Sjá spjallþráð - Hvað kostar að panta frá usa með öllum gjöldum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Hvað kostar að panta frá usa með öllum gjöldum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Grós


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 3430
Staðsetning: RVK
....
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 13:22:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Stoney skrifaði:
Ég legg til að stjórnendur setji inn smá info um þetta svo fólk geti litið þangað. Með fullri virðingu fyrir þessum kork og öðrum þá er ég nánast viss um að þetta sé ekki fyrsti korkurinn um þetta mál og ekki seinasti. Er ekki hægt að koma upp ágætis tutorial um hvernig skal panta erlendis frá Wink


Styð þetta.

Láta inn reikningana sem Siggi var með. Bæta smá upplýsingum um hvaða verslanir eru ok. Linkur á resellerratings.com, ég nota XE til að reikna yfir í ísl. krónur á réttu gengi. Hafa smá kennsla hvernig ebay gengur fyrir sig. Upplýsingar um hvernig pósturinn gengur fyrir sig hérna heima. Osfrv...Nokkurnveginn allt sem hefur komið fram hér fyrir ofan.
Kv

Guðni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 13:48:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Í bókhaldi og bókhaldsreglum er innkaupsverð allur kostnaður sem fellur til við innkaup á vörunni, hvort sem er flutningskostnaður eða annar sambærilegur kostnaður.

Tollur/Skattur er síðan reiknaður af heildar innkaupsverði.

Ath. líka að tollur/skattur er reiknaður af innkaupsverðinu í íslenskum krónum og er þá notast við svokallað tollgengi sem uppfærist sjaldnar en almennt kaup/sölugengi dollars. Mig minnir að tollgengi sé uppfært mánaðarlega. Þessvegna getur verið að vsk/tollur sé reiknaður af hærra verði en þitt raunverulega innkaupsverð, eða lægra (eftir því hvernig þróun dollarans hefur verið þann mánuðinn Wink

Vona að þetta skýri þetta endanlega út Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:31:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Auðvitað er fáránlegt að borga vsk af flutningskostnaði, enda yfirleitt fyrirtæki staðsett erlendis sem rukka mann, og þar af leiðandi ætti maður að borga vsk í því landi sem og maður gerir ef einhver er, það sama gildir um vöruna sjálfa þar sem maður hefur borgað gjöld af henni í því landi sem maður kaupir frá.

Finnst að það ætti að vera hægt að kaupa tax free af netinu, en svona er þetta bara, maður þarf að sætta sig við að vera tekinn í **** annað slagið Sad
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 19:38:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þú ert ekki að borga skattin til flutningafyrirtækisins heldur ríkisins Smile

Virðisaukaskattur þýðir skattur á allt sem eykur virði vörunnar, flutningur milli landa kostar peninga og ef varan er seld hér á landi er sendingakostnaðurin lagður við vöruverðið úti, þannig ertu búinn að auka virði vörunnar og átt að borga virðisauka skatt af þeirri upphæð Wink

framleiðandi vörunnar borgar vsk af öllu hráefni sem hann kaupir inn og fær greiddan vsk af allri vöru sem hannn selur út, svo er þetta jafnað í bókhaldinu þannig að endanlega greiðir framleiðandinn aðeins skatt til ríkisins af því sem varan hækkar í verði í gegnum framleiðsluna, að frádregnum kostnaði við framleiðsluna sjálfa, þannig að maður er í raun aldrei að borga skattin 2svar eins og margir vilja meina, en sem neytandi er þetta auðvitað ósanngjarnt þar sem við aukum ekki virði vörunar heldur notum hana bara Crying or Very sad
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 29 Des 2004 - 20:57:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Malt skrifaði:
Auðvitað er fáránlegt að borga vsk af flutningskostnaði, enda yfirleitt fyrirtæki staðsett erlendis sem rukka mann, og þar af leiðandi ætti maður að borga vsk í því landi sem og maður gerir ef einhver er


Þetta er alrangt. Í millilandaviðskiptum áttu ekki að borga skatt af vörunum í því landi sem þú kaupir frá, heldur eingöngu í landinu sem þú ert að flytja inn til - ef einhver rukkar þig um skatt þá veit hann ekki betur og þú getur hæglega bent honum á villuna Wink (hef þurft að gera það nokkrum sinnum).

Reyndar er það held ég svo að aðeins örfá ríki í USA séu með neyslu/söluskatt svipaðan og okkar VSK, þannig að menn hafa líklega lítið sem ekkert lent í þessu í viðskiptum þaðan.

Þetta er allt mjög lógískt þegar menn fara að pæla aðeins í hlutunum.

Það ósanngjarna er hinsvegar það hversu gamaldags tollskráin er, margir hlutir sem fyrir einhverjum árum voru taldir til munaðarvara en eru í dag almenningsneysluvara og notkun þeirra bundin í lög, einsog t.d handfrjáls GSM búnaður, er ennþá flokkað sem Lúxus/munaðarvara og á okurtollum(40-60% ef ég man rétt..ef ekki meira).

Handrjáls búnaður sem kostar 500kr erlendis, 50kr flutningsgjald per stk. = (550 x 1.5) x 1.245 = 1.027kr, nánast tvöfaldast í verði .

