Sjá spjallþráð - DIY macro linsa. :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
DIY macro linsa.

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Eddirp


Skráður þann: 04 Sep 2008
Innlegg: 608
Staðsetning: danmörk
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 14 Des 2008 - 15:10:02    Efni innleggs: DIY macro linsa. Svara með tilvísun

Ég keypti mér sigma 55-200 fyrir einhvern 10 þús fyrir löngu en hef notað hana sjaldan. Ég var síðan að panta mér eitthvað dót af gadget infinity (fyrir kreppu) og verslaði þetta. Þetta tube er algjört drasl og helst ekki á linsunni svo ég límdi þetta á sigma linsuna og er bara nokkuð sáttur við úrkomunalinsantestskot100% crop af testskotifókusdýpt
myndir í mestu fjarlægð. ca. 1/2 meter


mynd eins nálægt og ég kemst, held svona 5 cm.


þetta er engin ofurmacro en ég tel þetta býsna gott fyrir 13-14 þús kall

edit. gleymdi að nefna að það er hægt að stytta tube-ið og breyta þar af leiðandi áhrifunum. þarf að skoða það betur sjálfur
_________________
Flickr
500px
Friends don't let friends shoot JPEG.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 11 Jan 2010 - 15:46:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég keypti fyrir 2 árum svona kenko extension tube á ebay fyrir einhvern 5þús kall og það svínvirkar alveg.
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
4beez


Skráður þann: 11 Maí 2008
Innlegg: 961
Staðsetning: Hér og þar
Nikon D200
InnleggInnlegg: 11 Jan 2010 - 17:13:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HjaltiVignis skrifaði:
ég keypti fyrir 2 árum svona kenko extension tube á ebay fyrir einhvern 5þús kall og það svínvirkar alveg.


Sama hér, virkar vel.
_________________
Flickr/ljosvaki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
birkirj


Skráður þann: 23 Apr 2007
Innlegg: 844

Svona með takka...
InnleggInnlegg: 11 Jan 2010 - 17:59:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

4beez skrifaði:
HjaltiVignis skrifaði:
ég keypti fyrir 2 árum svona kenko extension tube á ebay fyrir einhvern 5þús kall og það svínvirkar alveg.


Sama hér, virkar vel.


Sama hér .. svín virkar alveg..

Geitungur á rennu:

Bee parking

kenko + 70-200 4L @ 104mm f/8

Annar sem viltist inn tíl mín og gaf honum helling af víni svo hann yrði samvinnuþýður:

The fly 3

kenko + 17-40 4L @32 mm f/14

Síðast en ekki síst er þessi cool: Smellið á hana og farið í fullsize.. bara pervertískt..

Kiss of Death

Með 17-40 linusnnni getur maður focusað á rykið á ysta glerinum með þessu kenko dóti.

Mjög skemmtilegt..
_________________
Flickrið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 11 Jan 2010 - 22:58:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

hérna er ein sem ég tók af húsflugu og kroppaði svo all verulega. var tekin á 50mm linsu fyrir 2 árum minnir mig. Þarf að fara að expirimenta með þetta aftur.


_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Spuncken


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 667

Fuji X-T1
InnleggInnlegg: 12 Jan 2010 - 0:06:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Langaði að henda hérna að gamni inn enn einu setup-inu fyrir súper-macro. Það er kallað reverse hringur og er einfaldlega filter sem notaður er til að festa saman tvær linsur á móti hvor annarri. Hér að neðan er svar sem ég póstaði við þræði hérna árið 2006.

Ps. má geta þess að þessi macro linsa er til sölu núna hér á spjallinu Smile


----------------------------------------------------------------
Hér er ein sem ég tók með Canon linsunni...Síðan keypti ég mér Reverse hring fyrir stuttu á ebay. Fyrir þá sem vita ekki hvernig hann virkar þá gerir hann manni kleyft að snúa linsu öfugt framan á annarri linsu sem er fyrir á boddíinu. Með öfugri prime linsu framan á er hægt að ná enn meira macro. Í mínu tilfelli er canon 100mm macro linsan með 58mm filterskrúfgang og svo á ég 50mm 1.4 sem er líka með 58mm filter. Reverse hringurinn minn er því 58/58.

