Sjá spjallþráð - Prentun á striga :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Prentun á striga

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
PeturBj


Skráður þann: 17 Apr 2007
Innlegg: 106
Staðsetning: Mosó
Ýmsar
InnleggInnlegg: 29 Okt 2007 - 23:15:02    Efni innleggs: Prentun á striga Svara með tilvísun

Vorum að eignast slatta af striga á góðu verði og er ég búinn að ganga frá samning við vinnuveitandann um að geta boðið meðlimum Ljósmyndakeppni.is gott tilboð í striga prentun.

Til þess að hægt sé að bjóða upp á þetta verð þurfa myndir að vera full unnar og tilbúnar til prentunar.

Um er að ræða striga sem er 106cm breiður og ætluninn að selja lengdar meterinn á 6500kr + vsk meðan birgðir endast af efninu.

Til þess að hægt sé að strekkja striga á blindramma þarf að vera með allavega 5 cm

Svo að ef þú notandi góður hefur áhuga á að fá myndina þína prentaða á striga getur þú sett upp skjal sem er 106cm á breidd raðar inn þínum myndum á það eins og þú villt hafa það, passar bara að hafa bil á milli þannig að hægt sé að strekkja á blindramma vistar þetta sem jpg, tiff, eps, eða hvaða format sem hægt er að opna í photoshop setur á disk og kemur með til okkar.

Afgreiðslufrestur er yfirleitt 1-2 dagar þó getur hann orðið lengri fer eftir verkefnastöðu hverju sinni.

Við ætlum að vinna í því í lok vikunar að geta boðið upp á að strekkja á blindramma erum að kanna þann möguleika.

Einnig er mikið af hágæða ljósmyndapappír í þessum birgðum sem við vorum að versla og á eftir að fara yfir það og kanna hvort ekki verði hægt að bjóða upp á meira.

Við erum með Colorspan UVr sem prentar ofan á efnið en ekki inn í það þess í stað kemur prentið 80% þurt út úr prenthausunum og áferðin verður mjög skemmtileg, hugbúnaðurinn okkar stillir ekkert liti í myndum svo þær prentas 100% í þeim litum sem þú kemur með hana í til okkar.

B.P. Merking
Skeiðarás 10 Baka til
210 garðarbæ
Sími: 510 7770
Opnunartími 9 - 17 (Athugið að mikið af okkar vinnu á sér stað úti í bæ svo hringið á undan)

Athugið að taka fram að þetta sé í gegnum spjallið til að fá tilboðs verðið.

Admin væri kanski til í að gera þennan þráð þannig að hann hangi uppi þar sem ég ætla að reyna ná fleirri góðum tilboðum fyrir meðlimi fram yfir jól.


Síðast breytt af PeturBj þann 16 Nóv 2007 - 9:18:36, breytt 1 sinni samtals
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
chris


Skráður þann: 08 Apr 2005
Innlegg: 656


InnleggInnlegg: 29 Okt 2007 - 23:24:18    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Tilvitnun:
hugbúnaðurinn okkar stillir ekkert liti í myndum svo þær prentas 100% í þeim litum sem þú kemur með hana í til okkar.


Ég er forvitinn að heyra hvernig í ósköpunum það virkar? Ég hélt að sérsniðnir ICC prófílar væri eina leiðin til að fá myndir eins nálægt frummyndum og hægt er. Áttu kannski við að RIP-inn styðji ICC og varpi myndum frá RGB working space yfir ykkar eigin output prófíl?

kveðja
Chris
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
olihar


Skráður þann: 03 Jan 2005
Innlegg: 2721
Staðsetning: Hafnarfjörður IS - Los Angeles USA - Kolding DK - Sydney AU

InnleggInnlegg: 29 Okt 2007 - 23:29:48    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Og ég sem hélt að það þyrfti að borga fyrir svona auglýsingar hérna inni, tja hvað veit ég svo sem.


Arrow
_________________
Ólafur Haraldsson - Myndir - Hafa Samband - Blogg
University professor and researcher in Adobe Photoshop and Photoshop Lightroom.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Gísli Dúa


Skráður þann: 04 Apr 2006
Innlegg: 500
Staðsetning: Århus DK
Það sem hendi er næst
InnleggInnlegg: 29 Okt 2007 - 23:32:05    Efni innleggs: Svara með tilvísun

olihar skrifaði:
Og ég sem hélt að það þyrfti að borga fyrir svona auglýsingar hérna inni, tja hvað veit ég svo sem.


Arrow
Rolling Eyes Sko.... Já allavegana þá veit ég ekki betur...
_________________
Hilsen Gísli Dúa Hjörleifsson
www.gislidua.com
--------------------------------------
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Prentun og Prentarar Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group