Sjá spjallþráð - Unglingar í ljósmyndaferðum :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Unglingar í ljósmyndaferðum
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:10:34    Efni innleggs: Unglingar í ljósmyndaferðum Svara með tilvísun

Hæbb, nú höfum við í stjórninni ákveðið að eftirfarandi eigi að gilda um ljósmyndaferðir, og þáttöku unglinga (fólks undir 18 ára aldri) í þeim.

Tilvitnun:
# Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
# Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.

Sjá í samhengi við aðrar reglur vefsins

Svona í praktík, þá á þetta samþykki að koma uppáskrifað til einhvers af skipuleggjendum ferðanna, og ósköp væri líka gott ef foreldrar hefðu einfaldlega samband við einhvern af skipuleggjendunum, eða okkur í stjórninni í síma.

Það er okkar von að skipuleggjendur ferða, foreldrar og sömuleiðis þeir sem reglan gildir um taki þátt í að framfylgja þessum skilyrðum, þessi ráðstöfun er sambærileg við þær sem félagasamtök og skólar hafa notað til þess að tryggja að foreldrar viti af ferðum barna sinna, og til þess að takmarka ábyrgð þeirra sem skipuleggja ferðir.

Það að ræða þetta hér í þessum þræði, hann verður límdur við "á döfinni" spjallborðið.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos


Síðast breytt af Völundur þann 16 Maí 2008 - 10:40:15, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Auðunn


Skráður þann: 16 Des 2004
Innlegg: 706
Staðsetning: Akureyri, Ísland
Canon EOS 7D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:30:24    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mjög góð hugmynd, better be on the safe side í þessum málum.

Ég skil enganveginn hvernig foreldrar mínir treystu mér í svona ferðir þegar ég var 14 ára (var samt meira IRC-rása útilegur, mjög mikið backinðadeis)...

Ég held að ég sé bara að verða gamall sveimérþá...
_________________
Auðunn
http://www.audunn.com
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:38:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Haha Very Happy
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Elvar_I
Umræðuráð


Skráður þann: 23 Mar 2007
Innlegg: 2913
Staðsetning: Hafnarfjörður
Holga 120N
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:43:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ohh...

eeen jæja, verður víst að vera svona
_________________
Flickr

Beauty lies in the eye of the beholder
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
oskar


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 9607

Canon 5D Mark III
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 10:52:06    Efni innleggs: Svara með tilvísun

YNWA skrifaði:
Ohh...

eeen jæja, verður víst að vera svona


Af hverju Ohhh ?

Færðu ekki leyfi til að fara í svona ferð, og ef svo er ekki, ætlaðiru virkilega bara að stelast með ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Elvar_I
Umræðuráð


Skráður þann: 23 Mar 2007
Innlegg: 2913
Staðsetning: Hafnarfjörður
Holga 120N
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 11:03:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

oskar skrifaði:
YNWA skrifaði:
Ohh...

eeen jæja, verður víst að vera svona


Af hverju Ohhh ?

Færðu ekki leyfi til að fara í svona ferð, og ef svo er ekki, ætlaðiru virkilega bara að stelast með ?Þetta var bara djók sko.
Fæ allveg leyfi til að fara í svona ferðir Wink
_________________
Flickr

Beauty lies in the eye of the beholder
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda Yahoo-skilaboð MSN-skilaboð
steinar


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 1418

Canon 10D
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 11:08:11    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Auðunn skrifaði:
Mjög góð hugmynd, better be on the safe side í þessum málum.

Ég skil enganveginn hvernig foreldrar mínir treystu mér í svona ferðir þegar ég var 14 ára (var samt meira IRC-rása útilegur, mjög mikið backinðadeis)...

Ég held að ég sé bara að verða gamall sveimérþá...


já kallinn minn, þetta fer að verða búið hjá okkur gamli...
Those were the days my friend
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Offi


Skráður þann: 10 Ágú 2007
Innlegg: 1349
Staðsetning: Hafnarfjörður
Canon EOS D5 Mark II
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 11:19:30    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Uss... þið höfðuð þó tölvur. Það voru bara flöskuskeyti og bréfdúfur í mínu ungdæmi...! Nú er maður kominn með annan fótinn í gröfina og hinn á bananahýði!

