Sjá spjallþráð - Orginal myndin án vinnslu í photoshop :: www.ljosmyndakeppni.is
InnskráningInnskráning
Orginal myndin án vinnslu í photoshop

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hugmyndir að keppnum
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 0:08:16    Efni innleggs: Orginal myndin án vinnslu í photoshop Svara með tilvísun

Hef verið að velta þessu fyrir mér
Ljósmyndakeppni síðan er myndin unnin í Photoshop, hvar eru mörkin á milli þess að vera ljósmyndari eða grafískur hönnuður ?

hvernig væri það að hafa eina keppni sem væri eingöngu út á það að skila inn orginal myndini stanglega bannað að vinna hana í photoshop eða öðru myndvinslu forriti !

hversu góður ljósmyndari ertu ? án photoshop ?

eða hefur verið haldin svona keppni ?
_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 0:26:57    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Verð eigilega að svara sjálfum mér hérna

sá umræðu um þetta

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=7380
_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
hkvam


Skráður þann: 05 Jan 2005
Innlegg: 4287
Staðsetning: Svalbarðsströnd
Canon EOS 5D
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 0:54:58    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þann 5. apríl 2006 (síðastliðinn) þá var svona keppni:

http://www.ljosmyndakeppni.is/challengeresults.php?challengeid=124
_________________
http://www.hkvam.com/
http://www.flickr.com/photos/hkvam/
http://www.stuckinphotos.com/
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 1:21:20    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég get allavega sagt þér að það hefur ekki þótt auðvellt að púlla svona umræðu á ljósmyndavefjunum.

Mér persónulega er allveg sama, en ég nota Photoshop oftast á nokkuð léttvægan máta, og einhvernveginn verður maður að kroppa, minnka og skerpa myndir, ekki satt?

Allavega er þessi spurning um það hvort photoshop-ferlið sé hluti af ljósmyndun eða ekki allveg komin á hreint; - sumum finnst það, sumum finnst það ekki.

Í mínum bókum heitir fólk sem getur ómögulega sætt sig við að aðrir taki myndirnar sínar, lagi liti og whitebalance, brenni og dodge-i, osfrv, kallaðir afturhalds-seggir (ekki kommatittir, það er of líkt hommatittir)

ég meina, ef fólki er ekki sama um það sem aðrir gera í tölvunni sinni, þá hlýtur eitthvað að vera að Twisted Evil
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 1:41:25    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Sælir

ég er ekki á móti Photoshop alls ekki , ég nota það með minni litli kunnáttur reyni allavega að nýta mér það sem ég kann, en eins og kom fram í hinni umræðuni sumir kunna ekki eða hafa ekki viðkomandi forrit ! en geta verið góðir ljósmyndarar

en aftur á móti "afturhalds-seggir " þróun í ljósmyndatækni og vinnslu !
er komin lengra en bara sjálf ljósmyndun !

er þá rétta nafnið ljósmyndakeppni miðað við breytingar ? eða er þetta ljósmynd það hlítur að vera einhver lína þar sem mynd hættir að vera mynd og er kominn út í grafíska hönnun , þekki það ekki eða mörkin.


en allavega þá tók ég þátt í ljósmyndakeppni á vegum tímarits sem er gefið út á Nýja Sjálandi, blaðið þar á undan sá sem vann þar hann var búinn að breyta myndini á þann hátt að mér sýndist að hann hafi verið búinn að klippa aðra mynd ofan í þá mynd sem hann tók,
miðað við þá þá breytingu þá get ég ekki kallað það ljósmyndakeppni !


en hún hkvam var búinn að svara þessari umræðu fannst mér þar sem það var búið að halda þannig keppni , sem gengur út á það að gefa þeim sjens sem nota ekki photoshop !!!!!! sem mér fannst flott

Öllum er svo sem sama hvað hver og einn gerir í tölvuni sinni , var heldur ekki spurning um það Smile

Kveðja
_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 2:18:22    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Ég skil hvað þú ert að tala um, en málið er bara að það eru sterkar hefðir fyrir 'nánast' öllum þessum aðferðum og vinnsluferlum í hefðbundinni ljósmyndun. - hefðbundinni einsog í myrkrakompu, með negatíf.

Photoshop gerir lífið vissulega auðveldara fyrir þá sem vilja fikta í þessu, en það gerði bíllin líka þegar hann kom, og rafmagnið.

Án þess að segja þig vera "afturhaldssegg" - hef enga ástæðu til þess Smile, þá finnst mér oft einsog fólk sem talar hátt og mikið um það hvað þessar aðferðir, tölvan, photoshoppið og allt það séu mikil nauðgum á ljósmyndun sem listgrein, fagi og tegund tjáningar, séu algjörir bjánar.

Ég leyfi mér ekki oft að segja að fólk sé bjánar, en málið er að á öllum vefjum tengdum stafrænni ljósmyndun hafa sprottið upp grúppur af fólki sem telja sig vera púrista í ljósmyndun, og benda síðan á alla aðra, og segja að þeir séu að skemma fagið, listina eða tjáninguna.

