Sjá spjallþráð - Prentprófílaórataría :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Prentprófílaórataría

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 16:04:53    Efni innleggs: Prentprófílaórataría Svara með tilvísun

Í kjölfarið af umræðum um litaprófíla og pappír hérna undanfarið langar mig að bera undir ykkur spurningu varðandi prentprófíla.

Ég hef átt Canon IP6600 prentara nokkuð lengi og nú 9000 A3+ prentarann sem ég fékk í verðlaun í fjallakeppninni um daginn. Ef ég prenta úr forritinu sem fylgdir með Canon prenturunum eru prentgæðin frábær úr þessum prenturum. Gallinn við að prenta úr þessu er að hugbúnaðurinn deilir myndunum niður á pappírinn sem er í prentaranum þannig að ég get ekki prentað í ákveðna stærð.

Ég vil því bara prenta beint úr Photoshop. Ég er búinn að sækja og installa alla prentprófíla fyrir Canon og Ilford pappír og þeir koma fram á listanum yfir mögulega prófíla. Málið er að ég get ómögulega náð að prenta úr PhotoShop þannig að gæðin séu í lagi. Ef ég vel prófíl fyrir sama pappír og ég vel í "Canon Easy Print" kemur myndin samt allt öðruvísi (og verri ) út. Það virðist ekki skipta neinu hvort ég vel "printer Manages Colors" eða "Photoshop Manages Colors". Svo eru valmöguleikarnir fyrir "Rendering Intent" - Perceptual - Saturation -Relative Colorimetric - Absolute Colorimetric. Skil svosem alveg hvað þetta á að gera en enginn valkostanna skilar mynd nálægt því eins og vel og aulaforritið Canon Easy Print!!

HJÁLP!
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
villinikon


Skráður þann: 22 Nóv 2005
Innlegg: 325

Nikon D200
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 16:10:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þú gætir þurft að fara í Print properties fyrir prentarann þinn og afstilla alla litastjórnun í prentaranum. Þegar þú prentar úr Photoshop á Photoshop að ráða algjörlega litastjórnuninni (sem það gerir skv prófílnum) og prentarinn á ekki að breyta neinu þar í frá. Ég er með Epson prentara og þar þarf ég að afvelja alls kyns prentfídusa sem ekki eiga við þegar prentað er úr Photoshop.

En svo verð ég að hryggja þig með því að í mínu tilviki er það líka þannig að forritið sem fylgir með Epson prentaranum skilar betri myndum en Photoshop gerir, þótt það komist nálægt því með þessum kúnstum sem ég lýsti hér að ofan.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Hauxon


Skráður þann: 07 Des 2005
Innlegg: 6372
Staðsetning: Skipaskagi
Fujifilm X-T1
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 16:13:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir þetta. Ég hef reyndar farið í kringum þetta vesen með að gera hvítan ramma utan um myndina þannig að hún passi akkúrat á pappírinn og prenta svo úr Canon Easy Print.
_________________
Hrannar Örn Hauksson
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Myndasmidur


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1154
Staðsetning: Zürich
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 17:23:50    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Megnið af svona prentveseni í PS er þegar bæði PS og prentarinn fara að vesinast í litunum.

Þannig að þú þarft að fara í Print with preview
let PS manage colors,
Velja viðeigandi prentaraprófíl
hafa Percepual eða relative colorimetric rendering intent

Sendir þetta í prent

Svo þarftu að fara inn í prentdriverinn þinn og velja pappírinn, gæðin og annað þannig að það sé í samræmi við það sem var þegar prófíllinn var gerður og umfram allt þarftu að slökkva á color adjustment í drivernum sjálfum og þá ætti þetta að koma rétt út. Veit ekki alveg hvað þetta heitir nákvæmlega hjá Canon en í Epson R800 heitir þetta ICM og no color adjustment ( er með þetta á þýzku, þar heitir þetta "kein Farbkorrektur")

Annars mæli ég með forrti sem heitir Qimage sem er mun betra en PS til að prenta úr. Það er mjög sniðugt varðandi layoutið og gerir mikið af hlutum sem eru tímafrekir í PS (eins og að raða mörgum myndum á eitt blað) en stærsti kosturinn við þetta forrit er að það notar alvöru algrím til að stækka myndina í "native" upplausn prentrekilsins. Prentrekillinn sjálfur notar sennilega bara nearest neighbour til að gera þetta og í A4 og stærra fer maður að sjá mun á þessu. Þetta forrit er líka mjög þægilegt varðandi softproofing, prentprófíla, skerpingu og svo frv.


