Sjá spjallþráð - Fréttir úr ráðuneyti? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Fréttir úr ráðuneyti?
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 13:45:54    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugsa að þetta sé aðeins byrjunin.

Ágætis áfangi að vekja upp ráðuneytin og einhverja þingmenn til umhugsunar um þessi klaufalegu og úrssérgengnu lög.

Og að sjálfsögðu á að nota sem flest rök. Því fleiri, því betra. Það er svo annað hvort menn samþykki eða kaupi öll rökin.

En fyndið samt að lesa innlegg úrtölurmannanna hérna. Þeir sjálfir þykjast í dag vera ábyrgir þátttakendur í umræðunni en gerðu í raun ekkert annað en að trölla hana gagngert til að skapa úlfúð og leiðindi í byrjun.

Svo voga þeir sér að saka aðra um sviðna jörð!
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonr


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 5113
Staðsetning: Shrödinger's box
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 13:49:39    Efni innleggs: Svara með tilvísun

S.s. ég má mála portrett gegn gjaldi, en ekki taka mynd og prenta?
_________________
jonr.light.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 13:51:32    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Hugsa að þetta sé aðeins byrjunin.

Ágætis áfangi að vekja upp ráðuneytin og einhverja þingmenn til umhugsunar um þessi klaufalegu og úrssérgengnu lög.

Og að sjálfsögðu á að nota sem flest rök. Því fleiri, því betra. Það er svo annað hvort menn samþykki eða kaupi öll rökin.

En fyndið samt að lesa innlegg úrtölurmannanna hérna. Þeir sjálfir þykjast í dag vera ábyrgir þátttakendur í umræðunni en gerðu í raun ekkert annað en að trölla hana gagngert til að skapa úlfúð og leiðindi í byrjun.

Svo voga þeir sér að saka aðra um sviðna jörð!


Æi, ég vogaði mér líka að vera ósammála þér...

Finnst frekar barnaleg hugsun að geta ekki skilið að það séu ekki allir sjálfkrafa þátttakendur í einhverjum já-kór.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 14:41:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:

Æi, ég vogaði mér líka að vera ósammála þér...

Finnst frekar barnaleg hugsun að geta ekki skilið að það séu ekki allir sjálfkrafa þátttakendur í einhverjum já-kór.

Þú er harðákveðinn í að vera með leiðindi.

Ég hef aldrei deilt á menn fyrir að vera mér ósammála og það gerði ég ekki heldur við þig eða aðra úrtölumenn. Svona málflutningur heitir Strámaður.

Ég gagnrýndi hins vegar á sínum tíma aðferðirnar sem þið notuðu.

Þú lagðir til dæmis ekki eitt einasta málefnalegt innlegg í umræðuna, sagðir fólk vera fífl sem þyrfti á vernd að halda og Völundur tönglaðist aftur og aftur á þessum með spilliefnin, fullyrti að enginn hefði sagt það vera ástæðuna fyrir þessu fyrirkomulagi þrátt fyrir fjölda innleggja þess efnis.. og svo til viðbótar kom í ljós að hann sjálfur hafði einmitt sagt þetta!

Annars er þetta frá og óþarfi að vera að velta sér upp úr fortíðinni með endalausum leiðindum. Nú er ljóst að þetta félag er lagt af stað í þessa ferð. Enginn er svo barnalegur að halda að allt vinnist í fyrstu lotu. Þetta er mjög líklega spurning um einhver ár, mörg bréf og einhverja fundi. En í mínum huga ber að breyta þessu reyndar eins og svo mörgu öðru sem er virkilega gallað hjá okkur í okkar lögum og regluverki, er einmitt höfuð ástæða þess að við erum með stjórnlagaþing í gangi þessa daganna.

Vissulega brýnni mál þar á ferðinni, en þessi "smá" óréttlætis mál eiga sinn tilverurétt líka og ef einhvern tímann er réttur tími, þá er það nú á þessum umbrota tímum.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 15:30:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

garrinn skrifaði:
Hugsa að þetta sé aðeins byrjunin.

Ágætis áfangi að vekja upp ráðuneytin og einhverja þingmenn til umhugsunar um þessi klaufalegu og úrssérgengnu lög.

