Sjá spjallþráð - Leiðbeiningar um mat á ljósmyndum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Leiðbeiningar um mat á ljósmyndum

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Myndarlegur


Skráður þann: 21 Feb 2006
Innlegg: 261

Canon 400D
InnleggInnlegg: 09 Mar 2008 - 20:01:04    Efni innleggs: Leiðbeiningar um mat á ljósmyndum Svara með tilvísun

'I liðinni viku var umræða hér á síðunni um mat á myndum og hvernig ætti að gefa ganrýni á uppbyggilegan hátt. Það lítur út fyrir að það sé þörf á leiðbeningum, eitthvað sem gæti verið gott að styðjast við þegar orða þarf skoðanir á annara verkum, - já og ekki síður til að gera sér betur grein fyrir gæðum og vanköntum þeirra mynda sem maður sjálfur er að brasa við.
'Eg fann í fórum mínum gamlan lista, sem vel má notast við, þýddi og endursagði hann og legg hann nú hér út, í von um að einhver geti haft gagn af.

Hverju veita skal athygli í mati á ljósmyndum
Tólf grunnreglur, skrifaðar í röð eftir mikilvægi þeirraÀhrif Það sem þú tekur fyrst eftir - það sem virkar sterkast á þig. Það gæti verið það sem vekur athygli þína og heldur áhuga þínum föstum. Eftirfarandi punktar gætu komið til greina:

Hugmyndaauðgi
og nýsköpun
Skemmtilegt hugarflug, eða að nálgast efnið á nýjan og óvæntan hátt; hugmyndarík úrvinnsla eða efnisnotkun; möguleiki á óhlutbundinni sýn (abstrakt) eða aðrar nýungar í t.d. formsköpun, sem lyfta verkinu að mörkum þess að vera list.

Stíll Þeir þættir, sem gera það að verkum að þínar myndir skera sig úr fjöldanum og er oft auðþekktar á handbragðinu. Það gæti verið:
Aðrar leiðir að skilja og túlka efnið; aðrar leiðir í meðhöndlun efnisins; algjörlega nýr still; raunverulegt/ekta og ekki gerfilegt;
Nýskapandi og eftirtektarvert.. Séreinkenni geta nást á margan hátt.

Myndbygging
Góð staðsetning af aðalatriðinu í myndfletinum; þekking á - og notkun af línum til að auka áhrif; velheppnuð notkun á endurtekningum eða andstæðum; jafnvægi og flæði í myndefni á fletinum og margir fleiri þættir, sem of langt er að telja upp.

Sýning myndar Góður rammi og vandað val á bakgrunni getur aukið áhrif og gæði myndarinnar; litur á bæði ramma og bakgrunni skiptir máli; að þora að vera öðruvísi getur verið meðvirkandi þáttur þegar fyrstu áhrif eru metin.

Litajafnvægi Myndin verður að vera góð, tæknilega. Litaval þarf að hæfa efninu;
Val af sterkum og andstæðum litum, óvenjuleg og hugmyndarík notkun ásamt sýnilegri þekkingu á tákngildi lita, getur skipt máli.

Aðalatriði Aðalatriði myndarinnar á að vera augljóst. Auðgað skal leita þangað ósjálfrátt og aðalatriðið verður að geisla styrk og meiningu.
Smáatriðin eru mikilvæg en mega aldrei yfirgnæfa.

Ljósnotkun Góð notkun á ljósinu er mjög mikilvæg. Til dæmis: góð grunnlýsing, góð lýsing á portrett myndum, ljósið notað til að skapa og auka áhrif. Góð notkun á ljósinu er leiðin til að túlka séreinkenni persónu eða hlutar.

Myndefnið Er myndefnið áhugavert fyrir fleiri en ljósmyndarann?Hvernig tókst túlkun efnisins? Hvernig er notkun á upptökuvinkli með tilliti til efnisins; persónur myndast misjafnlega, hefur
modellið næga útgeislun; hvernig er val á andstæðum, ungur- gamall, heitur-kaldur o.s.frv.

