Sjá spjallþráð - Framköllun á E6 og C41 4X5 blaðfilmum? :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Framköllun á E6 og C41 4X5 blaðfilmum?
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 14:21:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ágætu félagar

Ég þakka ykkur öllum fyrir gagnlegar upplýsingar. Nú er komið í ljós að Ljósmyndavörur selja enn 4X5 filmur - en liggja að sjálfsögðu ekki með mikla lagera. Eiga Velvia og Pro160S eins og stendur og verðið er í kringum 2000 fyrir 10 blaða pakka.

Hjá Merkingu starfar maður sem er kallaður Gústi en ekki Gúndi. Hann framkallar 4X5, hvort sem er E6 eða C41, lágmarksfjöldi blaða til að hann geti startað framköllun er sex filmur og kostar þá framköllunin 800 kr. pr stykki. Séu blöðin tólf eða fleiri lækkar verðið í kr. 600 pr. blað.

Samkvæmt þessu kostar hvert 4X5 skot 800 - 1000 krónur, filma og framköllun. Mest er um vert að þetta er enn hægt á Íslandi.

Hef mikinn áhuga á að kaupa eða leigja Jobo ATL 1500 framköllunarvél. Mér er sagt að margir ljósmyndarar hafi átt slíka gripi og hugsanlega liggja þeir einhvers staðar í geymslum. Látið mig endilega vita ef þið fréttið af slíku dóti.

Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
snoop


Skráður þann: 23 Okt 2005
Innlegg: 1344
Staðsetning: Orange County, CA
Canon EOS 6D
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 15:01:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að þessu. Var aðeins að lesa um þessa Jobo vél og virkar hún mjög spennandi. Hér eru 2 sem ég fann á Ebay ef þú hefur áhuga á því.
_________________
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jóhannesfrank


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 176
Staðsetning: Reykjavik
Nikon D3
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 15:14:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Get staðfest að við erum að framkalla 4x5 í svarthvítu og í lit. Við erum með öll tækin sem voru í Diktu og jú Gústi er enn að Wink
_________________
www.johannesfrank.com
www.merking.is

"Best wide-angle lens? 'Two steps backward' and 'look for the ah-ha'."
Ernst Haas

"Cameras only record photographs people take them"
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 16:44:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mæli ekki með því að þú reynir mikið að framkalla E6 sjálfur nema þú ætlir að fá þér jobo vél og halda henni gangandi. Hitastigið er gríðarlega nákvæmt og töluvert erfitt að "litstilla" framkallarann svo vel sé og maður geti gengið að útkomunni sem vísri.

C41 hefur mun meiri þanþol og er því betra.

Nú svo er vel hægt að mæla með Gústa í Merkingu, hann veit alveg hvað hann er að gera
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 16:46:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Blessaður nafni

snoop skrifaði:
Gaman að þessu. Var aðeins að lesa um þessa Jobo vél og virkar hún mjög spennandi. Hér eru 2 sem ég fann á Ebay ef þú hefur áhuga á því.


Ég var reyndar búinn að snuðra þær uppi. Sú sem auglýst er í Hollandi er mjög freistandi og það verður forvitnilegt að sjá á hvað hún selst. Þessar vélar voru alveg svívirðilega dýrar nýjar.

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stafrænsýn


Skráður þann: 22 Apr 2005
Innlegg: 660
Staðsetning: Selfoss
H2
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 17:01:51    Efni innleggs: Svara með tilvísun

paxnobiscum skrifaði:
Ágætu félagar


Hjá Merkingu starfar maður sem er kallaður Gústi en ekki Gúndi. Hann framkallar 4X5, hvort sem er E6 eða C41, lágmarksfjöldi blaða til að hann geti startað framköllun er sex filmur og kostar þá framköllunin 800 kr. pr stykki. Séu blöðin tólf eða fleiri lækkar verðið í kr. 600 pr. blað.


Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað


Já alveg rétt Gústi en ekki Gúndi.

Man eftir JOBO vél sem lokaðist inni í gjaldþroti Fróða á sínum tíma. Veit ekki hvar sú vél endaði en þú gætir fengið hana líklegast fyrir lítið. Hún stóð alltaf vel fyrir sínum og mér fannst persónulega koma fallegri slides úr henni. En það var líka gott rennsli í gegnum hana.