Og að sjálfsögðu á að nota sem flest rök. Því fleiri, því betra. Það er svo annað hvort menn samþykki eða kaupi öll rökin.

En fyndið samt að lesa innlegg úrtölurmannanna hérna. Þeir sjálfir þykjast í dag vera ábyrgir þátttakendur í umræðunni en gerðu í raun ekkert annað en að trölla hana gagngert til að skapa úlfúð og leiðindi í byrjun.

Svo voga þeir sér að saka aðra um sviðna jörð!


Shocked

Mér sýnist þetta bara vera í einhverjum skotgröfum. HUL menn ákváðu að hundsa allar ábendingarnar sem komu frá okkur hinum. Svo kemur erindið og er bæði meingallað að forminu til, illa orðað og mjög óljóst. Auðvitað hendir ráðuneytið þessu bara í hausinn á ykkur eins og hverri annari frekju, enda er framsetningin gildishlaðin frá upphafi, textinn er alls ekki hlutlægur og svo hefur greinilega verið ákveðið að ignora þessa ágætis punkta sem komu fram hérna í umræðunni.

Ef það eru úlfúð og leiðindi að ræða þessi mál á einhverjum krítískum nótum, þá er ég hissa, enda hef ég lagt talsvert á mig til þess að vera bæði málefnalegur og hjálplegur í þessari umræðu. Þú og þið þarna eruð bara greinilega svo hörundsárir að þið meikið ekki að fá ekki klapp á bakið fyrir allt sem þið gerið, hvort sem það er til góðs eða ills.

Ég held að Óskar hafi rétt fyrir sér, nú er búið að leggja þessa vanbúnu hugmynd fram, og það verður ekkert endurtekið á næstunni. - Henni verður bara hafnað, og við hin sitjum uppi með þá ákvörðun.

Annars skil ég ekki afhverju þú herra minn þarft alltaf að fara í eitthvað persónulegt skítkast í þessari umræðu. Það er eins og það sé eitthvað að þjaka þig.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos


Síðast breytt af Völundur þann 10 Des 2010 - 15:59:56, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 15:35:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Úr bréfi HUL:
Tilvitnun:
Krafa okkar er að stafræn ljósmyndun eða ljósmyndun í heild verði tekin út úr reglugerð 940/1999 og verði þar með ekki löggild iðngrein.
Við byggjum kröfuna á því að:
  1. ljósmyndun er víðast hvar í nágrannalöndum okkar án takmarkanna á atvinnufrelsi.
  2. miklar tækniframfarir hafi orðið í greininni sem gerir notkun spilliefna óþarfa.
  3. lögverndunin stangast á við 75. grein stjórnarskráarinnar um atvinnufrelsi.
  4. ljósmyndun sem lögvernduð iðngrein skarast á við verksvið annara atvinnugreina sem eru ekki undir iðnlöggjöfinni.
  5. ljósmyndun er meira listgrein en iðngrein.
  6. hún hamlar eðlilegri samkeppni og frelsi fólks til að velja.
Mér sýnist í fljótu bragði að LÍSI og MEME svari engu um liði 1 og 6 sem eru að mínu mati aðalrök fyrir því að taka ljósmyndun undan Iðnaðarlögum. Köll LÍSI og MEME eftir heildarendurskoðun á öllum iðngreinum kemur mér ekki á óvart en stangast á við þeirra eigin vinnubrögð. Það þarf bara að skoða Iðnaðarlögin til að sjá allar smábreytingarnar sem gerðar hafa verið frá því að þau voru sett og sjálfsagt passað upp á að breytingarnar þjóni hagsmunum SI eða a.m.k. skerði þá ekki. Allir-fyrir-einn-bræðralagsreglan á heldur ekki við í þessu máli því það er ekki verið að gera neitt annað en að taka af ljósmyndurum réttinn til að kæra samkeppni sína út af vinnumarkaði fyrir það eitt að hafa ekki stundað nám í Tækniskólanum (12 pláss á ári) og lokið sveinsprófi (2-3 á ári). Þá fellur iðnaðargjaldið reyndar niður af ljósmyndurum. Annað þarf ekki að breytast markaðsins vegna.

