnast svör MEME og LÍSI kalla á að Hæstiréttur taki málefnalega afstöðu í þessu máli og þá verður það vonandi með 75. grein stjórnarskrárinnar og Brosbörnum gegn nímenningunum sem leiðir þá sjálfsagt til þessarar heildarendurskoðunar sem bæði MEME og LÍSI kalla eftir.


Vel orðað.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Marel


Skráður þann: 25 Maí 2009
Innlegg: 609

Great Wall DF2, Canon AE-1 Program
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 20:41:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég má til með að skjóta inn einum punkti um meintan skort á spilliefnum í stafrænu umhverfi: http://www.dosomething.org/tipsandtools/11-facts-about-e-waste
_________________
Flickrið mitt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 14 Des 2010 - 23:01:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Úr bréfi HUL:
Tilvitnun:
Krafa okkar er að stafræn ljósmyndun eða ljósmyndun í heild verði tekin út úr reglugerð 940/1999 og verði þar með ekki löggild iðngrein.
Við byggjum kröfuna á því að:
  1. ljósmyndun er víðast hvar í nágrannalöndum okkar án takmarkanna á atvinnufrelsi.
  2. miklar tækniframfarir hafi orðið í greininni sem gerir notkun spilliefna óþarfa.
  3. lögverndunin stangast á við 75. grein stjórnarskráarinnar um atvinnufrelsi.
  4. ljósmyndun sem lögvernduð iðngrein skarast á við verksvið annara atvinnugreina sem eru ekki undir iðnlöggjöfinni.
  5. ljósmyndun er meira listgrein en iðngrein.
  6. hún hamlar eðlilegri samkeppni og frelsi fólks til að velja.
Mér sýnist í fljótu bragði að LÍSI og MEME svari engu um liði 1 og 6 sem eru að mínu mati aðalrök fyrir því að taka ljósmyndun undan Iðnaðarlögum. Köll LÍSI og MEME eftir heildarendurskoðun á öllum iðngreinum kemur mér ekki á óvart en stangast á við þeirra eigin vinnubrögð. Það þarf bara að skoða Iðnaðarlögin til að sjá allar smábreytingarnar sem gerðar hafa verið frá því að þau voru sett og sjálfsagt passað upp á að breytingarnar þjóni hagsmunum SI eða a.m.k. skerði þá ekki. Allir-fyrir-einn-bræðralagsreglan á heldur ekki við í þessu máli því það er ekki verið að gera neitt annað en að taka af ljósmyndurum réttinn til að kæra samkeppni sína út af vinnumarkaði fyrir það eitt að hafa ekki stundað nám í Tækniskólanum (12 pláss á ári) og lokið sveinsprófi (2-3 á ári). Þá fellur iðnaðargjaldið reyndar niður af ljósmyndurum. Annað þarf ekki að breytast markaðsins vegna.

Formaður LÍ sagði í viðtali að þeir þyrftu að geta sagt eitthvað við krakkana sem stunduðu þetta nám, að þau fengju atvinnuréttindi. Það á aðeins við um kannski 2–3 af 12. Hvað er sagt við hina?
"Ekki gefast upp. Þú getur orðið ljósmyndari ef þú bara vilt það nógu heitt." ?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Des 2010 - 0:49:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þegar frá líður verður skýringin: "Þú vildir það ekki nógu heitt."
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Des 2010 - 10:22:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kgs skrifaði:
Þegar frá líður verður skýringin: "Þú vildir það ekki nógu heitt."


... er það ekki fínt ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Des 2010 - 17:20:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
kgs skrifaði:
Þegar frá líður verður skýringin: "Þú vildir það ekki nógu heitt."


... er það ekki fínt ?
Nei, alls ekki. Smile
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 16 Des 2010 - 17:53:23    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
kgs skrifaði:
Þegar frá líður verður skýringin: "Þú vildir það ekki nógu heitt."


... er það ekki fínt ?

Jú ef starfið er merkilegt..

Á vissulega við um mjög svo krefjandi störf sem jafnvel fáir "fá" að gegna, eins og ráðherrar, forsetar og hæstaréttardómarar, en ehmm.. leyfi til að fá að taka myndir og hafa tekjur af því.. varla.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5
Blaðsíða 5 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group