Ef þetta er síðan selt út úr búð með 30% álagningu þá er dæmið sirka svona: ((550x1.5) x 1.3 ) x 1.245 = 1335 sem er ekki langt frá verðinu á ódýrum handfrjálsum búnaði í dag hérlendis.

Þakka guði fyrir að ljósmyndavörur séu á 0% tolli Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 30 Des 2004 - 0:41:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

daniel skrifaði:
Þetta er alrangt. Í millilandaviðskiptum áttu ekki að borga skatt af vörunum í því landi sem þú kaupir frá, heldur eingöngu í landinu sem þú ert að flytja inn til - ef einhver rukkar þig um skatt þá veit hann ekki betur og þú getur hæglega bent honum á villuna Wink (hef þurft að gera það nokkrum sinnum).


Þetta er nákvæmlega það sem ég var að reyna að segja, þess vegna vil ég tax free verslanir á netinu, svo ég þurfi ekki að borga vsk á báðum stöðum Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
russi


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 2608
Staðsetning: Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 30 Des 2004 - 0:43:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Malt skrifaði:
Þetta er nákvæmlega það sem ég var að reyna að segja, þess vegna vil ég tax free verslanir á netinu, svo ég þurfi ekki að borga vsk á báðum stöðum Very Happy


Þegar ég panta frá BHvideo þá hef ég ekki borgað skatt í USA, kemur skýrt fram, minnir að öll verð þar séu án skatts sem síðan er breytilegur eftir þvi hvort þú pantar inna fylkis, milli fylkja eða útúr USA. Getur líka verið að ég sé að muna rangt
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 30 Des 2004 - 9:16:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Malt skrifaði:
daniel skrifaði:
Þetta er alrangt. Í millilandaviðskiptum áttu ekki að borga skatt af vörunum í því landi sem þú kaupir frá, heldur eingöngu í landinu sem þú ert að flytja inn til - ef einhver rukkar þig um skatt þá veit hann ekki betur og þú getur hæglega bent honum á villuna Wink (hef þurft að gera það nokkrum sinnum).


Þetta er nákvæmlega það sem ég var að reyna að segja, þess vegna vil ég tax free verslanir á netinu, svo ég þurfi ekki að borga vsk á báðum stöðum Very Happy


Tax free verslanir eru ekki til í þessum skilningi sem þú ert að tala um, hvorki á netinu né annarsstaðar. Þetta tax free system hérlendis sem þú sérð í sumum búðum(túristabúðum) er einfaldlega til að framfylgja þessu um að þú borgir ekki skatt í landinu sem þú kaupir í, heldur borgarðu þegar þú kemur heim.
Það er svo hinsvegar mism. hvort að fólk láti tollinn vita þegar það kemur heim hvort að það sé með einhvern tollskyldan varning Wink

Reyndar er þetta tax free system hérna frekar glatað, maður fær 14.5% minnir mig, rest kalla þeir "þjónustugjöld". Wink

Ríkið að svína á túristana hægri vinstri.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Malt


Skráður þann: 02 Des 2004
Innlegg: 2237
Staðsetning: Reykjavík
Canon 20D
InnleggInnlegg: 30 Des 2004 - 14:02:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

[quote="danielTax free verslanir eru ekki til í þessum skilningi sem þú ert að tala um, hvorki á netinu né annarsstaðar. Þetta tax free system hérlendis sem þú sérð í sumum búðum(túristabúðum) er einfaldlega til að framfylgja þessu um að þú borgir ekki skatt í landinu sem þú kaupir í, heldur borgarðu þegar þú kemur heim.
Það er svo hinsvegar mism. hvort að fólk láti tollinn vita þegar það kemur heim hvort að það sé með einhvern tollskyldan varning Wink
[/quote]

Og borgar þú þá ekki skattinn bara í einu landi í staðinn fyrir báðum? Það er einmitt það sem ég vil gera, einhver benti reyndar á að maður borgar ekki skattana þegar maður verslar af BH, finnst það reyndar frekar ótrúlegt, en gott ef satt er.

Það er auðvitað fínt að ræna túrista hér á landi, svo framarlega sem ég er ekki rændur þegar ég ferðast Very Happy

Ég tek alltaf tax free nótur, skila þeim inn á flugvellinum þegar ég er að fara, fæ endurgreiðslu, kem heim, læt ekki tollinn vita, 100% tax free verslun Very Happy
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 30 Des 2004 - 19:36:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Malt, mæli með að þú lesir póstana mína yfir aftur - er farinn að gruna að við séum að segja það sama.

--

Með að maður "borgi ekki skattana af vörum keyptum hjá BH" þá er alveg eins að kaupa vörur hjá BH, eBay eða hvaða annarri netverslun, eða búðarverslun. Þú borgar enga skatta í landinu sem þú kaupir frá, bara í landinu sem þú flytur inní.

Ef þú skildir þetta þannig að þessi sem sagði þetta hefði enga skatta borgað yfirhöfuð, þá hefur sá aðili verið heppinn eða svindlað á kerfinu einhvernveginn - íslensk stjórnvöld "favore'a" ekki ákveðnar búðir fram yfir aðrar með skattfrjálsri stefnu Wink
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group