Formaður LÍ sagði í viðtali að þeir þyrftu að geta sagt eitthvað við krakkana sem stunduðu þetta nám, að þau fengju atvinnuréttindi. Það á aðeins við um kannski 2–3 af 12. Hvað er sagt við hina?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
garrinn


Skráður þann: 06 Jan 2008
Innlegg: 3619
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 18:33:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:

Shocked

Mér sýnist þetta bara vera í einhverjum skotgröfum. HUL menn ákváðu að hundsa allar ábendingarnar sem komu frá okkur hinum. Svo kemur erindið og er bæði meingallað að forminu til, illa orðað og mjög óljóst. Auðvitað hendir ráðuneytið þessu bara í hausinn á ykkur eins og hverri annari frekju, enda er framsetningin gildishlaðin frá upphafi, textinn er alls ekki hlutlægur og svo hefur greinilega verið ákveðið að ignora þessa ágætis punkta sem komu fram hérna í umræðunni.

Ef það eru úlfúð og leiðindi að ræða þessi mál á einhverjum krítískum nótum, þá er ég hissa, enda hef ég lagt talsvert á mig til þess að vera bæði málefnalegur og hjálplegur í þessari umræðu. Þú og þið þarna eruð bara greinilega svo hörundsárir að þið meikið ekki að fá ekki klapp á bakið fyrir allt sem þið gerið, hvort sem það er til góðs eða ills.

Ég held að Óskar hafi rétt fyrir sér, nú er búið að leggja þessa vanbúnu hugmynd fram, og það verður ekkert endurtekið á næstunni. - Henni verður bara hafnað, og við hin sitjum uppi með þá ákvörðun.

Annars skil ég ekki afhverju þú herra minn þarft alltaf að fara í eitthvað persónulegt skítkast í þessari umræðu. Það er eins og það sé eitthvað að þjaka þig.

Mér finnst þetta nú eiginlega ekki vera persónulegt skítkast. Allavega ekki hugsað þannig frá mér.

Kannski hrá og ósnyrt Íslensk hreinskilni?

En það er kannski eitthvað til í þessu hjá þér. Þú hefur oft komið með mjög skemmtilega og rökvísa vinkla á mörg mál.

Og ég ekki tilbúinn að kaupa þessi rök þín í þessu máli og fannst þetta smjatt á spilliefnunum vera eitthvað "low" en ég er ekki al-saklaus sjálfur svo sem.

Ég hefði helst kosið að þú værir í þessu HUL félagi og nýtt þannig vitneskju og getu þína á þessu sviði þessu máli til framdráttar.

Málið er að þetta er óréttlátt og eftir að hafa lesið álit Ljósmyndafélags Íslands þá sauð á mér nú fyrr í dag.

Það eru nokkur atriði sem ég hefði kosið að koma að varðandi þetta bréf þeirra LÍSI manna.

Þeir skjóta til dæmis niður þetta hugsanlega "spilliefna" tilfefni á bak við það að ljósmyndun var gerð iðngrein 1927, en hafa svo ekki fyrir því að útskýra hvers vegna ljósmyndun hafi verið flokkuð þarna undir. MMR (Mennta og Menningarmálaráðuneytið) segir hins vegar að ljósmyndun hafi ekki verið hugsuð sem eiginleg iðngrein á sínum tíma, heldur hafi hún verið gerð skólaskyld. Þarna vantar rök.

Var til dæmis sótt viðeigandi skjöl í skjalageymslur?

Allavega. Ljósmyndun í dag og ljósmyndun fyrir 80 árum er vægast sagt sitthvað annað. Og á þessu hafa nágrannalönd okkar tekið. Þau hafa aðlagað ljósmyndun að nútímanum.

Hvers vegna svara bæði LÍSI og MMR ekki þessum veigamiklu rökum, að viðmiðunarlönd okkar hafi þetta á annan hátt en við?

Það hefði kannski mátt undirbúa þennan fund eitthvað betur. Kalla til LMK-notendur og eða fleiri til að leggja á ráðin. En málið er langt í frá búið.

