Sjá spjallþráð - fiðrildi flugur og aðrar pöddur :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
fiðrildi flugur og aðrar pöddur
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  Næsta
 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 13 Okt 2006 - 20:58:19    Efni innleggs: fiðrildi flugur og aðrar pöddur Svara með tilvísun

Góðan daginn ég er nýr hér og tek mikið af myndum af smærri dýrum
mér vantar að fá nokkur comment á myndatöku af skordýrum ef einhver er með reynslu á því sviði

fiðrildi


grashoppa


fluga
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 13 Okt 2006 - 22:16:15    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Gaman að sjá skordýramyndir hér.

Fiðrildið er ágætt en bakgrunnurinn ekki skemmtilegur.

Grashoppan dálítið lík steininum og sker sig ekki nægilega frá bakgrunninum.
Einnig er gras að flækjast fyrir þarna rétt hjá hausnum.

Í mynd 3 hefði kannski verið gaman að sjá aðeins betur framan í fluguna.
Einnig pirra hvítu doppurnar í bakgrunninum mig aðeins.

Þrátt fyrir þessi smáatriði sem ég nefni þá eru þetta prýðismyndir.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 13 Okt 2006 - 22:36:21    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þakka ábendingar Kobbi

ég er ekki orðinn næganlega reyndur í nálgun á myndefninu því kvikindin forða sér alltaf og ég fæ aldrei að ráða hvert þau fara

hérna sat ég fyrir drekaflugu í yfir klukkutíma því hún stoppaði bara 1/2 sec. á vírnum en aldrei á sama stað þannig að ég súmaði á vírinn og beið í 35°c hita í rúma klukkustund vel sveittur eftir að henni þóknaðist að setjast á réttan staðég sá það þegar ég setti þessa mynd inn og horfði á hana með gagnrýni í huga að það er hvítur blettur í hægra horni sem hefði átt að skera burt ekki satt ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Halkatla


Skráður þann: 07 Jan 2006
Innlegg: 675

Canon EOS 40D
InnleggInnlegg: 13 Okt 2006 - 23:17:40    Efni innleggs: Svara með tilvísun

virkilega flottar pöddumyndir, hef ekki séð svona rauða drekaflugu áður, þá meirna ég live. Hjá mér eru þær alltaf grænar eða bláar og rosalega kvikar .
Dáist að þér fyrir að ná mynd af henni.

ps jú það þarf að cropa burt þetta hvíta.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda
tomz


Skráður þann: 30 Okt 2005
Innlegg: 6576
Staðsetning: Stúdíó Zet
Phase One
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 0:14:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Efsta myndin af fiðrildinu er mjög flott, skýr og með góðum litum. Hins vegar tek ég undir með Kobba varðandi bakgrunninn. Bara halda áfram að æfa sig Smile
_________________
www.tomz.se
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 0:29:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

þetta var í fyrsta skifti í nokkur ár sem Inachis io fiðrildið leyfði mér að koma í 2 metra fjarðlægð og kunni ég því þakkir fyrir að fá að ná einni mynd en ég bið það næst að stoppa á blómi með góðan bakgrunn hehe

hér er minna rusl á bakviðsamt alltaf eitthvaðHvaða tækni notar maður á svona myndir hvað munduð þið gera ?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 1:18:43    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þetta eru ágætar myndir alveg hreint. Ég hef aðeins reynt mig við þetta og veit að svona er ekki auðvelt. Oftast er þetta spurning um að grípa augnablikið frekar en að velta einhverri myndbyggingu fyrir sér. Þessi dýr eru samt þannig að þau koma oft aftur á sama stað ef þau fælast svo það er hægt að bíða og sjá hvað gerist ef maður hefur hrakið þau í burtu.

Einn lunkinn makrókall kenndi mér einu sinni gott trikk í sambandi við bakgrunn. Það var að taka mynd af t.d. laufblaði og stækka það upp svo það þekti A4. Skella því svo bakvið þar sem bakgrunnurinn er ekki góður. Því miður er þetta ekki raunhæft nema þegar maður er að taka myndir af blómum eða þannig.

Galdurinn við góðar svona myndir er ljósopið. Þú þarft góða dýpt og þarft að hafa tilfinningu fyrir hvar hún liggur. Svo er að reyna að hafa amk augun í fókus og láta bara vaða. Þar liggur styrkur góðra makrólinsa, þær hafa oftast mjög fallegt DoF en grunnt um leið. Hitt trikkið er að hreyfa ekki fókusinn. Hann er best að stilla fyrirfram og færa sig svo sjálfur til frekar en að vera að skrúfa linsuna.

Mér finnst fiðrildamyndirnar þínar fallegar. Hvíta blettinn er örugglega lítið mál að laga. Næst síðasta myndin af fiðrildinu á þistlinum (sem eru góðir fiðrildaseglar) er alveg afbragð.

