Sjá spjallþráð - Unglingar í ljósmyndaferðum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Unglingar í ljósmyndaferðum
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 16:33:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
kgs skrifaði:

Auðvitað skiptir það máli hvort að ljosmyndakeppni.is standi fyrir ferð. Ef það skiptir ekki máli hvers vegna er lagst í það að smíða reglur? Rolling Eyes
Það voru helst þrír annmarkar sem ég sá á þessum reglum:
Einn þeirra er að einstaklingar yngri en 18 ára þurfi ekki að vera í fylgd með fullorðnum og þýðir það að ábyrgðinni er varpað á fararstjóra sem er ekki einsu sinni neitt sérstaklega tékkaður af ljosmyndakeppni.is. Ef barn er í fylgd með fullorðnum þá er það ekki í ferðinni á ábyrgð fararstjórans.

Annað atriðið var að af reglunum má skilja að hver sem er getur auglýst keppni í ykkar nafni og í raun misnotað traust það sem ljosmyndakeppni.is hefur áunnið sér. Ég vil benda á að það þarf ekki nema eitt leindindamál og þá er það traust farið og ávinnst jafnvel aldrei aftur. Ekki vera skúrkunum það skjól.

Þriðja atriðið er að PDF skjal á vefnum er hæpið plagg. Þetta samfélag byggir fyrst og fremst á fólki sem sést ekki og þekkist ekki. Í raun og veru er ljósmyndaáhugi það eina sem getur talist tengja fólkið þótt það sé ókunnugt með öllu. Því er full ástæða til að fara varlega í dreifingu á slíku blaði. Það er auðvelt að misnota svona eyðublað og þykjast fara í ljósmyndaferð sem reynist svo vera blekking í þágu barnaníðings. Hafa ber í huga að þetta eru ekki skólakrakkar í skólaferðalagi þar sem allir þekkjast nokkuð vel. Því þarf að vera ljóst hver stendur fyrir ferðinni…algjörlega kýrskýrt. Í það minnsta mæli ég með því. Smile


Þú talar um fararstjóra í þessu sambandi, þarf þá ekki líka að vera skýrt hver hann er?

Það er alveg á hreinu, að ferð þar sem einn fullorðinn tekur með sér ungling er ekki ljósmyndaferð, við myndum aldrei halda keppni utanum slíka ferð, og það er hreinn útúrsnúningur að segja að barnaníðingur geti misnotað sér eitthvað "PDF skjal" (sem ég hef aldrei heyrt talað um áður) til þess að komast í návígi við unglinga á LMK.

Hvað heldurðu að gerist? Barnaníðingurinn prenti út blað, og fari með það heim til einhvers og fái einhvern þannig með sér í "ferðalag"

Það er líka alveg á hreinu að ferðina þarf að auglýsa á vefnum sjálfum (góð ábending hjá þér, við þurfum að skerpa á þessu í reglunum). Það er ekki nóg að auglýsa ferð í smáauglýsingum DV eða með plakati í grunnskóla, enganveginn.

Ferðahópurinn, umræðuráðið og stjórnin meta þetta í sameiningu, og ég sé ekki að þetta sé hola í reglunum, hinsvegar ættum við að breyta málsgreinunum eitthvað til þess að gera þetta skýrara, takk fyrir ábendingarnar.

Svo sannarlega eru reglurnar betri óskrifaðar en illa skrifaðar. Ég setti fram þrjú atriði sem mér finnst skipta máli og gerði því þessar athugasemdir við regluverkið. Þið ráðið svo hvað þið gerið við þær athugasemdir hvernig sem ábyrgðarþynningunni er háttað.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Tumi


Skráður þann: 10 Nóv 2005
Innlegg: 558
Staðsetning: Ha?
Nerb Hi-Tek
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 20:36:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég er einstaklega hlynntur þessum lögum. Smile Það náttúrulega Very Happy gengur alls ekki ef ungmenni undir lögaldri fá að vaða uppi út um allar trissur. Very Happy
Verum seif og fáum leyfi! Surprised
***
Sjáumst í næstu fjölskylduferð Cool Smile
Smile
kv. Tumi Very Happy