Næsta mál er að sjá hvernig þetta mál fer fyrir Hæstarétti. HUL þarf að standa á bak við "fórnarlömb" þessa óréttlátu laga.
_________________
Canon EOS 5D, 1D MKIIn
Myndir stórar - PAD Garrinn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
BKG


Skráður þann: 18 Maí 2008
Innlegg: 2840
Staðsetning: Ísland
Cannon e-ð
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 19:38:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sammála Garri, vel framsett.

Við í fávisku okkur sáum engin önnur rök fyrir því að ljósmyndun ætti að vera undir iðnlögjöfinni en notkun á spilliefnum. Það var ekkert annað sem gat réttlætt að ljósmyndun væri þar yfir höfuð.
Nú er það hið best mál að það skuli vera komið á hreint að svo er ekki, heldur hafi á sínum tíma verið sett undir iðnlögjöfina með reglugerð vegna þess eins að það var ákveðið að kenna fagið í iðnskólanum (fyrir rúmum 80 árum síðan)

Nú eru sterkustu ákvæðin í iðnlöggjöfinni að vernda almanna hagsmuni, við spurðum hvaða almannhagsmuni er verið að vernda í dag? Svarið er að við höfðum rangt fyrir okkur með spilliefnin, en komu e-r önnur rök?

Auðvita er gott að fá allar hliðar í umræðunni en er það virkilega ykkar álit Óskar og Tomz að þetta sé algjörlega unnið fyrir gýg og þau rök og vinna sem við höfum sett í þetta sé algjörlega út í hött útaf fullyrðingum um spilliefni?
Finnst ykkur svarið frá LÍ og SI svona gott að það þurrki út allar okkar spurning og rök jafnvel þó að þeim sé ekki svarað?

Ég hef ekki ennþá heyrt nein rök fyrir því afhvurju ljósmyndun eigi að vera kennd í Tækniskólanum og krefjist starfsnáms og sveinsprófs með tilheyrandi takmörkunum, frekar en annað skylt nám eins og (enn einu x) grafísk hönnun.
_________________
www.bkortphotography.zenfolio.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 23:33:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

BKG skrifaði:
Sammála Garri, vel framsett.

Við í fávisku okkur sáum engin önnur rök fyrir því að ljósmyndun ætti að vera undir iðnlögjöfinni en notkun á spilliefnum. Það var ekkert annað sem gat réttlætt að ljósmyndun væri þar yfir höfuð.
Nú er það hið best mál að það skuli vera komið á hreint að svo er ekki, heldur hafi á sínum tíma verið sett undir iðnlögjöfina með reglugerð vegna þess eins að það var ákveðið að kenna fagið í iðnskólanum (fyrir rúmum 80 árum síðan)

Nú eru sterkustu ákvæðin í iðnlöggjöfinni að vernda almanna hagsmuni, við spurðum hvaða almannhagsmuni er verið að vernda í dag? Svarið er að við höfðum rangt fyrir okkur með spilliefnin, en komu e-r önnur rök?

Auðvita er gott að fá allar hliðar í umræðunni en er það virkilega ykkar álit Óskar og Tomz að þetta sé algjörlega unnið fyrir gýg og þau rök og vinna sem við höfum sett í þetta sé algjörlega út í hött útaf fullyrðingum um spilliefni?
Finnst ykkur svarið frá LÍ og SI svona gott að það þurrki út allar okkar spurning og rök jafnvel þó að þeim sé ekki svarað?

Ég hef ekki ennþá heyrt nein rök fyrir því afhvurju ljósmyndun eigi að vera kennd í Tækniskólanum og krefjist starfsnáms og sveinsprófs með tilheyrandi takmörkunum, frekar en annað skylt nám eins og (enn einu x) grafísk hönnun.Af því að nafn mitt er dregið hér upp...ég, eins og aðrir, vildi bara vita hvort þessi barátta sé nokkuð búin hjá ykkur þrátt fyrir þessi svör sem þið fenguð, hvort baráttan hafi bara verið bóla sem hugsanlega sé sprungin og menn farnir að snúa sér að öðrum verkefnum.

