Sjá spjallþráð - Virkjanir með eða móti :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Virkjanir með eða móti

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hugmyndir að keppnum
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Steini


Skráður þann: 15 Júl 2005
Innlegg: 1346
Staðsetning: Reykjavík
Olympus
InnleggInnlegg: 15 Sep 2008 - 0:44:25    Efni innleggs: Virkjanir með eða móti Svara með tilvísun

Í ljósi líflegrar umræðu undanfarið legg ég til að málið verði útkljáð í keppni.

Virkjanir með eða móti.
_________________
Kv, Steini
______________________________________

Flickr-ið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 15 Sep 2008 - 0:47:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég er fylgjandi sumum virkjunum en andvígur öðrum.....

allt eftir staðsetningu og tilgangi...
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Villi M E


Skráður þann: 30 Ágú 2006
Innlegg: 1432
Staðsetning: Noregur
Fuji x100
InnleggInnlegg: 15 Sep 2008 - 9:14:00    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það er alveg ljóst að við verðum að virkja ekki verður deilt um það, því það er einfaldlega forsenda byggðar í landinu. Sjónarmið verða seint sættuð í þessari umræðu sem betur fer. En því miður er það erlent auðvald sem ræður ferðinni fremur en hagsmunir Íslands í heild.
Persónulega er ég frekar hlinntur virkjunum eins og Kárahnjúka virkjun og tel að vera landinum að aðgengi okkar að hálendinu til framdráttar.
Virkjun eins og Hellisheiðarvirkjun rís í skugga mikillar umræðu í kringum Kárahnjúka er eitt að allra mesta lýti sem ég hef séð lengi og mikil mengun af henni. Mér finnst Hellisheiði og Hengilssvæði ekki vera svipur hjá sjón eftir þessar boranir. Og það að fara að virkja Bitruhálsinn er alveg fráleitt að mínu mati. Hvað áhrif hefur það þegar að þessum þrýsting er tappað af kúlunni sem við stöndum á þe jörðinni í því magni sem gert er? Getur hugsanlega verið að aukin tíðni skjálfta á svæðinu orsakist af því? Þetta eru spurningar sem enginn getur svarað, menn geta tjáð sig í nafni mennturnar á sviði jarðfræði og allt það en enginn getur sagt með vissu hvernig þetta er og hvað áhrif eru af þessu með einhverri vissu.
Þetta segji ég minnugur þess hvað jarvísindamenn komu upp um sig í kjölfar skjálftans nú í lok maí. Það skeikaði ekki nema um svona 100 km til eða frá hvar þeir töldu næstu skjálfta verða. þannig að það er að mörgu að hyggja.
Og eins og einn vísindarmaðurinn sagði "við vitum ekki neitt um þetta, eina sem við vitum er það sem hefur þegar átt sér stað og þetta núna er alveg úr takti við okkar líkön" svona eru bara vísindin ég er alls ekki að tala niður til jarðfræðinga en geri mér grein fyrir hvað þetta er erfvitt viðureignar.

Ég hef bara einu sinni komið að Þeistarreykjum og ekki trúi ég því að menn virkilega ætli að fórna því svæði í mengun drullu og gufuspúandi borholur.

Og hvernig er þetta afhverju þarf Landsvirkjun að ríða um héruð eins og kirkjunar menn forðum daga rænandi og ruplandi. Er þetta tækt í lýðræðisríki?

Þetta eru mínar pælingar um þessi mál.
_________________
Kveðja
Vilbogi M. Einarsson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Steini


Skráður þann: 15 Júl 2005
Innlegg: 1346
Staðsetning: Reykjavík
Olympus
InnleggInnlegg: 15 Sep 2008 - 14:06:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég ætlaði nú ekki að fara að bæta við einum þræðinum enn til að ræða þetta mál. Finnst bara sniðugt að tengja keppnirnar við dægurmálin og hvetja fólk til að sýna einhverja afstöðu á mynd án texta.
_________________
Kv, Steini
______________________________________

Flickr-ið
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
broddi


Skráður þann: 19 Júl 2007
Innlegg: 893
Staðsetning: Brooklyn
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 15 Sep 2008 - 14:51:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst þetta hin ágætasta hugmynd. Ég er ekki frá því að það væri skemmtilegt að víkka aðeins rammann utan um keppnir hérna, þannig að við hefðum fleiri keppnir með "social commentary" ívafi.

Eins og ég sé þetta, þá er einn helsti tilgangur keppnanna hérna að hvetja fólk til þess að taka öðruvísi myndir en það er vant að taka - að víkka sjóndeildarhringinn og takast á við ný viðfangsefni. Sérstaklega finnst mér hafa vel tekist með að hvetja fólk til að takast á við ólíkar listrænar stefnur, (sbr. pictoríalismi, minimalismi, hrein ljósmyndun...) og keppnir sem tengjast uppákomum líðandi stundar (menningarnótt o.s.frv.). Yfirleitt held ég að keppnisráð standi sig mjög vel og fjölbreytnin hér er mikil.

Það eina sem ég held að vanti, tengist einmitt hugmyndinni með virkjanir - semsagt keppnir sem hvetja okkur til að taka myndir sem fjalla um mikilvæg þjoðfélasmál - þannig að afraksturinn gætu verið skemmtilegar og merkilegar heimildir um þjóðfélag okkar eins og það er í dag.
_________________
------------------------
http://www.flickr.com/photos/broddi/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hugmyndir að keppnum Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group