P.S. ekki hleypa Rán í skipulagningu á svona, endar bara með ósköpum. Arrow Smile Surprised
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 22:00:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Árni Tr skrifaði:
Þessi þráður er orðinn dálítið mikið bla, bla, bla....
Höfum þetta bara skýrt og einfalt.
Unglingar undir lögaldri eru hjartanlega velkomnir með í ferðir komi þeir með það uppáskrifað að þeim sé heimilt að fara með og það sé á ábyrgð foreldranna. Lögformlega nægir ekki að forráðamaður hringi og segi "Oli má fara með". Jafnvel mætti setja inn símanúmer forsvarsmanns ferðar svo að hægt sé að hringja í hann beint. (ég skal setja inn númerið mitt í tengslum við Heiðmerkurferðina núna)
Mér finnst það voðalega langsótt að það geti verið í þágu barnaníðinga að eyðublaðið liggi frammi hér á LMK í PDF formati. (Eiginlega nær ímyndunarafl mitt ekki nógu langt til að sjá hvernig perrar gætu nýtt sér það) Rolling Eyes
Engar of stífar reglur, sem geta hrakið fólk frá þátttöku í ferðum sem geta gefið nýliðum mikið og eru fyrst og fremst til skemmtunar.
Við þurfum líka að geta treyst því að þeir sem eldri eru, gangi á undan með góðu fordæmi. Ekki er ég bindindismaður, en ég get auðveldlega farið í ferðir sem þessar án þess að þurfa að taka með mér bjór eða eh. þaðan af sterkara. (En sumir þurfa alltaf eh að vera að gutla.)

Jújú, treystum því bara…endilega.

_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
NinnaK


Skráður þann: 01 Mar 2007
Innlegg: 453
Staðsetning: Reykjavík
Canon 40D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 22:29:26    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Eftir að hafa verið fararstjóri og í skálavörslu á árum áður þá hef ég kynnst ýmsu (ég hélt líka utan um unglingadeild innan ferðafélags). Ég tel að reglan um skriflegt samþykki forráðamanna sé nauðsynleg. Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta komið upp á í ferðum, sérstaklega ferðum þar sem er gist eina nótt eða lengur. Það er mjög gaman að starfa og ferðast með unglingum en því miður leynast stundum svartir sauðir innan um og því betra að hafa allt á hreinu.

Kveðja, Hrönn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 22:33:46    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mig langar til að varpa fram einni lítilli spurningu hérna. Hún vaknaði þegar ég gafst upp á því að lesa mig í gegnum vitlyesu og bull á bls. 2.


Hvað eigið þið við þegar þið talið um "ábyrgð"?


(Ég er ekki að reyna að snúa út úr. Mig grunar bara að það sé óljóst hver spurningin er og þessvegna verður svarið bara jafn mikið bull og spurningin sem ekki er til. Auk þess virðist vera að flestir sem hafa tjáð sig séu í meiriháttar vafa um hvort að þeir séu að tala um siðferðilega ábyrgð, fjármunalega eða refsiábyrgð (eða eitthvað allt annað)).
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 23:31:45    Efni innleggs: Svara með tilvísun

HGH skrifaði:
Mig langar til að varpa fram einni lítilli spurningu hérna. Hún vaknaði þegar ég gafst upp á því að lesa mig í gegnum vitlyesu og bull á bls. 2.


Hvað eigið þið við þegar þið talið um "ábyrgð"?


(Ég er ekki að reyna að snúa út úr. Mig grunar bara að það sé óljóst hver spurningin er og þessvegna verður svarið bara jafn mikið bull og spurningin sem ekki er til. Auk þess virðist vera að flestir sem hafa tjáð sig séu í meiriháttar vafa um hvort að þeir séu að tala um siðferðilega ábyrgð, fjármunalega eða refsiábyrgð (eða eitthvað allt annað)).