Þessi mynd ætti að skýra þetta betur ...Tók að gamni mynd af vaxlit líka Very Happy Þarf ekki að taka það fram að fókusdýptin er enginn með svona setup-i, brot úr millimetra kannski. Þið sjáið að brýkin á vaxlitnum er kominn úr fókus.Kúlupenni fær að fylgja með...


----------------------------------------------------------------
_________________
*klikk*

500PX
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
HjaltiVignis


Skráður þann: 09 Ágú 2007
Innlegg: 1515

Canon EOS-1Ds Mark II
InnleggInnlegg: 21 Jan 2010 - 11:25:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þó fókusdýptin sé ekki mikil þá er þetta fáránlega mikið macro.

En þá spyr ég, ef maður væri með extension tube og þennan millihring, færi maður þá ekki mun nær en ella?
_________________
Hjalti Vignis Flickr
HjaltiVignis
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
jongud


Skráður þann: 20 Jan 2007
Innlegg: 687

Nikon D300
InnleggInnlegg: 21 Jan 2010 - 15:09:00    Efni innleggs: Dýptarskerpa Svara með tilvísun

Er ekki hægt að fá meiri dýptarskerpu með því að minnka ljósopið þó að linsan snúi öfugt?
Það er svo langt síðan maður tók Makró-mynd að maður man þetta ekki sjálfur.
_________________
Bakið ykkur ekki reiði guðanna
http://www.flickr.com/photos/rustarotta
http://picasaweb.google.com/jong204
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
bjornae


Skráður þann: 31 Jan 2006
Innlegg: 2238
Staðsetning: Búðardalur
Canon EOS 1D Mark III
InnleggInnlegg: 27 Ágú 2010 - 21:39:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég prófaði með 135mm fd linsu og öfuga 50mm rússneska framan áfókusdýptin er ekki mikil en það er gaman að þessu Very Happy
_________________
Björn A Einarsson

Það sem ekki drepur mann, styrkir mann

http://www.flickr.com/photos/baeinarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skari


Skráður þann: 24 Nóv 2006
Innlegg: 2976
Staðsetning: Djúpivogur
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 27 Ágú 2010 - 23:29:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Thomas Shahan er gríðarlega mikill snillingur þegar kemur að því að mynda skordýr, og hann notar svona macro extension tubes og svo er hann með gamlar pentax prime linsur öfugar framan á því. Hræódýrt en útkoman er stórkostleg. Og þegar hann er í vandræðum með fókusdýpt, þá tekur hann 2 myndir eða fleiri og raðar þeim saman til að fá meiri fókusdýpt. (fokus stack, hægt að gera í photoshop cs4 og cs5) Svo er hann með flass með softboxi á sem hann er nánast með ofan í skorkvikindinu.

Hérna er flickr síðan hans.
http://www.flickr.com/photos/opoterser/
og ein af hans snildar myndum.
Eye Arrangement of a Hogna Wolf Spider
_________________
Óskar Ragnarsson
flickr
Flickriver
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 28 Ágú 2010 - 0:54:01    Efni innleggs: Re: Dýptarskerpa Svara með tilvísun

jongud skrifaði:
Er ekki hægt að fá meiri dýptarskerpu með því að minnka ljósopið þó að linsan snúi öfugt?
Það er svo langt síðan maður tók Makró-mynd að maður man þetta ekki sjálfur.

Já, þú getur stillt hvaða ljósop sem er með reversed linsu.
eMilk útskýrði það fyrir ekki löngu síðan:

"Þú heldur inni takkanum [preview takkinn framan á bodýinu], setur á ljósopið sem þú vilt, tekur linsuna af og heldur takkanum á meðan og þá eru ljósopsblöðin niðri. Þú sérð reyndar miklu dekkra í viewfindernum en maður venst því.
Ég annaðhvort set linsuna öfuga fyrir framan beran sensorinn og vanda mig við að hleypa ekki ljósi á milli, eða sný linsu við fyrir framan aðra linsu."


úr þessum þræði: http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=58089&postdays=0&postorder=asc&highlight=macro&start=15
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5015


InnleggInnlegg: 08 Nóv 2011 - 21:23:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Og ég sem hef ekki enn þá prófað þetta með tvær linsur.

celebrity fashion gallery
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Föndurhornið Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group