Svo skilst mér ekki....frábært. Áfram með smjörið og starfið...
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 10 Des 2010 - 23:57:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Var ekki kvartað dálítið undan því að ljosmyndakeppni.is liti út fyrir að vera baráttusíða gegn ljósmyndurum og umræðan því færð að mestu yfir á Facebook svo hún yrði ekki eins áberandi hér?
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 14:57:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hver eru næstu skref?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
JóhannDK


Skráður þann: 06 Jún 2006
Innlegg: 3607
Staðsetning: Norður-Sjáland
Canon 5D
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 15:08:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þykir leitt að vera "sá gaur". En ég ætla samt að vera það.

Ég sagði ykkur það!

"Hvað sagðir þú okkur?" gæti einhver spurt. Jú, ég sagði ykkur að rétt atburðarás væri að FYRST spyrja ráðuneytið hvers vegna ljósmyndun væri lögvarin af iðnaðarlögum OG SVO hrekja þau rök.
Ekki byrja á því að hrekja einhver tilbúin rök sem menn giska á að séu rök "andstæðingsins".

En það er óháð því ánægjulegt að einhver sé að standa í þessu. Við tökum því vanhugsaða með því góða.

-
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 15:49:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

sje skrifaði:
MMR segir það þurfi að fara yfir iðnlöggjöfina með tilliti til 75. gr. stjórnarskrárinnar og ef vilji sé til breytinga eftir það þá sé það skoðun MMR, bara skoðun þeirra, að skoða þurfi iðngreinarnar í heild. Það er ekki nauðsynlegt.
Þú kannski segir okkur hvar þetta stendur, að MMR segi að það ÞURFI að fara yfir iðnlöggjöfina?

Ég bara spyr því ég hef hvergi séð það orðað svona.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 15:55:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sama tilfinning hérna. Ég hélt í alvörunni að við værum að ræða þessa hluti til þess að fá einhverja góða niðurstöðu, en einhvernveginn fær maður á tilfinninguna að skoðanaskiptin hafi verið túlkuð sem eitthvað með / á móti, og að allt sem kom frá annari hliðinni hafi styrkt skoðanirnar á hinni hliðinni. Ég veit ekki hvaða svona módel er kallað, en á endanum framkallar þetta lélegar niðurstöður.

Mér finnst reyndar alveg ótrúlegt að punktinum um stöðuna í löndunum í kring (sem var einn af þeim sterkustu) hafi verið blandað saman við atvinnufrelsisrökin sem er ótrúlega hæpin og leikmannsleg ályktun. Þetta felur það í sér að samþykki menn ekki annan punktinn er hinum kastað með.
Reyndar klúðrast samanburðurinn við löndin í kring líka á því að lýsa ástandinu sem einokun. Ég sé allavega ekki hvernig það getur verið einokun þegar eitthvað á annað hundrað aðila starfa við greinina, og verðin eru mjög mismunandi.

Nú er kannski komið nóg af tuði. En ég er samt svo hissa á þessu orðalagi um listgreinar og iðngreinar. Hvað þýðir fullyrðingin um það að ljósmyndun sé meira listgrein en iðngrein? Og svo í skýringunni: Óraunverulegur samanburður?

Annars er ég sammála Limbra; gott að einhver er að sinna þessu, en ég verð nú að viðurkenna að ég er svolítið súr yfir því hvernig til tókst. Ég talaði einhverntíma um umboð til að verja hagsmuni annara, og fékk bágt fyrir - það er nákvæmlega þessi niðurstaða sem ég var að hafa áhyggjur af.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DaXes


Skráður þann: 20 Okt 2005
Innlegg: 251
Staðsetning: Garðabær
Canon 40D
InnleggInnlegg: 12 Des 2010 - 15:58:35    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HjaltiVignis skrifaði:

Ég bara spyr því ég hef hvergi séð það orðað svona.


http://hphotos-snc4.fbcdn.net/hs585.snc4/56286_171319999555404_161763463844391_428329_7644860_o.jpg

Ef linkurinn virkar án þess að vera skráður inn á facebook

3 málsgrein, 3 lína.
_________________
40D | 50 f/1.8 USM II | 75-300 f/4-5.6 USM III | Tamron 17-50 f/2.8 | 100 f/2.8 macro

Flickr.com/gudmann_bragi
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hið Opinbera Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3, 4, 5  Næsta
Blaðsíða 4 af 5

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group