Þegar þetta fólk lendir svo í umræðum um þessa hluti (þú getur ekki sagt að einhver annar sé bjáni nema að þurfa að ræða það við viðkomandi, allavega ekki á internetinu) þá kemur iðulega uppúr dúrnum að þetta er fólk sem hefur ekki kynnt sér sögu ljósmyndunnar, hefur ekki skoðað myndir eftir stórkostlega myndasmiði sem gerðu allt í kompunni, og svo framvegis. - semsagt, eiginlega bara fólk sem finnst gaman að æsa sig.

DPC er besta dæmið um svona (allavega á tungumáli sem ég get lesið) á tímabili gengu menn berserksgang þar og í raun má segja að "púristarnir" hafi "unnið".

Ég ætla ekki að skrifa um það hvort einhver dæmi séu réttlætanleg eða ekki, og ekki um það hvort fólk þurfi að hafa eitthvað ákveðið ferli til að gera eina ljósmynd úr mörgum, - til að hún svo á endanum teljist ljósmynd. - Ég held að það sé ekki það sem skiptir máli, heldur einfaldlega að fólk þrói sig, tjái sig og njóti þess sem það er að gera Smile

ég vona að þú skiljir að ég fagna þessari umræðu, mér finnst mikilvægt að umræðan á þessum vef sé lifandi. - og snúist um hluti sem tengjast ljósmyndun í alvörunni (einsog þetta sannarlega gerir)

Býrðu á Nýja Sjálandi? Smile

Þú talar aðeins um ljósmyndatækni og vinnslu - hvað er hvað?

Er myndavél ekki full af tækni?
Eru mismunandi framköllunaraðferðir ekki vinnsla?

Ég hef alltaf haldið að ljósmynd væri afsprengi tækni og vinnslu. - óháð því hvort einhver hafi lagt listrænar hugmyndir, ást og alúð í myndina. - Tækni, og (eftir)vinnsla Smile

Jæja, út að mynda, haha
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 2:41:08    Efni innleggs: Svara með tilvísun

ég er sammála þér og mér að öllu leiti , en auðvitað vill maður hafa einhver mörk hvar mynd er mynd

jú þetta er list og hver og einn fer sína eigin leið ,
jú maður dáist á því hvað sumir virkilea geta í ljósmyndun og vinnslu get skoðað mig um tímum saman á einhverju gallery á netinu þvílíkar eru myndnar !!!


Þegar ég ræði þessa hluti , þá dettur mér alltaf í hug listamenn sem setja eina dollu út í horni
ekki minn smekkur , þar sem ég vill sjá listaverkið , styttuna eða málverkið , en misjafn smekkur mana eins og við erum mörgNei ég er núna á íslandi en annar fóturinn er á Nýja Sjálandi föðurættin er þar !
og er farinn þangað aftur í jan eða feb eftir áramót ! breyta smá til

skemmtilega við það að ferðast svona að manni finnst myndaefnin vera allstaðar , allt ýtt !!

en kommst að því fyrir 2 árum þarna að ef maður sér virkilega flott myndaefni og ætlar að stoppa seinna þar sem það var tré
þá borgar sig að stoppa í fyrra skiftið ekki gera ráð fyrir því að þú sjáir það sama aftur þrátt fyrir sama tréið sé þarna
_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Völundur


Skráður þann: 01 Des 2004
Innlegg: 12123


InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 3:11:02    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Haha, rétt, þeir höggva þau öll fljótlega. fyndin nálgun Smile

Ég fatta þig með dolluna út í horni, ég held þetta sé munurinn á fólki sem kann að meta list (sumir kalla þetta snobb) og þeim sem kunna að meta gott handverk. - sumir geta náttúrlega metið bæði til jafns og allar blöndur þar á milli.

Ég held að sjálfur vilji ég sjá hluti sem hafa tekið tíma, innihalda jafnvel hugmynd, eða koma einhverju á framfæri, án þess að þurfa endilega útskýringa við (þetta á þá við um ljósmyndun) - ljósmyndin sem samskiptatæki.

Ljósmyndir eru samt svo miklu miklu meira, og kannski á maður eftir að læra að meta miðilinn sem "miðil" með stóru M-i.

Ég held að við (samfélagið) séum að geldast mjög hratt, firringin er að taka yfir, við getum í raun ekki lengur gert almennilegan geinarmun á ljósmyndum, þrívíddarmódelum, málverkum, teikningum, - þetta er allta að renna saman í einn graut.

Auðvitað gerist þetta hratt og örugglega á sviðum ljósmyndunnar sem snúa beinlínis að útgáfu og miðlun, auglýsingaljósmyndun, fréttaljósumyndun, stills úr kvikmyndum og þessháttar. - en það er einn angi sem verður líklega svolítið sterkur áfram, og það er listræn ljósmyndun, fine-art. Myndir sem fólk vill hengja fyrir ofan arin í stofu, skreyta veggi. - Þessar myndir eru svo verðmætar og fallegar að þeir sem eiga þær leggja sig oftar en ekki í framkróka við að lýsa myndina rétt, passa að sólin skíni ekki á þær og svo framvegis.