Hægt að prófa í 30 daga frítt og sá tími sem fer í að malla í gegnum tutorialið er þess virði.
http://www.ddisoftware.com/qimage/
_________________
http://flickr.com/photos/robot-fotomat/
Flickr Gourmélaði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Klængsi


Skráður þann: 01 Jan 2005
Innlegg: 456
Staðsetning: Rvk
Nikon D80
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 17:37:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Veit einhver um svipað forrit og Qimage nema fyrir Mac?
_________________
www.klaengur.org
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kgs


Skráður þann: 04 Júl 2005
Innlegg: 7072
Staðsetning: Reykjavík
Sigma DP1
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 18:28:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ef ég man það rétt þá ættirðu að geta fundið ICC prófíl í Easy-PhotoPrint möppunni. Spurning hvort hann skili einhverju betru þegar hann er notaður með Photoshop...aldrei prófað að nota prófílinn þannig.
_________________
Kveðja,
Kalli stillti Gott
Copy - 20Gb+ frí (Betra en Dropbox). Smile
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
jonbaldvin


Skráður þann: 27 Sep 2005
Innlegg: 191
Staðsetning: Akureyri
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 18:49:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er með Canon Prixma Pro 9000 prentarann og er í tómu tjóni.
Hef ekki tölu á öllum þeim klukkustundum sem hafa farið í að lesa um þetta vandamál eða þeim blöðum sem hafa farið í gegn prentarann, án árangurs.
Endaði á því að panta mér Spyder 3 Suite sem ég bíð nú eftir. Með því getur maður bæði litstillt skjáinn en einnig búið til prentprófíla. Vona að það dugi því annars fer geðheilsan alveg.
Vona að þér gangi vel Hauxon og endilega póstaðu hér inn lausninni sem þú finnur, þegar og ef...
_________________
Ríkastur er sá sem best nýtur þess sem hann á. -Robert C. Savage
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
stefthor


Skráður þann: 12 Júl 2007
Innlegg: 264

Canon 350D
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 18:53:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

jbh skrifaði:
Er með Canon Prixma Pro 9000 prentarann og er í tómu tjóni.


Hehe, ég líka, við ættum kannski að stofna félag Laughing
_________________
Stefán
http://www.flickr.com/photos/stefthor/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
AR


Skráður þann: 11 Nóv 2007
Innlegg: 1156
Staðsetning: Norður Atlantshafið
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 19:19:18    Efni innleggs: Til hamingju með prentarann Svara með tilvísun

Til hamingju með glæsilegan prentara.

Hef ekki reynslu af þessum en ég hef prentað talsvert á Canon prentara mest með Canon Easy Print og einhvernvegin fannst mér á tímabili það forrit skila bestu gæðum. Síðan hef ég prófað mig áfram að prenta úr nýjustu útgáfunum af ZoomBrowser og Digital Photo Pro... hafiði prófað það á þennan prentara? Annars hljóta þetta að vera stillingar, driverar eða annað sem lagar þetta. Spurning um að senda póst á Canon og Adobe. Eða bara eins og margt nýtt... fikta, lesa bækling og netið þar til maður er sáttur.

Vonandi leysist þetta.

Kv. AR
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
SvavarTrausti


Skráður þann: 13 Jan 2006
Innlegg: 1979
Staðsetning: Reykjavík

InnleggInnlegg: 03 Jan 2008 - 19:37:09    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Chris er specialist í þessu.
http://chris.is/blog/?page_id=27
_________________
Kveðja
Svavar Trausti
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Myndasmidur


Skráður þann: 13 Mar 2005
Innlegg: 1154
Staðsetning: Zürich
Olympus OMD E-M5
InnleggInnlegg: 04 Jan 2008 - 17:00:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Klængsi skrifaði:
Veit einhver um svipað forrit og Qimage nema fyrir Mac?


nei, en það stendur að það sé hægt að keyra þetta í Windows-wannabe mode Very Happy
_________________
http://flickr.com/photos/robot-fotomat/
Flickr Gourmélaði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group