Sjá spjallþráð - Lýður Skúlason [2000kall] :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Lýður Skúlason [2000kall]

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
2000kall


Skráður þann: 10 Feb 2005
Innlegg: 95

Nikon
InnleggInnlegg: 15 Feb 2005 - 23:59:15    Efni innleggs: Lýður Skúlason [2000kall] Svara með tilvísun

Komið sæl
Ég er nýr á þessum mjög svo áhugaverða vef.
Ég heiti Lýður Skúlason og er 35 ára vélfræðingur við Nesjavallavirkjun og bý í Reykjavík.

Er búinn að vera með Canon Ixus 300 2.1Mpixels vél í nærri 4 ár og hér er sýnishorn af því
http://www.simnet.is/lydur/myndir.htm

Nú er komið að því að uppfæra og er ég búinn að liggja inn á dpreview til að bera saman, einnig er ég búinn að fara í búðir og skoða,
Er kominn niður á tvær vélar sem koma til greina, (virðist vera orðinn forfallinn Canon kall)
1.Canon PowerShot Pro1: er enn með litla vél með mikla möguleika
2.Canon EOS 300D: vél sem getur meira en er ekki eins meðfærileg og ekki eins líklegt að hún fylgi mér eins vel og gamla Ixus.

Gaman væri að fá comment á viðvanings myndirnar mínar einnig ykkar skoðanir á þessum tveim vélum sem ég er að spá í
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DanSig


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 7452
Staðsetning: Reykjavík
iPhone 4s
InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 0:15:33    Efni innleggs: Svara með tilvísun

velkominn..

í sambandi við myndavélarnar þá var ég með 300D en uppfærði í 20D, 300D er að detta út og önnur að taka við af henni svo ekki fá þér 300D núna, nema þú kaupir hana notaða.

pro1 vélin lofar góðu.. með L linsu sem tryggir gæði, hún er einföld en mjög fullkomin.. mig langar í svona vél sem varavél.. þó að ég sé með 20D og fulla tösku af linsum.. þá er alltaf gott að hafa eina netta til að taka með sér Smile

þar sem þú ert að uppfæra úr ixus þá myndi ég segja að það væri mátulegt stökk að fara í pro1, hún kostar um 100þ, en 300D með L linsum sem covera sama svið og pro1 kostar um 300þ eða meira.. ekki nóg að kaupa bara vélina Wink

og ég veit að núna vilja margir fara að rífast og segja að þetta L glerja æði sé rugl.. en þar sem það er L linsa á pro1 þá finnst mér bara sanngjarnt að miða líka við L linsur á 300D

vona að þetta hjálpi aðeins..

btw.. bið að heilsa Jóa Kristjóns Wink
_________________
innlegg mín endurspegla stundum mína persónulegu skoðun og ber ekki að taka of bókstaflega !
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 0:20:12    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mundu samt að þú þarft ekkert að kaupa þér L linsur strax maður...

getur fengið þér 3x0D og svo Tamron linsuna þarna, þá ertu sett fyrir svipaðan pening og Pro1 kostar
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
 sje
Stjórn


Skráður þann: 04 Sep 2004
Innlegg: 14460

Canon 5D Mark II
InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 0:32:13    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég mæli með því að þú bíðir eftir nýju 300D vélinni og fáir þér Tamron linsina þar sem það er næstum sami peningur.

300Din er örugglega auðveldari í endursölu ef þú missir áhugan.
300Din gefur þér kost á meiri aukabúnaði.

Þú getur alltaf notað gömluvélina til að dröslast með þér áfram.
_________________
Sigurður Jónas Eggertsson
Ljósmyndar af áhuga
sje@ljosmyndakeppni.is
gsm: 663-4321
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
spoldman


Skráður þann: 13 Des 2004
Innlegg: 214

Canon 20D
InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 1:33:41    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Mættir kanski kíkja betur á "the rule of thirds"
HAHAHAH, flottar þessar "ófreskju" kindur þínar Very Happy
_________________
Baldur
Flickr
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst MSN-skilaboð
Gurrý


Skráður þann: 14 Feb 2005
Innlegg: 3358
Staðsetning: Nú í Garðabænum
Nikon D200
InnleggInnlegg: 16 Feb 2005 - 17:22:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sæll Lýður, gaman að sjá annan nýjan hérna Smile var að kíkja í albúmin þín og þar er margt skemmtilegt...þessi er t.d. alveg frábær http://www.simnet.is/lydur/album6/pages/108-0866_IMG.htm þvílík litadýrð!
_________________
DPC fyrir Xilebo Gurrý

Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Sjálfskynning Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group