Hugsaðu þér muninn á þessum ljósmyndum, og þeim sem eru á forsíðu moggans í dag. - hún fer í ruslið á innan við viku, en hún fer líka í ruslið í mörgum þúsundum eintaka.

Mér finnst samt einsog við séum öll að missa takið á raunveruleikanum, ljósaborðin okkar eru LCD skjáir, við dodgum, brennum, kroppum, spottum - allt með vísifingri hægri handar - framköllunartankurinn okkar er kortalesari og ljósmælirinn okkar histogram.
- en hvað getum við gert?
- það hefur enginn tíma til að eyða klukkutíma í það bara að fá að sjá mynd pósitífa.

og síðan kemur [url=http://www.youtube.com/watch?v=DiM79dcFtLc&search=photosynth
YouTube - Microsoft Live Labs Photosynth Demo]þetta[/url]:

og við þurfum ekki að fara frá LCD skjánum, við getum setið áfram, og ef mig fer að verkja af hreyfingarleysi, þá get ég alltaf teygt mig í verkjatöflur sem leysast upp í vatni, þá þarf ég ekki einusinni að læra að gleypa töflur.

Nú hljóma ég einsog ég sé í þversögn við sjálfan mig. Það er ágætt, málið er nefninlega það að ég hef eiginlega enga skoðun á því hvernig aðrir vinna ljósmyndir, og ég finn ekki þörf til að vita hvað er mynd, og hvað er ekki mynd. - veit ekki afhverju. :s, kannski er ég firrtur.

Hvaðan ertu þá í NZ? - ég er í Wellington núna Smile
_________________
- Spurðir þú þig spurninga í morgun? |
- Les photos des Völundes
- stuck in photos
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda MSN-skilaboð
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 3:43:34    Efni innleggs: Svara með tilvísun

Þarna með blaða ljósmyndun sem þú varst að nefna, kannski er línan þar frá ljósmyndun yfir í art eins og er stundað hérna ekki oft sem þú sérð myndir sem hafa komist í fyrsta sætið hérna á forsíður moggans frekar að þær myndir sjáist í tímaritum eða auglisýngaspjali eða á stofuvegginum hjá einhverjum

Dollan skilur ekkert eftir sig þegar sýninginn er búinn nema hjá þeim sem sáu hana ! og það gerði dollan utan af ananas sem ég sá í skápnum og henti degi síðar þegar hún var tóm, varð saddur Smile en stóð stutt

ég verð í Auckland reikna ég með , en verð á ferðinu þaðan til Hamilton til Wanganui og eitthvað á suður eyjuni um helgar þegar ég nenni Smile
en verð í Auckland

ertu að læra þarna úti ?

annars er fína síða þarna úti til að fá sér myndavelar eða linsu
www.trademe.co.nz

ég hitti á einn íslending í wanganoui hann á heima þar rétt fyrir utan
annars var heimasíða íslendinga þarna á netinu þeir hittast einu sinni á ári í kringum maí held ég, þar er slatti þarna úti var alltaf að heyra um einhvern en hitti bara einn heyrði um íslendinga í wanganoui,Auckland,Wellingtown,tauranga,Nelson eða Dunedin mynnir mig held að ræðismaðurinn er þar hann starfar hjá hampiðjuni þar svona in case ef þú kemur þér í vandræði hehe Smile
_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
sgear


Skráður þann: 27 Des 2005
Innlegg: 165

Canon 350D REBEL XT
InnleggInnlegg: 05 Sep 2006 - 4:09:55    Efni innleggs: Svara með tilvísun

PS

tímaritið sem er gefið þarna út heitir D-Photo kemur út á 2 mán fresti held ég
það er alltaf ljósmyndakeppni í því tímariti og oftast vinningur tengtur ljósmyndun. myndavél eða fylgihlutir !!

allavega sendi ég inn dropamyndina mína ásamt 2 öðrum og held að ég hafi ekki komist á spjald Smile semsagt Photoshop skiftir miklu máli

Þetta er litmynd en vaskurinn er úr stáli og kom því myndin svona út
það tók tíma að stilla kranan,lagaði Contrast og color eina sem ég gerði við myndina


_________________
Kveðja
http://siggisal.spaces.live.com
http://www.flickr.com/photos/sigster
Til baka efst á síðu
Skoða notanda Senda einkapóst Senda póst
Sýna innlegg frá síðasta:   
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Forsíða -> Umræður -> Hugmyndir að keppnum Allir tímar eru GMT
Blaðsíða 1 af 1

 
Fara til:  
Þú getur ekki sent inn nýja spjallþræði á þessar umræður
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
Þú getur ekki breytt innleggi þínu á þessum umræðum
Þú getur ekki eytt innleggjum þínum á þessum umræðum
Þú getur ekki tekið þátt í kosningum á þessum umræðum


Powered by phpBB © 2001, 2005 phpBB Group