Ágætis regla frá stjórn. En hvað þýðir þetta í raun fyrir skipuleggjendur ferða? Þurfa þeir að biðja um skilríki? Og hvenær er ferð á vegum lmk og hvenær er þetta bara nánast tilkynning um að einhver ætli eitthvað að mynda og vilji sjá fleiri með? Hvað verður í slíkum tilvikum?
_________________
offi.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
HGH


Skráður þann: 15 Des 2004
Innlegg: 1852

Holga 120N
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 11:24:44    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Offi skrifaði:
Uss... þið höfðuð þó tölvur. Það voru bara flöskuskeyti og bréfdúfur í mínu ungdæmi...! Nú er maður kominn með annan fótinn í gröfina og hinn á bananahýði!

Ágætis regla frá stjórn. En hvað þýðir þetta í raun fyrir skipuleggjendur ferða? Þurfa þeir að biðja um skilríki? Og hvenær er ferð á vegum lmk og hvenær er þetta bara nánast tilkynning um að einhver ætli eitthvað að mynda og vilji sjá fleiri með? Hvað verður í slíkum tilvikum?


Góð ábending!

Svo var ég nú að spá í það hvernig hægt væri að takmarka ábyrgð með þvi að fá svona yfirlýsingu. Ég hefði einmitt haldið að þetta hefði frekar þau áhrif að ferðin væri komin í fastari farveg sem skipulögð starfsemi og þannig væri líklegra að sá sem heldur hana beri einhverja ábyrð. Er ekki sniðugt að setja inn í reglurnar að þetta sé ekki eitthvað pössunarapparat og að aðilar beri ábyrgð á sér sjálfir (sama hvað þeir eru gamlir)? (er það kannski svo?)
_________________
NIKON D200 TIL SÖLU - 60.000!!!
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 11:38:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir góðar ábendingar og spurningar.

Hér kemur efnisgreinin einsog hún leggur sig.

Tilvitnun:
# Ljosmyndakeppni.is hefur það að markmiði að standa fyrir ljósmyndaferðum eins oft og auðið er.
# Auglýstar ferðir eru öllum opnar, þó að í sumum tilfellum geti sætafjöldi verið takmarkaður.
# Einstaklingar yngri en 18 ára þurfa yfirlýst samþykki foreldra eða forráðamanna til að koma með í ferðir.
# Ljosmyndakeppni.is ber enga ábyrgð á þeim sem fara í ferðir sem auglýstar eru á spjallsvæði ljosmyndakeppni.is.
# Vefurinn ber enga ábyrgð á búnaði þeirra sem fara í ljósmyndaferðir, bílum eða hverjum öðrum hlutum sem skemmst geta eða eyðilagst.
# Allir notendur hafa frjálsar hendur með skipulag ferða, hvar sem er og hvenær sem er.
# Skipuleggjendur ferða skulu hafa samráð við keppnisráð um tilhögun á ferðakeppnum.


Það er á hreinu að skipuleggjendur ferða og vefurinn bera enga ábyrgð á þeim sem fara í ferðir eða þeirra búnaði. Hinsvegar verða alltaf til öðruvísi vandræði þegar ólögráða einstaklingar koma með, og möguleikarnir eru óteljandi.

Yfirlýst samþykki foreldra þýðir í fyrsta lagi það að barnið (unglingurinn) má fara með í ferðina, það er samningur þeirra á milli.
Í öðru lagi er slíkt plagg trygging þess sem stjórnar ferðinni á að hann sé ekki að 1) hjálpa einhverjum við að fara á sveig við fjölskylduna sína 2) "ræna" neinum, þeas að enginn geti komið eftirá og sagt hann hafa numið barnið sitt á brott.

Þetta eru að sjálfsögðu mjög extreme dæmi, og sem betur fer hefur svona aldrei komið upp, en við verðum að hafa vaðið fyrir neðan okkur, og svona ráðstafanir eru almennar og gegnumgangandi í samfélaginu hvort eð er.

Framkvæmdin getur vissulega verið snúin, en við ættum bara öll að hafa þá viðmiðunarreglu að áhugaljósmyndarar undir 18 ára aldri (já, ég veit, svolítið gamalt :S) þarf undantekningarlaust að láta hringja og eða senda miða að heiman. - Annars fer hann ekki með í ferðina.

Mér finnst þetta svosem ekki endilega snúast um að uppfylla skilyrðin um "að koma með miða" heldur bara að skapa samskiptaflöt fyrir þá sem skipuleggja ferðir / stjórnina við foreldra þeirra sem vilja koma með.