Kveðja Lýður
_________________
Not everybody trusts paintings but people believe photographs. -Ansel Adams
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 18:19:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það var svo merkilegt með það að þegar Egill fór frá Skyggnu myndverk og tók til við að framkalla í Jobo vél fékk hann betri útkomu (að mínu mati) en var í Skyggnu í "dip and dunk" vélinni sem þeir voru með.

Við vorum með Jobo í skólanum og var það mikil skemmtun að framkalla E6. ég og Ahmed vinur minn sáum um hana í mínum bekk allan tímann og þurfti meðal annars að stilla hita, skrúfa frá tveimur krönum, til að fá jafnt heitavatns rennsli og svo að blanda saman við það sem við kölluðum + eða - blátt (man ekki hvað efnið heitir)
Láum yfir bókum í marga daga og ég var aldrei ánægður, ekki fyrr en ég uppgötvaði að skólinn var með æfa gamla handbók. Þegar við fengum nýja þá gekk vel að stilla allt af.
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ornsi64


Skráður þann: 17 Nóv 2006
Innlegg: 479
Staðsetning: Seltjarnarnes
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 18:51:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það þarf mann með ástríðu fyrir ljósmyndun til að eiga svona vél í dag. Aðgangur að myrkraherbergi og græjum til framköllunar lækkar rekstrarkostnaðinn umtalsvert við áhugamálið.

Nái maður góðum tökum á þessu er fyrirhöfnin ríkulega verðlaunuð. Ég hefði viljað ná betri tökum á þessu .. er þegar farinn að sakna Wistunnar þó ég hafi vart snert hana í meira en 5 ár.

Tel þig vera rétta manninn fyrir vélina, njóttu vel og vonandi fær maður líka að sjá hvernig þér tekst til Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/ornsig
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 21:43:49    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ornsi64 skrifaði:
Það þarf mann með ástríðu fyrir ljósmyndun til að eiga svona vél í dag. Aðgangur að myrkraherbergi og græjum til framköllunar lækkar rekstrarkostnaðinn umtalsvert við áhugamálið.

Nái maður góðum tökum á þessu er fyrirhöfnin ríkulega verðlaunuð. Ég hefði viljað ná betri tökum á þessu .. er þegar farinn að sakna Wistunnar þó ég hafi vart snert hana í meira en 5 ár.

Tel þig vera rétta manninn fyrir vélina, njóttu vel og vonandi fær maður líka að sjá hvernig þér tekst til Smile


Fyrir gefðu, en ertu ekki með öllu mjalla, seldir þu þessa vél
http://www.flickr.com/photos/ornsig/3185051532/ Shocked
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 22:05:42    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
ornsi64 skrifaði:
Það þarf mann með ástríðu fyrir ljósmyndun til að eiga svona vél í dag. Aðgangur að myrkraherbergi og græjum til framköllunar lækkar rekstrarkostnaðinn umtalsvert við áhugamálið.

Nái maður góðum tökum á þessu er fyrirhöfnin ríkulega verðlaunuð. Ég hefði viljað ná betri tökum á þessu .. er þegar farinn að sakna Wistunnar þó ég hafi vart snert hana í meira en 5 ár.

Tel þig vera rétta manninn fyrir vélina, njóttu vel og vonandi fær maður líka að sjá hvernig þér tekst til Smile


Fyrir gefðu, en ertu ekki með öllu mjalla, seldir þu þessa vél
http://www.flickr.com/photos/ornsig/3185051532/ Shocked


Ég er auðvitað alltof vondur ljósmyndari til að verðskulda svona vél. En ég efast um að til sé meira jóga en að ljósmynda Melrakkasléttuna á svona dásamlega græju - og framkalla svo filmurnar sjálfur þegar heim er komið.

Bestu kveðjur - og þakkir fyrir margháttaðar upplýsingar. Það er hafin mikil leit að Jobo framköllunarvélum, sem vitað er að voru til fyrir nokkrum árum en eru nú týndar og tröllum gefnar.

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
stjaniloga


Skráður þann: 07 Feb 2005
Innlegg: 4640
Staðsetning: Alltumkring
agfa66
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 23:46:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

paxnobiscum skrifaði:
stjaniloga skrifaði:
ornsi64 skrifaði:
Það þarf mann með ástríðu fyrir ljósmyndun til að eiga svona vél í dag. Aðgangur að myrkraherbergi og græjum til framköllunar lækkar rekstrarkostnaðinn umtalsvert við áhugamálið.