Ábyrgð í þessum tilfellum getur verið að mínu viti tvennskonar:

Annarsvegar getur sá sem er "ábyrgur" fyrir því að unglingur fari með í ferð lent í klandri ef slys verður. - Þessi tilhögun (með að unglingar þurfi leyfi foreldra til að fara í ferðir) veltir ábyrgðinni (að einhverju leiti) yfir á foreldrið. Kannski er þetta loðið en vissulega yrði skíturinn dýpri ef í ljós kæmi (eftirá) að unglingurinn hafi verið í leyfisleysi, og þá væntanlega á ábyrgð þess sem samþykkti að hann kæmi með.

Hinsvegar er svo ábyrgðin sem fylgir því yfir höfuð að fara með ólögráða einstakling í ferðalag, þeas. keyra með hann útí sveit eða eitthvað, án leyfis, í einhverjum tilfellum er mjög líklega hægt að lögsækja þann "ábyrga" fyrir að nema unglinginn á brott, og við viljum ekki að það gerist.


Annars skil ég ekki alveg að hverju þú ert að spyrja, ég hélt að öllum væri auðveldlega ljóst að fólk sem ekki er orðið lögráða þarf leyfi fyrir því sem það gerir. Er þetta í alvöru svona flókið?
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 17 Maí 2008 - 11:34:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
HGH skrifaði:
Mig langar til að varpa fram einni lítilli spurningu hérna. Hún vaknaði þegar ég gafst upp á því að lesa mig í gegnum vitlyesu og bull á bls. 2.


Hvað eigið þið við þegar þið talið um "ábyrgð"?


(Ég er ekki að reyna að snúa út úr. Mig grunar bara að það sé óljóst hver spurningin er og þessvegna verður svarið bara jafn mikið bull og spurningin sem ekki er til. Auk þess virðist vera að flestir sem hafa tjáð sig séu í meiriháttar vafa um hvort að þeir séu að tala um siðferðilega ábyrgð, fjármunalega eða refsiábyrgð (eða eitthvað allt annað)).


Ábyrgð í þessum tilfellum getur verið að mínu viti tvennskonar:

Annarsvegar getur sá sem er "ábyrgur" fyrir því að unglingur fari með í ferð lent í klandri ef slys verður. - Þessi tilhögun (með að unglingar þurfi leyfi foreldra til að fara í ferðir) veltir ábyrgðinni (að einhverju leiti) yfir á foreldrið. Kannski er þetta loðið en vissulega yrði skíturinn dýpri ef í ljós kæmi (eftirá) að unglingurinn hafi verið í leyfisleysi, og þá væntanlega á ábyrgð þess sem samþykkti að hann kæmi með.

Hinsvegar er svo ábyrgðin sem fylgir því yfir höfuð að fara með ólögráða einstakling í ferðalag, þeas. keyra með hann útí sveit eða eitthvað, án leyfis, í einhverjum tilfellum er mjög líklega hægt að lögsækja þann "ábyrga" fyrir að nema unglinginn á brott, og við viljum ekki að það gerist.


Annars skil ég ekki alveg að hverju þú ert að spyrja, ég hélt að öllum væri auðveldlega ljóst að fólk sem ekki er orðið lögráða þarf leyfi fyrir því sem það gerir. Er þetta í alvöru svona flókið?Það sem ég er að benda á er að það fer ekki alltaf saman umönnun og ábyrgð.

Það að ég leyfi þér að sitja í með mér á einhvern stað þýðir ekki að ég beri ábyrgð á því hvað þú gerir af þér þar eða á leiðinni.

Það að ég leyfi þér að fá far einhvert þýðir heldur ekki að ég sé að ræna þér afþví að mamma þín lét mig ekki fá miða (gefum okkur að þú sert undir lögaldri).

Auðvitað er fínt að vera með allt sitt á hreinu. (Bara spurning um upplýst samþykki foreldris).
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu Fyrra  1, 2, 3
Blaðsíða 3 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group