Myndgæði
Mikið af þessu hefur verið nefnt lauslega: Góður kontrast í myndinni; notkun millitóna í sv/hv; jafnvægi lita; meðvituð stjórnun/nýting á ljósi; Góðir vinklar og myndbygging; bakgrunnur
hafður skír eða óskír með tilliti til aðaefnis; einföld mynd er oft sú sterkasta!


Tækni
Tækni er einn af hornsteinunum í ljósmyndun. Hvernig tókst að velja tækni með tilliti til myndefnið og hvernig styður tæknileg útfærsla þau áhrif, sem ljósmyndarinn vildi ná fram? Er hin tæknilega útfærsla og handbragð nægilega godt? Tókst að
flytja ljósmyndarans hugmynd í áhugavert form sem mynd?

Frásögnin Hefur myndin einhvern boðskap/sögu að segja mér? Er þessari frásögn lokið innan ramma myndarinnar eða sakna eg enhvers?
Hafði frásögnin sterk áhrif; skapaði hún hræringar í tilfinnalífi mínu eða setti hugarflug mitt í gang? Var frásögnin skír og augljós
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
dvergur


Skráður þann: 27 Ágú 2007
Innlegg: 3284


InnleggInnlegg: 17 Nóv 2009 - 17:18:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst magnað að enginn hafi sýnt þessu áhuga á sýnum tíma. Vanþakklætið í ykkur... Razz
_________________
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Steini Fjall


Skráður þann: 06 Okt 2006
Innlegg: 70
Staðsetning: Reykjavík
Nikon D3
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2009 - 18:06:48    Efni innleggs: [vitlaus þráður] Þá verð ég senda þessa Svara með tilvísun

færi þetta yfir í gagnrýni.

Síðast breytt af Steini Fjall þann 17 Nóv 2009 - 18:57:24, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Myndarlegur


Skráður þann: 21 Feb 2006
Innlegg: 261

Canon 400D
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2009 - 18:46:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ha, til hvers, Steini?
Þessi þráður er um mat á ljósmyndum, ekki gagnrýnisþráður, ef það er það sem þú átt við.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
LOF


Skráður þann: 07 Apr 2007
Innlegg: 1695
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 17 Nóv 2009 - 22:18:47    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Áhugaverð lesning og gott að hafa hana í huga þegar maður gagnrýni næst.
Gott framtak Gott
_________________
Kveðja LOF
http://www.flickr.com/photos/10510233@N06
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
klararakel


Skráður þann: 02 Jún 2009
Innlegg: 625
Staðsetning: Kópavogur city
Canon EOS 20D
InnleggInnlegg: 18 Nóv 2009 - 8:41:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Myndarlegur skrifaði:
Ha, til hvers, Steini?
Þessi þráður er um mat á ljósmyndum, ekki gagnrýnisþráður, ef það er það sem þú átt við.


væntanlega svo að fólk sem skoðar spjallið þar sjái þetta og vonandi taki það til sín þegar það gagnrínir.
_________________
Canon EOS rebelX-filmuvél til lit ljósmyndunar| Penntax k1000-filmuvél til SH ljósmyndunar| Sigma 100-300mm, 4.5|Canon 50mm, 1.8|Canon 18-55mm, 5-5.6|Penntax 200mm |Penntax 50mm, 1.7

http://www.flickr.com/photos/klararakel/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Micaya


Skráður þann: 17 Des 2009
Innlegg: 5018


InnleggInnlegg: 21 Nóv 2010 - 21:03:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk, Myndarlegur.
Þetta er gagnlegur lestur Smile


Og takk öllum sem nenna að gagnrýna, eða gefa einhver feed-back við myndir annarra!
Gott
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
HoT


Skráður þann: 02 Mar 2010
Innlegg: 80
Staðsetning: Garðabæ
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 21 Nóv 2010 - 22:28:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

vel fram sett meginatriði sem standa alltaf fyrir sínu Idea
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Greinar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group