Sjá spjallþráð - Viðbótar kostnaður þegar pantað er erlendis frá :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Viðbótar kostnaður þegar pantað er erlendis frá

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa?
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
Fridrik


Skráður þann: 22 Feb 2005
Innlegg: 79

Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 21:06:42    Efni innleggs: Viðbótar kostnaður þegar pantað er erlendis frá Svara með tilvísun

Sælt veri fólk. Ég er mikið að hugsa um að panta frá Adorama eða B&H Canon EOS-350D pakka. Hjá hvorri versluninni eru það um 1000$. Ég var bara að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um þanna aukakostnað sem leggst á kaupverð þegar varan er komin í hendurnar á mér? Þá er ég að meina, sendingarkostnaður, tollkostnaður og fleira? Eruð þið kannski með eitthvað fyrirkomulag að panta saman frá þessum verslunum í einum pakka til að draga niður verð?

Bara allar upplýsingar sem þið teljið vera gagnlegar við myndavélakaup, því þetta mun verða fyrsta vélin. Já og eitt enn... er ekki alveg nóg til að byrja með þessi pakki með linsu, eða er eitthver aukahlutur sem er must að hafa?

Takk fyrir
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Jonatan


Skráður þann: 26 Mar 2005
Innlegg: 434
Staðsetning: Reykjavík
Canon EOS 1Ds Mark III
InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 21:13:31    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Til að fá svar sem fyrst getur þú tékkað á shopusa.is
þar er reiknivél sem reiknar svona fyrir þig.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
daniel


Skráður þann: 12 Des 2004
Innlegg: 2406
Staðsetning: Hér
Canon EOS 5d M3
InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 21:18:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Það eru náttúrulega til endalaust margir svona póstar og mæli ég með að þú notir leitina hérna til að fá sem mestar upplýsingar.

Hinsvegar er þetta mjög einfalt reikningsdæmi:

( (Verð úti + sendingarkostnaður) * gengi gjaldmiðils ) * 1.245 = verð hér heima (1.245 er íslenski VSK)

Ljósmyndavörur eru ekki tollskyldar og því enginn tollur, en hinsvegar hafa sumir lent í að ákveðnar vörur, einsog ljós/stór flösh lendi í furðulegum tollflokkum og nýlega var ákveðið að minniskort skuli vera í að mig minnir 10% tollflokki. Hinsvegar ef þetta er allt í einum pakka gæti/ætti minniskortið að sleppa í gegn toll-laust.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
Copyright


Skráður þann: 26 Nóv 2004
Innlegg: 382
Staðsetning: Bakvið myndavélina
Canon 30D
InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 21:29:17    Efni innleggs: Svara með tilvísun

einnig legst ofan á einhver 1000kall í tollskýrslugerð ef pantað er beint
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
johannes


Skráður þann: 22 Des 2004
Innlegg: 2939


InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 21:46:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Er þetta ekki allt út frá núverandi tollgengi. Ekki beint gengi dagsins í dag.

(bara svona að reyna að vera gáfulegur í umræðuni Cool )
_________________
Johannes.tv
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Amason


Skráður þann: 22 Nóv 2004
Innlegg: 1176
Staðsetning: Úti í sveit í Reykjavík
Canon
InnleggInnlegg: 07 Apr 2005 - 22:48:01    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég vil bara benda á það að verslanir hér á landi eru með Canon EOS 350D á samkeppnishæfu verði m.v. B&H t.d. Það er nokkuð gott verð á henni hér heima m.v. það sem áður hefur þekkst með aðrar vélar.

Ef þessi vél er pöntuð frá B&H (hún heitir Digital Rebel XT í USA), þá kostar hún rúml. kr. 78 þús. m.v. UPS Express sendingu, vsk og 1500 kr tollumsýslugjald.

Hjá a.m.k. Beco og Dikta kostar þessi vél 84.900,- og hjá Hans Petersen kostar hún með 18-55mm linsu 94.900,- A.m.k. Beco og Dikta bjóða staðgreiðsluafslátt, Beco býður 6%, en ég veit ekki alveg hvað Dikta býður mikinn stgrafsl. Miðað við 6% stgrafsl. þá er þessi vél komin niður í 79.806,- sem er nú bara nánast sama verð og að panta hana að utan. Og þó að vélin væri tekin með ódýrasta sendingarmáta frá B&H, þá er munurinn samt bara örfáir þúsundkallar, þeim er nú vel varið í ábyrgð á henni á meðan þeir eru þetta fáir að mínu mati og ef það á að selja hana notaða aftur, þá hugsa ég að EOS 350D sé meira aðlaðandi en Digital Rebel XT, þá meina ég bara merkið.

Vert umhugsunar a.m.k. Idea
_________________
-
You don't take a photograph, you make it.
- Ansel Adams
Flickr-svæði
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 08 Apr 2005 - 0:36:10    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mér finnst ábyrgðin vera amk 10.000 kr virði og þar með borgar sig að kaupa heima.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Fridrik


Skráður þann: 22 Feb 2005
Innlegg: 79

Canon EOS 350D
InnleggInnlegg: 08 Apr 2005 - 11:52:56    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Amason, þú ert bara að tala um body. Með linsu eins og þú talar um frá Hans Petersen og einnig Beco þá er hún komin í 95.000, svo bæti ég við korti og þá er það komið í 105.000. Nú, ef ég panta frá B&H sama pakkann þá kostar það ekki nema 85-90.000 mesta lagi, kominn í hendurnar á mér. En það er satt sem þið segið, þetta með ábyrgðina og það, vert að taka tillit til.
Og eitt enn, Beco veitir ekki staðgreiðsluafslátt nema að þú sért svona reglulegur viðskiptavinur eða eitthvað í þá áttina. Svo það er úr dæminu fyrir mig, lítið verslað við þá.

Takk annars[/quote]
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
skipio


Skráður þann: 14 Des 2004
Innlegg: 4972

Ricoh GRD
InnleggInnlegg: 08 Apr 2005 - 12:15:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

FR1CC1 skrifaði:
Og eitt enn, Beco veitir ekki staðgreiðsluafslátt nema að þú sért svona reglulegur viðskiptavinur eða eitthvað í þá áttina. Svo það er úr dæminu fyrir mig, lítið verslað við þá.

Mín reynsla er sú að þú þarft ekki nema að biðja um að fá að vera á viðskiptamannaskránni þeirra sem veitir þér afslátt. Held þetta sé ekki mikið mál.
_________________
Að horfa á eitthvað er gjörólíkt því að sjá það.“ - Oscar Wilde
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hvað á ég að kaupa? Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group