Má ég forvitnast um hvernig linsu þú ert að nota?
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 7:46:37    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Takk fyrir DIN
gaman að heyra að þú hafið reynt við svona myndir ég hef ekkert vit á þessu myndavéladóti ég kann ekki ennþá að breyta myndum og er ekki með linsu á vélinni
ég heyri að ég þarf að læra mikið um ljósop og annað slíkt og þess vegna er ég hingað kominn til að læra
ég er með nokkurra ára gamla fuji og ég þarf að komast í um 30-50 cm fjarðlægð af fiðrildi til að ná því sæmilega á mynd og þeir sem reynt hafa það vita að fiðrildi vilja ekki hafa mann svo nálagt
það er rétt að ég þarf að grípa augnarblikið því skordýr bíða ekki eftir fínstillingum á vélinni
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 10:09:38    Efni innleggs: Svara með tilvísun

kallinn skrifaði:
þetta var í fyrsta skifti í nokkur ár sem Inachis io fiðrildið leyfði mér að koma í 2 metra fjarðlægð og kunni ég því þakkir fyrir að fá að ná einni mynd en ég bið það næst að stoppa á blómi með góðan bakgrunn hehe
...

Hvaða tækni notar maður á svona myndir hvað munduð þið gera ?

Ég held að miklu sé náð með því að lesa sif til um lifnaðarhætti paddana sem maður er að mynda. Einnig reyna að átta sig á hegðunarmynstri þeirra í
því nágreni sem maður er að mynda. Ég er nú kannski ekki að segja þér neitt sem þú ekki veist Rolling Eyes.

Þessi tillaga frá DIN um bakgrunn hljómar ágætlega. Seinni serían þín
þykir mér betri og drekaflugan fín.

Ég hef verið að reyna að mynda fugla og átta mig á því hversu erfitt er að fá myndefnið til þess að stilla sér rétt upp fyrir framan fallegan bakgrunn. Ég
held ég væri búinn að reita af mér öll hár ef ég þyrfti að komast í 35cm færi við þá.

Varðandi tækni og búnað þá er digital slr vél með 100mm macro linsu sennilega besti kosturinn fyrir macro myndatöku.

Ég hef eiginega bara einu sinni reynt eitthvað við pöddur. Mig dauðlangar að gera meira af því. Nokkrar kóngulær eru í þræði sem var hér í gangi
fyrir ekki svo löngu:
http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=10208&highlight=k%F3ngul%F3+berjam%F3


Það væri gaman að fá að vita hvar þessar myndir þinar eru teknar.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 11:47:14    Efni innleggs: Svara með tilvísun

svakalegar myndir hjá þér vélin hjá mér leyfir mér ekki að taka svona nálagt
ég hef líka alltaf reynt að ná allri skeppnunni til að hún þekkist betur á myndinni
ég hef aldrei hugsað út í útkomuna á myndinni þangað til nú að það er að kvikna einhver metnaður í að taka betri myndirég mun reyna að ná betri nærmyndum af þessum kvikindum næsta sumar

myndirnar eru flestar teknar í Slóvakíu


Drekaflugan er úr Dóminicanska lýðveldinu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
DIN


Skráður þann: 26 Júl 2006
Innlegg: 2627
Staðsetning: Tveimur skrefum á undan Aron...
Leica M10
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 15:10:03    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ódýrasta SLR makróuppsetningin ef fólk vill prófa þetta er að fá sér milli hringi og setja þá á aðdráttarlinsu (100-200mm). Hin leiðin er að kaupa svona millistykki sem leyfa þér að setja linsur öfugar á vélina. 50mm eða þannig linsur. Þar þarf bara að passa að ekkert komi fyrir linsuendann því sá hluti hennar er ekki hannaður til að vera potað út í veður og vind og geta því skemmst auðveldlega vegna ryks, vatns eða ef eitthvað rekst í þær.
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst
kobbi


Skráður þann: 13 Jan 2005
Innlegg: 1349
Staðsetning: Rvk

InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 15:54:36    Efni innleggs: Svara með tilvísun

DIN skrifaði:
Ódýrasta SLR makróuppsetningin ef fólk vill prófa þetta er að fá sér milli hringi og setja þá á aðdráttarlinsu (100-200mm). Hin leiðin er að kaupa svona millistykki sem leyfa þér að setja linsur öfugar á vélina. 50mm eða þannig linsur. Þar þarf bara að passa að ekkert komi fyrir linsuendann því sá hluti hennar er ekki hannaður til að vera potað út í veður og vind og geta því skemmst auðveldlega vegna ryks, vatns eða ef eitthvað rekst í þær.

Ég nota einmitt svona milli-hring (extension tube) og 28-135mm linsu í
macroið.
_________________
Jakob Sigurðsson - www.aves.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 14 Okt 2006 - 18:39:27    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ætli ég verði ekki að fá aðra vél ef út í það er farið
það er ekki boðið upp á margt fyrir finepixin minn
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 15 Okt 2006 - 17:41:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég get ekki súmað þegar ég set á macro og nær kemst ég ekki smádýrumþessi var í breiðholtinu
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
kallinn


Skráður þann: 13 Okt 2006
Innlegg: 111
Staðsetning: Grindavík
Fujifilm FinePix S602 Z
InnleggInnlegg: 10 Apr 2007 - 17:53:29    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Jæja vorið á næsta leiti og litlu vinirnir okkar fara að skríða um holt og hæðir ég veit að allir bíða eftir skordýrunum því fátt er betra en bjalla í buxum eða fluga í hárinu

fyrir þá sem ætla á erlendar grundir þá ert vert að minna á litla vini sem skríða í grasinu og skora ég á fólk að smella af þeim einni mynd eða svoþessar bjöllur voru mið evrópu
_________________
Guðmundur
www.fiskabur.is
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Fuglar og Dýr Allir tímar eru GMT
Fara á blaðsíðu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  Næsta
Blaðsíða 1 af 8

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group