Að lokum er mikilvægt að það komi fram að við öll (ég held ég tali fyrir alla í stjórninni) erum til í að leggja á okkur alla þá vinnu sem þarf til þess að unglingar geti komið með, við erum alls ekki með þessari reglusetningu að reyna að fæla fólk frá því að koma í ferðir.
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Rán


Skráður þann: 28 Ágú 2005
Innlegg: 2099


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:01:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:24:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Rán skrifaði:
Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?


Viltu ekki bara prófa að skipuleggja ferð og sjá hvernig það fer? Wink
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Odie
Umræðuráð


Skráður þann: 12 Okt 2005
Innlegg: 2878
Staðsetning: sennilega í vinnunni
Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:36:59    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Vert er að benda á að það geta orðið slys og þá er eins gott að hafa
svona hluti á hreinu.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Árni Tr


Skráður þann: 24 Ágú 2006
Innlegg: 2037

Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:46:16    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Hugsanlega væri ekki vitlaust að eiga bara eyðublað hér á LMK í PDF formi sem hægt væri að prenta út eftir þörfum.

Varðandi spurningu Ránar hér að ofan, held ég þeir sem eru í "ungliðadeildinni" eigi ekkert að vera að skipuleggja ferðir á eigin vegum, nema þá í nánu samráði við aðra sem þá væru ábyrgðarmenn ferðanna.

Þessi þörf með að skerpa á þessum reglum er sjálfsögð, þó svo að ég skilji krakkana ágætlega með að þykja þetta örlítið súrt. Sjálfum fannst mér ég vera mikill karl á þessum aldri og fór grimmt í ferðir með Íslenska Alpaklúbbnum án þess að framvísa vottorði frá mömmu. (komst þó að því mörgum árum síðar að hún og fleiri mömmur hafi verið duglegar við að hringja áður í forráðamenn ferða). En nú eru bara breyttir tímar (þá var sjálfræðisaldur t.d. 16 ár) og fólk hikar ekki við að stefna og kæra af minnsta tilefni. Því er þetta víðast hvar orðið svona í dag. Auðvitað geta foreldrar ekki varpað ábyrgðinni á börnum sínum yfir á hugsanlega ókunnugt fólk. Með svona plaggi er ábyrgðin foreldranna. Þróun seinustu ára hefur m.a. leitt til þess að mikið hefur dregið úr ferðum sem eru öllum opnar. Á það m.a. við um Alpaklúbbinn sem í dag er meira vettvangur fyrir menn til að hóa sér saman í ferðir, heldur en að þar sé boðið upp á mikið af skipulögðum ferðum á vegum klúbbsins. (þar varð mjög alvarlegt atvik í ferð fyrir c.a. 12 árum sem olli stefnubreytingu).
Því eigum við bara val um það hér að ábyrgðin sé foreldranna eða þá að setja ströng aldurstakmörk á ferðir. Slíkt væri miður held ég og ég efast ekki um að það sama eigi við um aðra hér.

Tökum þessu bara jákvætt því ég veit að enginn hefur áhuga á að fá yfir sig lögfræðingastóð með kröfur og kærur út af atviki sem hann í sjálfu sér ber enga ábyrgð á.
Sjálfum finnst mér frábært að fá svona unga krakka með í ferðir sem eru logandi af áhuga og ákafa við ljósmyndunina. Ein af skjátunum mínum sem er ekki nema ellefu ára er m.a. farin að ýta á að ég kaupi almennilega vél sem hún getur notað. Ég held að ég verði bara við því á næstunni og þar með verði ein skotta með mér í ferðunum.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Rán


Skráður þann: 28 Ágú 2005
Innlegg: 2099


InnleggInnlegg: 16 Maí 2008 - 12:58:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Völundur skrifaði:
Rán skrifaði:
Þannig ef ég skipulegg ferð þarf ég að koma með miða að heiman og láta sjálfa mig fá, jess.

Er hægt að fá staðlað blað með klippa röndum eins og í grunnskóla ?


Viltu ekki bara prófa að skipuleggja ferð og sjá hvernig það fer? Wink


Nei ég bara spyr, má ég skipuleggja ferð eða er það bara yfir 18 og eldri ?

Má ég þá skipuleggja ferð og Tumi og Cameron þurfa að láta foreldra sína hringja í mig eða hvernig virkar þetta ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Á döfinni Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3  Næsta
Blaðsíða 1 af 3

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group