Nái maður góðum tökum á þessu er fyrirhöfnin ríkulega verðlaunuð. Ég hefði viljað ná betri tökum á þessu .. er þegar farinn að sakna Wistunnar þó ég hafi vart snert hana í meira en 5 ár.

Tel þig vera rétta manninn fyrir vélina, njóttu vel og vonandi fær maður líka að sjá hvernig þér tekst til Smile


Fyrir gefðu, en ertu ekki með öllu mjalla, seldir þu þessa vél
http://www.flickr.com/photos/ornsig/3185051532/ Shocked


Ég er auðvitað alltof vondur ljósmyndari til að verðskulda svona vél. En ég efast um að til sé meira jóga en að ljósmynda Melrakkasléttuna á svona dásamlega græju - og framkalla svo filmurnar sjálfur þegar heim er komið.

Bestu kveðjur - og þakkir fyrir margháttaðar upplýsingar. Það er hafin mikil leit að Jobo framköllunarvélum, sem vitað er að voru til fyrir nokkrum árum en eru nú týndar og tröllum gefnar.

Pétur, Hallormsstað


Nei nei það var nú ekki svona meint. Og rétt er það með Zen and the art of melrakkaslétta Cool
_________________
Kristján Logason er ljósmyndari og listamaður. Hann skrifar um travel photography og ferðalög á www.benzi.is og greinar um stock photography og fleira á www.aurora.is og uppfærir það daglega . Um bankcrupt Iceland bloggar hann ekki
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
ornsi64


Skráður þann: 17 Nóv 2006
Innlegg: 479
Staðsetning: Seltjarnarnes
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 13 Jan 2009 - 23:58:07    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
ornsi64 skrifaði:
Það þarf mann með ástríðu fyrir ljósmyndun til að eiga svona vél í dag. Aðgangur að myrkraherbergi og græjum til framköllunar lækkar rekstrarkostnaðinn umtalsvert við áhugamálið.

Nái maður góðum tökum á þessu er fyrirhöfnin ríkulega verðlaunuð. Ég hefði viljað ná betri tökum á þessu .. er þegar farinn að sakna Wistunnar þó ég hafi vart snert hana í meira en 5 ár.

Tel þig vera rétta manninn fyrir vélina, njóttu vel og vonandi fær maður líka að sjá hvernig þér tekst til Smile


Fyrir gefðu, en ertu ekki með öllu mjalla, seldir þu þessa vél
http://www.flickr.com/photos/ornsig/3185051532/ Shocked
Já, er þessi elska ekki falleg ! ... hún á allt betra skilið en að rykfalla uppí hillu Smile
_________________
http://www.flickr.com/photos/ornsig
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
paxnobiscum


Skráður þann: 17 Sep 2007
Innlegg: 313

Of margar vannýttar græjur
InnleggInnlegg: 14 Jan 2009 - 0:12:19    Efni innleggs: Svara með tilvísun

stjaniloga skrifaði:
Nei nei það var nú ekki svona meint. Og rétt er það með Zen and the art of melrakkaslétta Cool


Ég tók þetta engan veginn sem sneið til mín. Staðreyndin er bara sú að ég sólundaði dýrmætum áratugum í allt annað en ljósmyndun - frá svona 1985 til haustsins 2008. Frá 1968 til 1985 náði ég mjög þokkalegum tökum á þeim vélum sem ég átti, einkum Olympus OM 2n og Mamiya 645 1000, sem og vinnu í myrkrastofu. Síðan kom algjört stopp í næstum aldarfjórðung - og nú er sjónin ekki jafn skörp og fyrr.

Auðvitað skortir mig bæði kunnáttu, æfingu og eljusemi til að þrautlæra á jafn fína græju og Wistuna hans Arnar. En svo ég vitni í þig Stjáni, þá er large format ljósmyndun á Melrakkasléttunni í allri sinni dýrð enn meira Zen en að halda mótorhjóli gangandi.

Bestu kveðjur

Pétur, Hallormsstað
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Filma Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2
Blaðsíða 2 af 2

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group